Kifaru og Seglagerðin

Ég hef aðgang að forláta tjaldi sem er hannað með indjánatjöld að fyrirmynd og rúmar auðveldlega tíu manns en pakkast samt jafn lítið og dúnpoki.  Ég mæli með þessu tjaldi,  framleiðandinn er í Colorado í Bandaríkjunum og heitir Kifaru (http://www.kifaru.net).

p6280019.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir veðurátök kom rifa í toppinn á tjaldinu svo ég hringdi í framleiðandann.  Konan í símanum skoðaði mynd af tjaldinu sem ég hafði sent í tölvupósti og sagði að þessi tjalddúkur hefði verið notaður við framleiðsluna fyrir átta árum.  Hún hafði svo samband aftur og sagðist hafa fundið gamla dúkinn inn á lager og gráa efnið sem er notað við reykháfsopið.

p6280017_628858.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún sagðist ætla að senda mér bæði efnin í pósti mér að kostnaðarlausu og hún gerði það.  Við áttum huggulegt spjall í símanum og ég sendi henni fleiri ljósmyndir frá kajakferðum með tjaldið í þakkarskyni.

Næst fór ég í Seglagerðina úti í Örfirisey og sýndi þeim rifuna og spurði hvort þeir gætu gert við hana með efninu sem ég hafði meðferðis frá Kifaru. Konan í afgreiðslunni sagði að viðgerðin myndi kosta að minnsta kosti 10 þúsund krónur en annars væri ómögulegt að gefa verðmat fyrirfram.

Ég afþakkaði og spurði hvort hún gæti selt mér nylonþráð svo ég gæti saumað tjaldið sjálfur? Hún sagði nei, þau ættu bara stór kefli fyrir saumavélarnar.  Ég spurði hvort hún gæti gefið mér 1-2 metra og svarið var "Nei".

Næst spurði ég hvort hún ætti lím svo ég gæti límt efnið á sinn stað áður en ég saumaði það?  Hún sýndi mér túbu og sagði að hún kostaði 1.500 krónur. Þar með þakkaði ég fyrir og kvaddi.

Þetta sama tjaldlím fann ég í 66Norður fyrir 600 krónur.

lim.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Nylon bandið hirti ég af flugdrekakefli og svo saumaði ég tjaldið sjálfur úti í góða veðrinu og var snöggur að.

p7190027.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru ólíkar sögur, af viðskiptum mínum við konurnar hjá hinu ameríska Kifaru fyrirtæki og hjá hinni íslensku seglagerð.

Ein skýring sem ég hef á þessu framferði er að í ameríska fyrirtækinu fari saman völd og ábyrgð. Ég hafði á tilfinningunni að konunni stæði alls ekki á sama hvernig hún skildi við mig. Ég yrði að fá lausn minna mála. Ég hef heyrt að í Wal-mart megi starfsfólk taka völdin í eigin hendur til að kúnninn fari glaður út úr búðinni.  Samt vinna tugþúsundir hjá Wal-mart.  Þetta hlýtur því að fara eftir hugarfari í fyrirtækinu en ekki stærð þess.

Það getur verið að konan hjá Seglagerðinni sé að framfylgja stefnu fyrirtækisins.  Hennar markmið sé að rukka alla sem koma um tíu þúsund krónur að minnsta kosti, annars séu þeir eyðsla á tíma og ekki kúnnar sem er þess virði að eltast við.  Ég virði líka þá stefnu en ég syng samt lof Kifaru og ekki Seglagerðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skoðaði myndirnar á heimasíðu Kifaru. Í ljósu umræðunnar um loftlagsmál og af áhyggjum manna af mengun, þá er óheppilegt að láta sjást svona mikið af eldi og reyk á myndunum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 07:08

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skemmtileg saga Kári.. þetta er líka saga af þjónustulund íslenskra fyrirtækja almennt..

Húnbogi, hvaða röfl er þetta hjá þér ?? 

Óskar Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 08:24

3 identicon

Sæll

Nú hef ég nýlega fyrir hönd félagasamtaka sem ég er meðlimur í, fjárfest í lúxus hóptjaldi frá Tjaldborg, sem er staðsett á Hellu. Tjaldið heitir Sveinstindur og er líklega tvöfalt stærra en indjánatjaldið þitt góða. Ég hef mikla og góða reynslu af slíkum tjöldum og má sjá þau víða á tjaldstæðum landsins enda vinsæl af ferðaskrifstofum og gædum.
Þjónustan sem ég hef fengið hjá Tjaldborg er traust og góð og gæti ég vel trúað að þeir geti reddað þér smá tvinna ef þú lendir aftur í vandræðum.

Rétt er þó að taka fram að Tjaldborgar tjöld pakkast ekki alveg eins lítið og Kifaru, við erum meira að tala um stóran sjópoka. Þau eru kannski sterkari fyrir vikið.

p.s. skemmtilegar myndirnar á kifaru!

Sveinborg (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband