"Þá er sú freisting frá" sagði ofvitinn

"Kynlíf án ástar er tilgangslaus lífsreynsla, en það er samt langbesta tilgangslausa lífsreynslan sem í boði er" sagði Woody Allen.  Hann sagði líka að ekki mætti tala illa við sig um sjálfsfróun því þar væri um að ræða kynlíf með aðila  sem hann elskaði mjög mikið.

Mér finnast eldrauðar ástarsögur  vera á mjög lágu plani.  Þær ofbjóða mér.  Mér finnst við hæfi að lýsa þeim með orðinu  "socioporn" eða "félagsklám".  Ég hef samt ekki viljað banna þær því ég veit að margar óuppgötvaðar prinsessur lesa þær til að létta á einsemdinni og ekki vil ég taka þá ánægju frá þeim.

index

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klám er ekki skilgreint í landslögum frekar en alkóhólismi.  Mín skilgreining á honum er að alkóhólisti er sá sem drekkur meira en ég og mér er í nöp við.  Með sömu rökum get ég sagt að klám sé kynlíf annara sem ég fíla ekki.  Þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem ætti að setja í lög en engu að síður hefur það verið gert.

Internetið er eins og risastórt skólprör inn á heimili landsmanna.  Ég myndi benda lesendum á að kíkja á www.youporn.com til að sjá hversu auðvelt er að nálgast klám á netinu, en þá væri ég að stuðla að útbreiðslu kláms og það er bannað með lögum.  Það er alveg tímabært að taka þessa umræðu.

Það má segja að klámvæðing geri út á fíkn í endorfín og sú fíkn er eins og hver önnur fíkn.  Hins vegar er erfit að setja lög um fíknir, hefur reynslan sýnt.  Tóbak og brennivín er leyft, hass ekki.

Grein 210 tekur ekki á skilgreiningunni á klámi en bannar það einfaldlega.  Femínistar eru því í fullum rétti að kæra Visa og það verður athyglisvert að fylgjast með málinu.  Hvort sem þessi málatilbúnaður er slæmur fyrir málstað femínista eða ekki, þá vekur hann samt athygli á lagabókstaf sem þarf sennilega að endurskoða í ljósi klámvæðingar.

Íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir að byggja lög og reglur á grunngildum en tjasla bara saman reglum eftir hentugleikum, samanber lög um skatt á geisladiskum,  bann við  bjór og fleira mótsagnakennt.

Svona málaferli koma því skiljanlega illa við þá sem álita að þeir sem eru prinsippfastir séu bara með vesen.  Ég er fylgjandi þessum málaferlum vegna þess að ég álít að íslendingar hafi gott af því að verða aðeins prinsippfastari.


PS: Hér er lagagreinin fyrir þá sem vilja setja sig inn í málið.

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem flytur inn eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt].3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

"Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt."

Vá ...þetta er sick, er þetta virkilega orðað svona í lögunum, hef aldrei heyrt talað um dýrabarnaklám áður. 

Ari Björn Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Vendetta

Ég var einmitt að benda á www.youporn.com á minni bloggsíðu, til að þeir sem hefðu löngun til að sjá ógrynni af áhugaverðum, ókeypis klámvídeóum, gætu það ad libitum. Þannig að ef það á að kæra einhvern fyrir að útbreiða klámsíðuupplýsingum, þá er ég fyrstur í röðinni, takk fyrir.

Önnur síða sem er með blandað myndefni, bæði jpg's og avi's er www.consumptionjunction.com . Þar kennir ýmissa grasa, bæði skemmtilegar hardcore klámmyndir og svo fyndnar myndir af ýmsu fólki, sem gerir sig að fíflum og síðan eru myndir frá líkhúsum, sem eru ekki við hæfi barna, nema þau börn sem vilja sjá skuggahliðar tilverunnar.

Hvað mundum við gera án internetsins? Upplýsingarnar, þær bara koma...

Vendetta, 12.12.2007 kl. 12:27

3 Smámynd: Jón Ragnarsson

Er til fólk sem borgar fyrir klám?

Jón Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Hef verið að velta því fyrir mér hvort að klám skilgreiningin nái bara yfir myndefni en ekki texta. Bókasöfn landsins eru uppfull af bókum með mjög grófum kynlífslýsingum og við vitum öll að bókasöfn eru full af börnum sem gætu gluggað í rauðu seríuna.

Ómar Örn Hauksson, 12.12.2007 kl. 18:04

5 Smámynd: Kári Harðarson

Ómar, lagalega er engin skilgreining og þar liggur hundurinn grafinn.  X er bannað en enginn veit hvað X er.  Svo er banninu ekki framfylgt frekar en lögum um keðjuhlífar á reiðhjólum.  Er þá ekki best að reyna annaðhvort að skilgreina lögin betur eða leggja þau niður ?

Kári Harðarson, 12.12.2007 kl. 19:05

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Snaggaralegur pistill, eins og þín er von og vísa. (!)

Greta Björg Úlfsdóttir, 13.12.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband