Tökum slaginn!

Á heimasíðu neytendasamtakanna í gær setti Jóhannes formaður inn grein sem heitir "Bjartari tímar í neytendamálum".  Þar stendur meðal annars þetta:

Íslenskum neytendum er oft legið á hálsi að vera værukærir og hugsa lítið um sinn hag. Sá sem þetta skrifar hefur starfað lengi að þessum málum og af fenginni reynslu hefur þar orðið mikil breyting til batnaðar. Þannig eru neytendur miklu harðari á því að ná fram rétti sínum en ekki síður að afla sér upplýsinga áður en t.d. dýrari neysluvörur eru keyptar. Einnig má minna á að miðað við íbúafjölda eru Neytendasamtökin hlutfallslega ein þau fjölmennustu í heimi. Það hjálpar hins vegar lítið að státa af því í fámenninu hér á landi. Og það er einmitt fámennið og skilningsleysi stjórnvalda sem gera það að verkum að staða neytendamála er önnur hér á landi borið saman við nágrannalönd okkar. Þess má einnig geta að á vegum Neytendasamtakanna er nú verið að hringja í neytendur og bjóða þeim aðild að samtökunum. Miðað við viðbrögð neytenda er greinilegt að margir þeirra telja nauðsynlegt að hafa öflug Neytendasamtök. 

 

Vonandi er þetta rétt.  Vonandi eru íslenskir neytendur að vakna til meðvitundar.

Ég á mér draum.  Hann er að geta farið heim frá útlöndum án þess að fá þann njálg að þurfa að gera einhver hagstæð innkaup áður en ég fer heim í gúlagið.  Ef vöruverð hér yrði um það bil svipað og annars staðar væri svo miklu auðveldara að búa hér.

Fjarlægðin frá Íslandi til annara landa skýrir á engan hátt vöruverðið.  Það er lengra frá Taiwan til Bandaríkjanna og ekki eru sjónvörpin dýr þar.  Verðið stafar af fákeppni og einokun, hefur alltaf gert, og við getum breytt því.

Ég skora á alla að ganga í samtökin svo þau fái þann slagkraft sem þau þurfa.  Gefið ykkur þetta í jólagjöf.

high noon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Íslendingurinn er og hefur ætíð verið upptekinn af því, að gera góð kaup og helst betri kaup en næsti maður. Vegna smæðar þjóðfélagsins og þess, að allir eru skyldir og tengdir öllum, þá er Jói á bolnum að fá 40% afslátt í einhverri versluninni af því að Nonni frændi er starfsmaður viðkomandi sjoppu. Slíkt er mjög algengt hér á Klakanum og er áhugaverð stúdía sem slík, svo sem fyrir félags- og atferlisfræðinga...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.12.2007 kl. 09:08

2 Smámynd: Kári Harðarson

Erlendir ferðamenn kvarta yfir því að geta ekki keypt fisk þegar þeir koma út fyrir Reykjavík.  Ég segi þeim að allir í litlu plássunum þekkja einhvern sem lætur þá fá fisk, þess vegna er engin fiskbúð þar.  Þeir enda í sjoppunni að fá sér pylsu, vansælir og vannærðir.

Landið er um margt sérstakt og ég held að við þurfum að finna okkar eigin lausnir á þessum fákeppnis vandamálum.  Frjáls samkeppni gengur kannski ekki hér.

Kannski áttum við bara að þróa eitthvað afbrigði af kaupfélögunum gömlu þar sem öll þjóðin er hluthafi í innflutningsfyrirtækinu (það heitir víst ríkisverslun).

Ef ég yrði ráðherra í einn dag myndi ég setja lög um að vöruverð verði að vera sundurliðað þannig að hlutur ríkisins og fyrirtækisins yrði greinilegur.  Ef það er hægt að birta sundurliðun eftir næringargildi á matvælaumbúðum þá ætti að vera hægt að sjá hlut ríkisins á kassanótunni.

Það er ekki nóg að sjá endanlegt verð og söluskatt, ég vil sjá álagninguna, vörugjaldið, kjötkvótann, tollinn og hvað það allt heitir.

Ef þetta eru of flóknar upplýsingar til að birta á umbúðunum þá er kerfið of flókið og þá þarf að einfalda það.  Þeir sem selja vörur græða augljóslega á því að enginn veit hvað varan á að kosta.

Atlantsolía sendir tölvupóst með rafrænni kassakvittun þegar maður kaupir bensín hjá þeim.  Ég myndi vilja fá svona tölvupóst frá Krónunni og Bónus svo ég geti fylgst með vörurverðinu.  Hver vill vera fyrstur til að bjóða þessa þjónustu?  Melabúðin kannski ?

Kári Harðarson, 14.12.2007 kl. 09:33

3 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Sæll Kári

ég kíkti til gamans í bók sem fjallaði um sögu kaupfélaganna (maður er vanur því að bölva þeim þegar við á, svo mér fannst tímabært að kynna mér þau aðeins betur).

kaflinn um fyrstu tilraunir bænda til að komast undan einokunarkaupmönnum með því að selja sauðfé og ull sjálfir á erlendum mörkuðum, til að ná sér í fjármagn fyrir innflutningi, er mjög áhugaverður. Sýnir svipaða tilburði og mér sýnist þú vera að bögglast með :) Sjáflstæðir menn hafa alltaf viljað komast undan þessum átthagafjötrum.

þessar fyrstu tilraunir fátækra en hugsandi bænda voru gríðar erfiðar. Ekki laust við að maður ímyndi sér að einhver hafi makað krókinn á þeirra kostnað. skora á þig að finna þessa bók, held hún heiti eitthvað eins og "100 ára afmæli kaupfélaganna" eða slíkt.

ég las ekki annað en upphafið, sem var skemmtileg og sýndist mér nákvæm útlistun, með bréfum, fundargerðum og fl.

hér á Grænlandi rekur ríkið "kaupfélög" í öllum nema allra smærstu bæjum, jafnt smá verslanir sem stórmarkaði og m.a.s einu lágvöruverslun landsins - og allt í samkeppni við einkareknar verslanir. Það þarf ekki að taka fram að það er bullandi tap á ríkisversluninni og vöruúrval lélegra en í einkareknu verslununum. Sýnist úrval ríkisins miðast við að eiga uppruna hjá dönskum fyrirtækjum (svona svipað dæmi og fyrstu tilraunir bænda, einhver í útlandinu situr og makar krókinn...). Í ofan á lag eru verð síðan alltaf m.v. VSK (danski verðmiðinn gildir, t.d. í fatnaði) - en hér er þó enginn VSK..!

Þegar þú ert búinn að finna einokrunar lausnina vil ég því gjarnan fá franchise hingað ;)

með kveðju

Baldvin Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 11:12

4 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Samvinnufélögin voru stofnuð  - og hafa víðast verið rekin með það fyrir augum að ná hámarkshagkvæmni í viðskiptum fyrir félagsmenn sína.    Þannig var það nú lngi vel fyrir kaupfélögum á Íslandi - svo tók einhver "Stalínismi"- Framsóknarflokksins völdin eins og menn muna  - - og skepnan tók að lifa sínu eigin lífi og í þágu stjórnenda og hagsmunatengdra aðila.

SÍS hrundi - - en það segir mér ekkert um að samvinnufélög eigi ekki rétt á sér.  'i mörgum löndum blómstra samvinnufélög -  í Bretlandi, á Spáni og í Canada.  Allir vita að samvinnufélög eru öflug í Skandínavíu og Þýskalandi og USA -  einkum hjá framleiðendum (og núna sérfræðingum).   Atvinnugreinafélög - eða neytendafélög.  Húsnæiðssamvinnufélögin á Norðurlöndnunum eru afar öflug - - og regka húsnæði á kostnaðarverði - - og hafa markaðshlutdeild á ákveðnum svæðum vel yfir 50%.

Búsetafélögin hjér á landi eru gott dæmi um félög sem eru að sinna sínum hlutverki - - og það býsna vel.  Í þeim er gríðarlegur möguleiki til umbóta á húsnæðismarkaðnum.   Skora á þig og aðra áhugasama neytendur að koma til liðs - - og efla þennan sanngjarna kost fyrir alla - - bæði ríka og þá sem minna mega sín.

Benedikt Sigurðarson, 14.12.2007 kl. 16:23

5 Smámynd: Þór Sigurðsson

Umm.. ég vil fá að skjóta að athugasemd við innlegg Benediktar.

Búseti hérlendis er allsendis allt önnur skepna en húsnæðisfélögin í Svíþjóð og Danmörku. Hér tala ég af eigin raun. Í "insatslägenhet" kaupir þú búseturéttinn á því verði sem seljandi réttarins setur. Hvort sem rétturinn er ein milljón, eða ein króna. Hjá Búseta er fast gjald og Búseti hefur úrslitavald hvort af sölunni verður eða ekki. Í insats-kerfinu fer leiga íbúðarinnar alfarið eftir því hvað félagið stendur vel og hvað sé langt síðan húsnæðið var gert upp. Þannig hef ég verið að borga frá ~40þ á mánuði (sem er frekar mikið) og kunningjar mínir í Malmö voru að borga á sama tíma um 16þ í eldra húsnæði (en þó mjög góðu). Hjá Búseta er leigan ekkert fjarri hefðbundinni markaðsleigu og miðar að því að afla Búseta tekna fremur en að viðhalda og greiða af húsnæðinu. Þannig þekki ég fólk sem hefur flúið úr Búsetakerfinu með skottið á milli lappanna vegna þess að það kostaði meira að búa þar þegar upp var staðið en að búa í almennu leiguhúsnæði (allur kostnaður meðtalinn). Nú er sama fólk komið í húsnæði á okurlánum, uppsprengdum af verðbólgum og vísitölum, en borgar þó minna en það gerði í Búsetakerfinu.

Það sem raunverulega vantar hér eru sænsku Insats-kerfin. Ekki bara hluti hugmyndafræðinnar, heldur hugmyndafræðin öll.

Það væri kannski mál að bankarnir færu að nota eitthvað af þessum blóðkreistu milljörðum sínum í að koma landinu inn í tuttugustuogfyrstu öldina hvað varðar eðlilegan aðgang að húsnæði.

Hver veit - kannski þeir gætu jafnvel fengið skatta-afslátt út á góðmennskuna ?

Þór Sigurðsson, 15.12.2007 kl. 01:38

6 Smámynd: Þór Sigurðsson

Kári: langaði að bæta við að ég var meðlimur í NS í nokkurn tíma. Ég hætti því þegar ég fór í skóla (árgjaldið er á versta tíma og ekki fyrir námsmann á lánum að leggja út peninga sem hann á ekki).

Mér hefur þó í gegnum tíðina sú félagsaðild skilað frekar litlu. Kannski kynna NS ekki nógu vel hvað þau gera gott, en ég held frekar að það hlusti bara svo fáir á samtökin. Ég vil ekkert illt segja um Jóhannes, enda hefur hann unnið vanþakklátt starf öllum til góðs, en mig grunar að hluti af "hlutleysismynd" samtakanna sé vegna þess að hann er hreinlega ekki nógu tannhvass.

Hvernig myndu samtökin líta út ef Ögmundur Jónasson eða Steingrímur J. Sigfússon gengju í broddi fylkingar þar í staðinn ? Ég meina, ekki gera þeir neitt gagn á þingi (málþóf er ekki gagn :) ) en þeir gætu kannski beitt þessum hvössu tönnum og flöktandi tungum á öðrum vettvangi öllum til góðs ? :)

Þór Sigurðsson, 15.12.2007 kl. 02:05

7 identicon

Thegar eg vann i verslunardeild franska sendiradsins fyrir fjoldamorgum arum komu oft a skrifstofuna islenskir innflytjendur, sem hofdu ahuga a nyjum umbodum fra fronskum fyrirtaekjum.  Tha var svarid mjog oft fra Frokkunum : vid erum med innflutningsadila fyrir oll Nordurlondin, hann er i Danmorku (eda Svithjod, eda Noregi).  Hafid samband vid hann.  Thar med var kominn millilidur, sem haekkadi voruverdid a Islandi.  Eg helt ad thetta vaeri e.t.v. lidin tid, en heyrdi i gaer sogu fra donskum kunningja minum, sem er ad hefja samstarf vid islenskt fyrirtaeki, sem flytur inn matvaeli.  A medan a samningsvidraedum stod, sagdi yfirmadur kunningja mins vid islenska innflytjandann - svona rett til ad undrstrika ad hann vaeri ekki i svo godri samningsadstodu : veistu hvad, thessi islenski markadur er langtum minni en thau vidskipti sem eg a vid Bilka !  (Bilka er stor voruhusakedja i Danmorku).   

Regina Hardardottir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:30

8 Smámynd: Þór Sigurðsson

Regina segðu honum að svara til baka: fyrst er að byggja upp markað - SVO er að sjá hvort við séum raunverulega mikið minni (hafa þarf í huga að ef íslendingar fá réttu hlutina á réttu verði, þá kaupa þeir eins og vitleysingar - eins og morgundagurinn muni aldrei koma :) )

Þór Sigurðsson, 16.12.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband