19.6.2008 | 14:40
Eyðsla og bensínverð - og Metangas
Fyrir nokkrum árum áttum við bíl sem eyddi 8 á hundraðið og bensínið kostaði 100 kr lítrinn. Við keyrum 14 þúsund km á ári svo kostnaðurinn var 112 þúsund á ári.
Nú eigum við jeppa sem eyðir 18 á hundraðið og bensínið kostar 180 kr lítrinn svo nýja árseysðlan er 453 þúsund á ári eða 37.750 á mánuði.
Ef við hendum jeppanum (fáum ekkert fyrir hann býst ég við) og kaupum bíl sem eyðir 6 lítrum á hundraðið færi bensínkostnaðurinn niður í 151.200 á ári eða 12.600 á mánuði, sem er sparnaður upp á 25.150 á mánuði.
Afborganir af nýjum bíl væru meira en það og því rekum við jeppann áfram.
Hins vegar gætum við breytt jeppanum fyrir Metangas. Mér sýnist bretar vera búnir að taka við sér í þessu, og land rover eigendur eru að láta breyta jeppunum sínum þar.
Hér er heimasíða hjá fyrirtæki sem hefur breytt Land Rover jeppum:
http://www.wains-classic-rebuilds.co.uk/
Hér eru almennar upplýsingar um breytingar á bensínbílum:
http://www.autogas.ltd.uk/conversion.htm
Hér á landi er aðeins einn áfyllingarstaður fyrir Metangas. Mér þykir freistandi að taka áskorun Geirs Haarde og láta breyta jeppanum en á meðan engin stefna er komin frá stjórnvöldum um verð og framboð á metangasi þori ég ekki að slá til. Mikið vildi ég að stjórnvöld tækju af skarið þarna!
Ef ég gæti fengið afslátt eða styrk til að láta breyta bílnum, eða fengið loforð um fleiri áfyllingarstöðvar væru þetta meira en orðin tóm.
Hér er slóð á fyrirlestur Björns H. Halldórssonar um Metanbíla.
---
Fyrir ykkur sem viljið hugleiða bensínkostnað má hér sjá árlegan kostnað í bensínkaup ef keyrðir eru annars vegar 14 þúsund km á ári og hinsvegar 35 þúsund km á ári. Dálkarnir eru verð í krónum á lítra en línurnar eru eyðsla í lítrum á hundraðið.
90 | 100 | 110 | 120 | 130 | 140 | 150 | 160 | 170 | 180 | 190 | |
5 | 63.000 | 70.000 | 77.000 | 84.000 | 91.000 | 98.000 | 105.000 | 112.000 | 119.000 | 126.000 | 133.000 |
6 | 75.600 | 84.000 | 92.400 | 100.800 | 109.200 | 117.600 | 126.000 | 134.400 | 142.800 | 151.200 | 159.600 |
7 | 88.200 | 98.000 | 107.800 | 117.600 | 127.400 | 137.200 | 147.000 | 156.800 | 166.600 | 176.400 | 186.200 |
8 | 100.800 | 112.000 | 123.200 | 134.400 | 145.600 | 156.800 | 168.000 | 179.200 | 190.400 | 201.600 | 212.800 |
9 | 113.400 | 126.000 | 138.600 | 151.200 | 163.800 | 176.400 | 189.000 | 201.600 | 214.200 | 226.800 | 239.400 |
10 | 126.000 | 140.000 | 154.000 | 168.000 | 182.000 | 196.000 | 210.000 | 224.000 | 238.000 | 252.000 | 266.000 |
11 | 138.600 | 154.000 | 169.400 | 184.800 | 200.200 | 215.600 | 231.000 | 246.400 | 261.800 | 277.200 | 292.600 |
12 | 151.200 | 168.000 | 184.800 | 201.600 | 218.400 | 235.200 | 252.000 | 268.800 | 285.600 | 302.400 | 319.200 |
13 | 163.800 | 182.000 | 200.200 | 218.400 | 236.600 | 254.800 | 273.000 | 291.200 | 309.400 | 327.600 | 345.800 |
14 | 176.400 | 196.000 | 215.600 | 235.200 | 254.800 | 274.400 | 294.000 | 313.600 | 333.200 | 352.800 | 372.400 |
15 | 189.000 | 210.000 | 231.000 | 252.000 | 273.000 | 294.000 | 315.000 | 336.000 | 357.000 | 378.000 | 399.000 |
16 | 201.600 | 224.000 | 246.400 | 268.800 | 291.200 | 313.600 | 336.000 | 358.400 | 380.800 | 403.200 | 425.600 |
17 | 214.200 | 238.000 | 261.800 | 285.600 | 309.400 | 333.200 | 357.000 | 380.800 | 404.600 | 428.400 | 452.200 |
18 | 226.800 | 252.000 | 277.200 | 302.400 | 327.600 | 352.800 | 378.000 | 403.200 | 428.400 | 453.600 | 478.800 |
19 | 239.400 | 266.000 | 292.600 | 319.200 | 345.800 | 372.400 | 399.000 | 425.600 | 452.200 | 478.800 | 505.400 |
20 | 252.000 | 280.000 | 308.000 | 336.000 | 364.000 | 392.000 | 420.000 | 448.000 | 476.000 | 504.000 | 532.000 |
14000 | km á ári | ||||||||||
90 | 100 | 110 | 120 | 130 | 140 | 150 | 160 | 170 | 180 | 190 | |
5 | 157.500 | 175.000 | 192.500 | 210.000 | 227.500 | 245.000 | 262.500 | 280.000 | 297.500 | 315.000 | 332.500 |
6 | 189.000 | 210.000 | 231.000 | 252.000 | 273.000 | 294.000 | 315.000 | 336.000 | 357.000 | 378.000 | 399.000 |
7 | 220.500 | 245.000 | 269.500 | 294.000 | 318.500 | 343.000 | 367.500 | 392.000 | 416.500 | 441.000 | 465.500 |
8 | 252.000 | 280.000 | 308.000 | 336.000 | 364.000 | 392.000 | 420.000 | 448.000 | 476.000 | 504.000 | 532.000 |
9 | 283.500 | 315.000 | 346.500 | 378.000 | 409.500 | 441.000 | 472.500 | 504.000 | 535.500 | 567.000 | 598.500 |
10 | 315.000 | 350.000 | 385.000 | 420.000 | 455.000 | 490.000 | 525.000 | 560.000 | 595.000 | 630.000 | 665.000 |
11 | 346.500 | 385.000 | 423.500 | 462.000 | 500.500 | 539.000 | 577.500 | 616.000 | 654.500 | 693.000 | 731.500 |
12 | 378.000 | 420.000 | 462.000 | 504.000 | 546.000 | 588.000 | 630.000 | 672.000 | 714.000 | 756.000 | 798.000 |
13 | 409.500 | 455.000 | 500.500 | 546.000 | 591.500 | 637.000 | 682.500 | 728.000 | 773.500 | 819.000 | 864.500 |
14 | 441.000 | 490.000 | 539.000 | 588.000 | 637.000 | 686.000 | 735.000 | 784.000 | 833.000 | 882.000 | 931.000 |
15 | 472.500 | 525.000 | 577.500 | 630.000 | 682.500 | 735.000 | 787.500 | 840.000 | 892.500 | 945.000 | 997.500 |
16 | 504.000 | 560.000 | 616.000 | 672.000 | 728.000 | 784.000 | 840.000 | 896.000 | 952.000 | 1.008.000 | 1.064.000 |
17 | 535.500 | 595.000 | 654.500 | 714.000 | 773.500 | 833.000 | 892.500 | 952.000 | 1.011.500 | 1.071.000 | 1.130.500 |
18 | 567.000 | 630.000 | 693.000 | 756.000 | 819.000 | 882.000 | 945.000 | 1.008.000 | 1.071.000 | 1.134.000 | 1.197.000 |
19 | 598.500 | 665.000 | 731.500 | 798.000 | 864.500 | 931.000 | 997.500 | 1.064.000 | 1.130.500 | 1.197.000 | 1.263.500 |
20 | 630.000 | 700.000 | 770.000 | 840.000 | 910.000 | 980.000 | 1.050.000 | 1.120.000 | 1.190.000 | 1.260.000 | 1.330.000 |
35000 | km á ári | ||||||||||
Flokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Ef þú hefðir haft vit á því að eiga díselbíl, hefðirðu geta tekið þér tún á leigu og ráðið bónda til að rækta raps fyrir þig - bíodísel. 1 hektari gerir 1000 lítra.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 18:33
Þetta er nú ekki raunhæft reikningsdæmi hjá þér. Annars vegar að aka um á verðlausri jeppatík og hinsvegar á flunkunýjum bíl. Hverjar hefðu afborganirnar verið af jafn gömlum Yaris og jeppatíkin þín er. Nú eða Skoda. Hann eyðir víst litlu líka.
Einfalt að fá út þá niðurstöðu sem hver vill ef hann hagræðir bara forsendunum. En svo er líka hægt að spara helling með því að keyra minna og hægar.
Landfari, 19.6.2008 kl. 19:58
Bíllinn er kannski verðlaus á markaði, en hann heldur verðgildi sínu 100% hvað varðar slit og endingu. Einhver þarf að nýta bílinn, er þá ekki eins gott að það sé einhver sem keyrir mjög lítið.?
Mitt verðmætamat þarf heldur ekki að taka mið af verðinu á markaði. Ég get til dæmis ekki skilað skyrtu sem ég er búinn að rífa úr umbúðunum. Í búðinni er hún strax orðin verðlaus, en hún er óslitin og því jafn mikils virði og ný skyrta fyrir mér.
Þess vegna er ekki rétt að segja "verðlaus".
Svo er það "jeppatík". Orðið tík er notað um litla bíla, og það er nú einu sinni kosturinn við þessa eyðslufreku jeppa að þeir eru engar tíkur þegar þeir lenda í árekstri. Ég hef séð ummerki á slysstað eftir árekstur Volkswagen og Land Rover Discovery. Jeppinn keyrði burt, þurfti bara að skipta um plastið á stuðaranum. Fólksvagninn var horfinn upp að framrúðu.
Kári Harðarson, 20.6.2008 kl. 09:30
Carlos, við fengum bílinn ódýrt á sínum tíma af því hann var bensín, ekki dísel. Á þeim tíma kostaði dísel 50 kr og bensín 100 kr. Þessi munur endurspeglaðist í söluverði jeppanna svo kaupin voru góð í þeim skilningi. Ég var því alveg sáttur við kaupin.
Kári Harðarson, 20.6.2008 kl. 09:34
væntanlega kemur „verðlausi“ jeppinn manni álíka mikið milli staða og glænýi bíllinn úr kassanum. Fáránleg athugasemd.
Reyndar, með öryggi jeppanna, það er stungið svolítið gat á þá mýtu <a href="http://www.gladwell.com/2004/2004_01_12_a_suv.html">hér</a>. Löng grein, en vel þess virði að þræla sér í gegn.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:42
æi, garg, vitlaus hamur! hér er hægt að smella á þetta.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 09:43
Ég heyrði nýlega viðtal í útvarpi við kennara bílgreina í Borgarholtskóla um breytingar á bensínbílum í metanbíla. Mér skildist að skólinn tæki að sér að breyta bílum fyrir 150 þús. kr sem er efniskostnaður, en tveggja daga vinna er hluti af námi nemenda um metanbíla.
http://www.bhs.is/skolinn/frettir/nr/393
http://www.bhs.is/bilar/metan.html
Mér skildist að hægt væri að spara um helming í eldnsneytiskostnaði og bensínbíll sem eyðir venjulega um 10 l á 100 km ætti að komast um 200 km á metantankinum. Þegar fara þarf út fyrir borgina er ýtt á hnapp og bíllinn fer að brenna bensíni eins og hann var hannaður fyrir. Líka er hægt að breyta díselbílum, en það er flóknara og dýrara.
Ég er með Toyota Yaris sem eyðir um 7 - 8 l af bensíni á 100 km í innanbæjarakstri og miðað við 9.000 km árskeyrslu tæki það mig 3 - 4 ár að borga fyrir búnaðinn (ef ég þyrfti bara að borga efniskostnað en ekkert fyrir vinnuna). Ég held að nær sé fyrir mig að hjóla meira, enda þarf ég nauðsynlega að auka líkamlega hreyfingu.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 19:10
Sæll Kári,
Ég hef mikið verið að velta þessu fyrir mér og hef gert nokkrar árangurlausar tilraunir til að panta svona búnað erlendis frá. Flest fyrirtæki hafa ekki fyrir því að svara einstaklingum. En miðað við það sé ég hef séð þá kostar svona búnaður ca. 100 - 150þús (hefur líklega hækkað eitthvað eftir gengisfall síðustu daga).
Hér á landi er þó eitt fyrirtæki sem er aðeins að byrja á svona breytingum og það er Vélamiðstöðin. Ég talaði við þá um daginn og þeir áætluðu kostnað við að breyta meðalbíl yfir í Metan ca. 1.000.000,- ISK ! Við þessi svör datt botninn alveg úr þessu hjá mér og verður líklega ekkert úr breytingum nema ég komist yfir búnaðinn erlendis frá.
En ég er sammála þér hvað það varðar að stjórnvöld þurfa að styðja við svona hluti ef þeir eiga að verða að einhverju.
Láttu mig vita ef þú finnur einhvern sem er til í að selja þér búnað ;-)
Örn Jónsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:29
Árið 2005 var lögum nr. 38 frá 2000 breytt á þann veg að innfluttir metanbílar fá niðurfelldan hluta að vörugjaldi að upphæð 240 þús. kr. Sjá nánar: http://www.metan.is/user/cat/show/69/311/
Spurning er hvort ríkið sé ekki tilbúið að styrkja bíleigendur um sömu upphæð ef þeir breyta sínum bílum í metanbíla, eða m.ö.o. að endurgreiða þeim hluta af vörugjaldinu sem þeir eru þegar búnir að borga.
Samstarfskona mín reyndi mikið að kaupa metanbíl frá Heklu fyrir rúmu ári síðan, en Hekla gerði hins vegar allt til að reyna að fá hana ofan af því að kaupa slíkan bíl, þannig að lokum gafst hún upp og keypti sér Toyota Prius. Ég ræddi þetta einu sinni við Egill Jóhannsson forstjóra Brimborg og hann sagðist alveg skilja Heklu, því þetta er ný tækni fyrir bílaumboðin og bilanatíðni getur verið hærri og þjónustu stig lægra en fyrir venjulega fólksbíla. Fjöldskyldur gera hins vegar sömu kröfur til metan-einkabílsins varðandi áreiðanleika þjónustustig eins og gerðar eru til venjulegra fólksbíla.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.