Hvað veldur?

Þegar vinnupallarnir við Tryggvagötu fóru niður kom í ljós hús sem passar ekki inn í götumyndina, yfirgnæfir gamla húsið við hliðina, er ljótt þótt það stæði eitt og sér, og mun verða minnismerki um verktakaveldið sem hefur verið við lýði.

IMG_0223

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var víst maður að nafni Hanlon sem fyrstur skrifaði: Ekki álykta að um samsæri sé að ræða þegar fávitaháttur getur útskýrt hlutina.

Mér finnst freistandi að útskýra þessa byggingu þannig að verktakar hafi borgað réttum mönnum fyrir rétt til að byggja þetta skrýmsli þarna til að hámarka ágóðann af landinu.  Samt getur verið að borgin hafi bara leyft bygginguna án þess að neinn hafi fengið borgað undir borðið.  Hvor skýringin er betri vitnisburður um starf borgaryfirvalda?

Er þetta kannski rugl í mér?  Getur verið að ég finni fræðimenn í arkitektúr sem segja að þessi bygging sé nákvæmlega það sem staðurinn og stundin kallaði á?

Tilsýndar virðist bygginging vera gerð úr fjöldaframleiddum einingum á ódýran hátt og hún ber ekkert vitni um nostur eða fínerí.  Hún er í hrópandi andstöðu við þesa frægu nítjándu (tuttugustu?) aldar borgarmynd sem Ólafur fráfarandi borgarstjóri var að reyna að vernda.  Ég vona að ímigustur á Ólafi verði þess ekki valdandi að málefnin sem hann stóð réttilega fyrir verði forsmáð.

--- 

Misheppnað smartkortakerfi í strætó og sundstaði var orðið þekktur skandall fyrir fjórum árum.  Sundgestir hafa horft upp á ónotuð aðgangshlið á sundstöðum lengi án þess að spyrja neinna spurninga.

Það sem mér finnst fréttnæmt er að einhver fjölmiðill sé fyrst að skrifa um það núna.  Getur verið að það henti Morgunblaðinu að blása þetta upp því fylgi sjálfstæðismanna í borginni er svo lítið?  Alvöru fjölmiðlar hefðu tekið málið föstum tökum fyrir lifandis löngu.  Af hverju núna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Er þetta ekki fallegt Kári. Ég var að skrifa um þetta fyrir stuttu, en í gær bætti ég nokkrum linkum við sem sýna alla strandlengjuna, eða frá tónlistarhúsi til væntanlegrar uppfyllingar við Örfirisey. Takið eftir öllum blokkunum á hafnarbakkanum þar sem járnbrautarlestin stendur núna.

Sturla Snorrason, 18.8.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Hér er linkur á greinina mína.

Sturla Snorrason, 18.8.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Meira að segja arkitektúrheftir einstaklíngar sem ég, sjá hvað þetta er forljótt & fellur illa inn í nágrennið, aukin heldur sem þetta skemmdi gamla Naustsportið.

Steingrímur Helgason, 18.8.2008 kl. 23:41

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er algjör horror!

Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 00:11

5 identicon

Þjóðverjar byggðu svona eftir stríð og fram á áttunda áratuginn, sbr. þetta dæmi frá Frankfurt en þar sést tollhús frá síðmiðöldum í rómönskum stíl og nútíma plötubygging. Sem betur fer hefur þeim lærst að varðveita gömul hús þannig að þau halda notkunargildi og útliti.

Ég veit ekki hvort kalla má þetta afrakstur skertrar heilastarfssemi (hvers eiga þroskaheftir að gjalda?). Nægir að benda á að við endurtökum mistök nútímasamfélaga, þrjátíu árum eftir að þau bættu sín ráð. Ég kalla þetta hátterni nýríkisdæmi, í ætt við gullæði. Það má líka kalla þetta skort á menningu.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 06:22

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nú kemurðu aldeilis við kaunin í mér. Ég setti inn myndir af þessu hér og fékk senda mynd af bakhlið Naustsins áður en þetta skrímsli var reist sem ég birti líka.

Þar sem ég á heima þarna rétt hjá hef ég fylgst með því sem fram fer. Það er misskilningur hjá Sturlu að það eigi að byggja á hafnarbakkanum þar sem Bríet stendur. Ég held að búið sé að samþykkja að verbúðirnar fái að standa.

En strandlengjan frá Ægisgarði að Ánanaustum verður byggð austantjaldsblokkum. Sagt er að þær verði "bara" 5 hæðir en eins og einn ágætur arkitekt benti á í útvarpsviðtali í fyrra er vísara að vefengja það því hæðin verður 21 metri og hann reiknaði 3 metra á hæð sem gerir 7 hæðir.

Þessi ferlíki munu skyggja á lágvöxnu byggðina við Nýlendugötu og Vesturgötu og taka alla sjávar- og fjallasýn frá íbúum þar. Svo eru arkitektarnir með fögur orð um ímyndað "mannlíf" í kringum þessa blokkarbyggð. Og skipulagsyfirvöld hlýða.

Svo er áætlað að reisa óskaplegt ferlíki í hring - Seljavegur, Vesturgata, Ánanaust, Tryggvagata - kallað Héðinsreitur. Ef ég kynni að setja inn myndir hér í athugasemdirnar myndi ég festa við frétt með mynd úr Mogga frá 1. febrúar sl. með hrollvekjandi framtíðarsýn.

Var ekki í fréttum árið 2006 að vinum og ættingjum háttsetts borgarstjórnarmanns  var leyft að kaupa upp lóðir í Örfirisey? Þar er áætluð allt að 25 þúsund manna byggð. Ekki er enn búið að leysa umferðarvandann sem af þessu myndi hljótast.

En það þarf að bjarga verktökum - líka þeim sem hafa farið of geyst og offjárfest í fullkominni heimsku. Til þess er nú Óskar Bergsson, húsasmiður, mættur á svæðið.

Ég er farin að vísa í Sigmund Davíð - alltaf, um allt borgarskipulag. Hann veit hvað hann syngur og það er varla hægt annað en vera innilega sammála honum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.8.2008 kl. 10:10

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hlakka til að sjá örvitana sem flytja inn í þetta skítsæla hrófatildur.

Þorsteinn Briem, 19.8.2008 kl. 22:11

8 identicon

Sæll Kári.

Algjörlega sammála, þetta hús er skipulagsslys af verstu gerð.

Eftir að hafa séð "vinningstillögu" að Listaháskóla þá fór ég að velta þessum nýjustu byggingum Reykjavíkur fyrir mér og ræða við arkitekta ofl. sem vit eiga að hafa á hönnun bygginga.

Mín niðurstaða er einföld.

Margir arkitektar og hönnuðir í dag eru drullu latir og hugmyndasnauðir með öllu. Þegar farið var að tölvuhanna byggingar þá hvarf allur frumleiki. Það er svo auðvelt að draga beinar línur í tölvu, gera kassa og einföld form. Með "copy og paste" er svo heilu blokkunum eða háskóla raðað saman. Einfalt, fljótlegt, ódýrt. Útkoman er svo álíka fögur og gámastæðurnar niðri í Sundahöfn. 

Sem sannar svo enn og aftur að skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru algjörlega vanhæf og hafa enga sýn á heildarmynd þessarar undarlegu borgar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 12:40

9 Smámynd: Kári Harðarson

Ég fékk sambæriilega skýringu, að það væri búið að "abstracta" vinnuna of mikið.  Reitirnir í borginni eru sýndir sem stórir hvítir kassar á tölvugerðri yfirlitsmynd sem er kynnt í nefnd og sagt að þarna verði hannað hús inn í hvíta kassann.  "Drífum í þessu" segir einhver.  Málið afgreitt.

Ég sá ekki mynd af húsinu sem reis við Tryggvagötu áður en það var byggt.  Í hvaða dagblaði var húsið kynnt, hvar var umræðan.  Man það einhver?

Kári Harðarson, 20.8.2008 kl. 13:08

10 Smámynd: Sigurjón

Varðandi seinni málsgreinina:

Ef einhverjir ,,alvöru" fjölmiðlar hefðu tekið þetta fyrir fyrir lifandis löngu, eru greinilega engir ,,alvöru" fjölmiðlar hér á landi, því enginn fjölmiðill virtist veita þessu athygli fyrr.

Að halda því fram að Mogginn sé enn að vinna fyrir íhaldið, er gömul og þreytt klisja... 

Sigurjón, 23.8.2008 kl. 02:53

11 Smámynd: Kári Harðarson

Ég "googlaði" smartkort og fann elstu tilvitnun í kerfið hér, 15.mars 2007.

http://www.malefnin.com/ib/index.php?showtopic=99562&pid=1146306&mode=threaded&show=&st=0

Þar stendur:

Svo er einnig verulega mörg mál, sem eru enn óuppgerð og hafa svona flotið um, svo sem Smartkortakerfið, sem fáir eða öngvir vilja nú kannast við að hafa bryddað uppá.

Þetta er amk. ekki ný frétt.  Ég ætla ekki að gefa mér að það sé tilviljun að þetta hafi birst í mogganum núna en mér finnst samt furðulegt að enginn fjölmiðill hafi fylgst með þessu kortakerfi hjá borginni í allan þennan tíma.

Kári Harðarson, 23.8.2008 kl. 15:09

12 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég fór fyrst að hafa áhuga á skipulagsmálum og húsvernd þegar kveikt var í bakhúsi við Bernharðstorfuna. Það jók svo áhugann þegar ákveðið var að rífa Fjalaköttinn í tíð Íhaldsins - fyrir tíð R-listans. R-listinn bætti svo um betur og klúðraði svo skipulagsmálum í borginni að það stendur ekki lengur steinn yfir steini í Reykjavík. Ömurlegheitin við Tryggvagötu gott dæmi um það. Framsóknar-íhaldið sem nú er við völd mun svo örugglega klára hryðjuverkið næstu mánuði og breyta "gamla bænum" endanlega í nútímagettó.

Ég tel það fullvíst að skipulagsmál í Reykjavík stjórnist af heimsku, spillingu og pólitískum afglapahætti. Ég mæli með því að flestar gler og álbyggingar sem reistar hafa verið í 101 síðustu misserin verði rifin svo gamli bærinn geti endurheimt sín fyrri gæði.

Magnús Bergsson, 26.8.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband