Ef ekki súrefni, þá hvað?

Ég skil ekki hvers vegna rörið innihélt ekki andrúmsloft.  Hvaða lofttegund var þá í rörinu?  Ef ég tæmi vatnstank sogast venjulegt andrúmsloft inn í tankinn í staðinn fyrir vatnið.

Ég hef lesið að fólk í grennd við eldfjöll kafni vegna þess að eitraðar gufur setjast í dali í grenndinni ef veðrið er stillt.  Fylgja þessar sömu eiturgufur vatnsgufunni sem við erum að virkja?

Það er ekki hægt að ætlast til að Rúmenarnir viti um eiturgufur en hvað með starfsmenn Orkuveitunnar?

 


mbl.is Fóru inn í gufulögn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Magn brennisteinsvetnis í jarðgufuvirkjunum í gufu á háhitasvæðum er gríðarlegt. Það myndast líka í eldgosum. Brennisteinsvetni er eiturefni, það er þyngra en andrúmsloftið og sest því í dældir, lægðir og þess vegna kjallaratröppur. Það berst nú í áður óþekktu magni yfir suðvesturhorn landsins frá Hellisheiðarvirkjun og ef virkjanahugmyndir á Hengilssvæðinu ganga eftir mun bætast verulega við eiturgufurnar sem við öndum að okkur.

Ég bendi á nokkur viðtöl í tónspilaranum á bloggsíðunni minni sem fjalla um hættur af brennisteinsvetni. Fimmtudaginn 14. ágúst, fyrir réttri viku, var fróðleg grein í Morgunblaðinu eftir Pálma Stefánsson, efnaverkfræðing, þar sem hann fór yfir mengunarvalda í andrúmsloftinu. Pálmi bendir þar á að brennisteinsvetnismengun frá jarðvarmavirkjunum hindri súrefnisupptöku og lami öndunina. Ég á þessa grein og get sent hana í tölvupósti hverjum sem lesa vill.

Ekki veit ég hvort brennisteinsvetni olli dauða mannanna. Vonandi verður það upplýst.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.8.2008 kl. 11:53

2 identicon

Manstu eftir slysinu við Veiðivötn? Þá gerðist það að fólk kom inn í velbyggðan og þéttan skálann og byjaði á því að kveikja á kertum sem svo eins og þau "át" upp allt súrefnið og eftir var bara co 2 sem er það sem við öndum frá okkur.

Þar sem skálinn var mjög þéttur þá féll súrefnið niður fyrir 20% sem er það sem menn og dýr þurfa til að lifa af. Afleiðingarnar voru yfirlið og dauði rétt á eftir.

kv Óli

óli (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 12:05

3 Smámynd: Einar Þór Strand

Reyndar komumst við vel af með minna en 20% súrefni en hvað með það þá getur CO2 myndast við ýmsar aðstæður í lokuðum rýmum svo sem vegna ryðmyndunar og fl. og svokölluð tanka slys eru hafa verið þekkt mjög lengi.

Einar Þór Strand, 21.8.2008 kl. 12:52

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ætli þetta hafi ekki bara verið misskilningur milli þessara ólánsama starfsmanna og einhverjum yfirmönnum hvenær átti að fara inn í rörin og vinna þar. Mjög oft hafa verið tungumálaerfiðleika með erlendum starfsmönnum, sem betur fer ekki með slíkum skelfilegum afleiðingum

Úrsúla Jünemann, 21.8.2008 kl. 20:39

5 identicon

Þegar skrúfað er fyrir rör sem inniheldur eingöngu heita vatnsgufu undir bullandi þrýstingi, rörið kælt og þrýstingi hleypt af, gefur auga leið að rörið inniheldur eingöngu það sem í því var, sumsé vatnsgufu ásamt þeim aukaefnum sem í vatninu kunna að vera. Til viðbótar eru þau efni sem myndast við að skera hliðina úr rörinu.

Hrannar (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband