18.4.2008 | 10:41
Gamli miðbær, nýji miðbær
Ég veit að gamli miðbærinn er að drabbast niður. Ég man líka að Kringlan var kölluð nýji miðbærinn.
Hér eru loftmyndir úr Google Earth af báðum þessum miðbæjum, báðar myndirnar eru teknar úr sömu fjarlægð og sýna því jafn stóran flöt.
Ég veit í hvorum miðbænum ég vil vera ....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
Skemmtileg framsetning. Ég veit líka í hvorum ég vil vera... og er.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.4.2008 kl. 12:06
Magnað! Húsið mitt sést meira að segja á neðri myndinni.
Ég tel sjálfan mig meira að segja búa á mörkum hinnar byggilegu Reykjavíkur, þarna rétt á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Stefán Vignir Skarphéðinsson (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 15:57
o/
gamla miðbæinn, takk.
Vinkona mín býr í raðhúsi í Kringlunni og þar er sko líka krotað...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 18.4.2008 kl. 16:57
Góður gamli Nörd !... grafískur áróður sem virkar vel !
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 18:57
Ótrúlegt að allir skuli ekki velja gamla, góða ....
Takk fyrir snilldina.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.4.2008 kl. 22:07
Svo er það hugmyndin af miðbæ sem er ekki á Verk og vit 2008. Lausn sem gæti bjargað gamla miðbænum frá niðurbroti? Lausn sem gæti leyst umferðarvandann?
Sturla Snorrason, 18.4.2008 kl. 23:42
Á efri myndinni eru tvö hús sem ég hef búið í, í öðru frá 1976-1981 og hinu 1998-2005. Tveimur sentimetrum til hægri við hana eru svo hús sem ég bjó í 1992-1994 og 1996-1998.
Elías Halldór Ágústsson, 19.4.2008 kl. 00:21
Ég veit að sumir eru í forfallinni fortíðarhyggju og elska helst bara það sem er gamalt og úrelt og jafnvel ljótt eins og flest gömlu og ljótu bárujárnsklæddu timbureldgildrurnar í miðbænum. Mætti ég þá frekar biðja um upphaflegu óhreyfðu grasþúfurnar í miðbænum sem eiga sögulega séð meiri tilverurétt á þessum stað en timburkofarnir sem sumir eru svo æstir í að halda í.
Ég held að svona tilfinningasemi muni brátt líða hjá. Maðurinn hlýtur að fara að skilja að hann notar land eins og honum sýnist á hverjum tíma. Þeir einir eiga réttinn sem byggja jörðina á hverjum tíma og hafa þá einu skyldu að fara ekki svo illa með að hún verði ekki óbyggileg komandi kynslóðum. Timburkofar miðbæjarins eru að mínu mati ekki nógu merkilegir til að gera þá að heilögum kúm og láta þá hindra eðlilega þróun byggðar og nútíma þæginda. Þeir sem hafa vilja og hafa sjálfir efni á því að halda í timburkofana með eigið fé að vopni eiga bara að gera það eins og frímerkjasafnarar en láta vera að krefjast þess að almannafé sé til þess notað í það eins og nú er gert í tómri vitleysu.
PS. Kári ég vaknaði allt of snemma á þessum indæla laugardagsmorgni og finn mig knúinn til espa ykkur aðeins upp
Haukur Nikulásson, 19.4.2008 kl. 07:44
Og... smá mótvægi. Mig langar að sjá stað sem er einhvers staðar á milli þessara tveggja öfga. Mér finnst myndin af gamla miðbænum vera of þéttsetin, meðan augljóslega sú nýja er bara mynd af stóru bílastæði.
Á ég að pota í ykkur, og segja... Ef gamla myndin yrði grisjuð um ca. 10-40% þá skal ég skoða málið aftur :-)
Einar Indriðason, 19.4.2008 kl. 09:22
Haukur, þú mátt eiga Kringlurnar, værsågod ;)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 09:22
Sæll Haukur,
Það er ekki ást á gömlum kofum sem hrjáir mig, heldur hlutfall yfirborðs sem fer undir bílastæði á neðri myndinni. Þeir sem kalla bílastæði "miðbæ" eru með aðrar væntingar um samkomustað borgarbúa en ég.
Ég gæti orðið ástfanginn að glænýju hverfi ef bíllinn er ekki hafður þar í fyrsta og öðru sæti.
Kári Harðarson, 19.4.2008 kl. 11:37
Einar, myndin af gamla miðbænum er fyrst og fremst af íbúðahverfi reyndar. Það væri ekki alveg svona þétt ef myndin væri af Austurvelli og þar um kring.
Haukur, myndir þú vilja að Torfan hefði verið rifin og í staðinn byggður haugur af Moggahöllum? Það stóð jú til um tíma...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:55
Já það er alveg ótrúlegt hvað það fer mikið af landi undir bílastæði í Reykjavík, þetta hlítur að vera heimsmet.
steinimagg, 20.4.2008 kl. 13:32
Ég bjó fyrir miðri efri myndinni og hef sjaldan verið eins feginn að flytja burt eins og þegar ég flutti þaðan. Verst að nýju nágrannar mínir hafa verið byggingaverktakar síðustu 3 árin, og orðið langþreytt glamrið í þeim.
Ég myndi þó frekar flytja í kúlutjald á Kjalarnesi en að búa við hliðina á neðri myndinni. Fyrir utan að vera einum OF malbikaður er þessi staður sennilega ein af betri uppsprettum mengunar í borginni, að Grensásgatnamótunum fráskildum..
Þór Sigurðsson, 4.5.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.