Glögg gestsaugu

Erlendur kunningi minn sem kemur í heimsókn til Íslands á 3-4 ára fresti kom í heimsókn í sl. viku og mætti í mat.

Það fyrsta sem hann þurfti að segja var að Reykjavík væri ryðguð.  Hann átti við að litríku þökin í gömlu borginni væru að víkja fyrir ryðkláfum, og svo væru gangstéttirnar allar sprungnar og mosavaxnar.

Svo sagði hann að íslendingar væru orðnir miklu feitari, þar á meðal ég...  Hann sagði að allir væru síétandi hvert sem hann færi.  Fólk væri með orkudrykk eða ís eða pylsu.  "Kann fólk ekki að borða á matmálstímum lengur?" spurði hann.

Mér varð svarafátt og við leiddum talið að öðru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þú ferð auðvitað með hann á Bæjarins Bestu, í hjarta okkar fallegu borgar .

Þóra Guðmundsdóttir, 26.5.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hélt að þú værir svo fit, Kári.  Hjólandi í vinnu og arkandi yfir urð og grjót.

Marinó G. Njálsson, 26.5.2008 kl. 17:32

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Aðeins Bandaríkjamenn fitna hraðar en Íslendingar, í íþróttahúsinu þar sem ég vinn er stöðugur strauma barna niður í 5-6 ára í sjoppu hússins,  það sem helst er keypt er gífurlegt magn af orkudrykknum Powerade sem að vísu er sykurlaus, en stútfullur af hinu hroðalega eitri Aspartame ( sem er raunar mun meira fitandi en sykur þegar upp er staðið) og sælgæti sem nægt úrval er af, hollustu er einfaldlega ekki að finna í hillunum í íþróttahússjoppunni þannig að bornin halda sér gangandi á orkudrykkjum og sælgæti...enda ekkert annað að hafa og langt að fara í einhverja hollustu.

Georg P Sveinbjörnsson, 26.5.2008 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband