Um samtengingar allra hluta

Þegar ég skipti um lag á iPhone símanum í Range Rovernum drap bíllinn á sér. Ég held það sé vegna þess að ég keypti símann í Bandaríkjunum og hann er því ekki á réttu markaðssvæði miðað við lagið sem ég valdi að spila. Samkvæmt samningi milli Apple og Land Rover slökkti síminn á bílnum í gegnum tenginguna í handfrjálsa búnaðinn og nú ég get ekki ræst bílinn þótt ég sé búinn að taka símann úr sambandi.

Ég hringdi í Bifreiðar og Landbúnaðarvélar en þeir vilja ekki gera við Range Roverinn af því ég notaði ekki viðurkennda aukahluti. Ég held að tölvan í bílnum sé ónýt. Ég hef engan lagalegan rétt því síminn var ekki keyptur í Apple búðinni enda fæst hann ekki þar því Ísland er ekki á lista yfir lönd sem Apple styður.

Þetta er vísindaskáldsaga ennþá, en mig grunar að hún verði það ekki næsta ár.

Í gamla daga framleiddu fyrirtæki vörur sem fóru í heildsölu og svo smásölu. Núna vilja mörg fyrirtæki eiga alla dreifingarkeðjuna og opna eigin verslanir. Þau haga sér eins og alheimskirkjur.  Þau mynda líka óguðlegustu bandalög með öðrum fyrirtækjum.  Apple er dæmi um svona fyritæki. Þú getur ennþá keypt
iPod og tengt við iTunes en iTunes virkar bara í sumum löndum og þú verður að vera með kreditkort frá öðru landi en Íslandi til að geta keypt lög á iTunes. Sama gildir um XBOX frá Microsoft.

Íslensk fyrirtæki leika líka þennan leik.  Ef þú ert með líftryggingu hjá Sjóvá og bankareikning hjá Glitni  færðu afslátt.  Ef þú kaupir bensínið með Visa færðu ókeypis í sund -- eða var það Mastercard? Ef ég vil skipta um banka þarf ég að skipta um húsnæðislán en ég get það ekki og ég er líka líftryggður hjá Sjóvá og hef fengið sjúkdóm í millitíðinni svo ég fæ ekki líftryggingu annars staðar.  Ætli þetta verði vísindaskáldsaga líka?

Þessi bandalög eiga eftir að koma Íslandi í koll.  Ísland er ekki land í hinni nýju veröld risafyrirtækjanna.  Ef "Ísland" birtist ekki í felliglugga þegar þú setur nýju vöruna í samband gætir þú lent í klandri.

Kannski er ekki nóg að ganga í ESB. Kannski verðum við að sækja um að verða nýlenda dana aftur til að geta valið "Denmark" í mælaborðinu næst þegar við kaupum bíl eða sjónvarp.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Frímann, Chelseatraktorinn hans Kára er of gamall til að vera nogu tölvuvæddur til að vera svona viðkvæmur og mér er til efs að hann hafi iPhone undir höndum, enda kallaði hann söguna vísindaskáldskap.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:48

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Jón Frímann:  LESA!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:49

3 identicon

Jón Frímann:  LESA!

Slappen zie af, jah?

. (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 14:33

4 identicon

Þó ég sé ekki sáttur með stöðuna á þessu hér, er ekki hægt að kenna bara apple um þetta það er erfitt lagalega að kaupa þætti ofl að utan þegar innlendir aðilar hafa keypt sýningarréttinn. Ég er reyndar ekki alveg viss en mér þykir líklegt að svipað sé farið með tónlistardreyfingu.

Hvað sem öllu líður er það gersamlega óþolandi að geta ekki keypt hluti rafrænt sem maður vill borga fyrir og verður því að beyta vafasömum aðferðum til að fá að kaupa þá, eða fara auðveldu leiðina og stela þeim.

Ég spila soldið tölvuleiki og hef sem betur fer ekki lent í neinum vandræðum með EA store og Steam, nema hvað að EA store á það til að samstilla útgáfutíma á rafrænu framboði sínu við heimsálfur, eins og ef hlutir koma síðar út í evrópu þá fæ ég ekki að spila leikinn þó ég sé búinn að ná í hann (nema ef ég beyti smá nördaskap).

Þó ég sé nokkur apple fan,  þá fannst mér ekki mjög töff að Ísland væri ekki einusinni á kortinu þegar apple kynnti 3g iphone, og minnir okkur á hversu lítil við erum. Einn framtíðarmöguleiki er að við göngum í evrópusambandið sem mögulega verður höndlað sem eitt svæði í þessum efnum í framtíðinni. Ég vona líka að evrópusambandið samþykki ekkert af þessum DMCA klónum og þaðan af verra sem uppástungur hafa verið um að undanförnu. "But I can dream Can't I"

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég sökk mér ofan í dánlód málið í desember. Leyfði fólki að ná í stuttmyndina og borga það sem því fannst hún verð. Fólk var að borga töluverðar upphæðir. Þetta var þó lítill hópur. Minnir að um 20-25 hafi borgað af tæpum 1000 sem sóttu myndina.

Það var töluvert talað um markaðinn á netinu og einhver sagði að það væri engin iTunes verslun á Íslandi því Sema (eða hvað hún heitir) á allt efni og hefur ekki áhuga á samkeppni við Tónlist.is sem er í hennar eigu. Getum við sjálfum okkur um kennt? Að einhverju leyti, sennilega.

Villi Asgeirsson, 14.7.2008 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband