Halldór regnbogabarn?

Hér er skilgreining á einelti samkvæmt heimasíðu Regnbogabarna:

“Einelti er skilgreint sem  endurtekin eða viðstöðulaust áreyti/ valdbeiting, munnleg,  sálfræðileg eða líkamleg, framkvæmdar af einstaklingi eða hóp einstaklinga sem beita sér gegn annarri manneskju eða hóp einstaklinga gegn þeirra vilja.”

Dan Olweus skilgreinir einelti þannig að  það sé einstaklingur sem lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri.?Roland telur einelti vera langa og kerfisbundna notkun ofbeldis, andlegs eða líkamlegs, gagnvart einstaklingi sem ekki getur varið sig í aðstæðunum. Bjorkquist og fleiri segja einelti vera ákveðna tegund ýgi/árásargirni sem sé í raun félagsleg.?

Pikas heldur því fram að nauðsynlegt viðmið til að meta einelti sé að það sé neikvæð hegðun frá tveimur eða fleiri einstaklingum gagnvart einum einstaklingi eða hópi. ?

Besag segir að í Bretlandi sé það talið einelti þegar einn einstaklingur ræðst á einhvern hátt gegn einum einstaklingi, hópi eða hópur ræðst gegn hópi eða hópur gegn einstaklingi.

Það er til dæmis einelti þegar eitthvað af eftirfarandi er framkvæmt.

- Uppnefningar og baktal
- Sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði
- Telja fólki frá því að spjalla eða vingast við ákveðna einstaklinga
- Þegar gert er grín af öðrum vegna útlits eða þyngdar
- Hæðst af menningu, trú eða húðlit eintaklings
- Hæðst af fötlum eða heilsuleysi
- Þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum
- Gert grín ítrekað af einstakling sem tekur því nærri sér
- Illkvittin sms eða netpóstur
- Þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum
- Eigur annara eyðilagðar
- Líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið, hrækt eða fellt einstakling
 

 

Mér sýnist þessi skilgreining vera svo víð að Halldór og félagar geta alveg kvartað undan einelti.

Það verður þá svo að vera.  Með sömu rökum hefði Hitler getað kvartað undan einelti í lokin.

 

 


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Halldór Hitler? Hmmmmmm ....? Athyglisvert!

Flosi Kristjánsson, 3.2.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Adolf Blöndal.

Heimir Tómasson, 4.2.2009 kl. 06:21

3 Smámynd: Kári Harðarson

Þeir eru á góðum launum, í forréttindastarfi en í þannig embættum ættu menn að búast við því að þurfa að taka pokann sinn með litlum fyrirvara.

Venjulega eru menn annaðhvort með há laun og lítið starfsöryggi eða öfugt.  Þeir virðast hafa bæði.

Landið fór á hausinn á þeirra vakt, og af prinsipp ástæðum verður að ráða í stöðurnar aftur.  Það er ekki eins og það eigi að fangelsa þá.

Mikið vildi ég að þeir hefðu manndóm til að gera þetta óumbeðnir eins og tíðkast í siðmenntuðum löndum.

Kári Harðarson, 4.2.2009 kl. 11:56

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Það er mikið til í þessu. Ég hef verið á lágu kennarakaupi allt mitt líf en held þó vinnu núna. Þessir hálaunuðu menn mega alveg við því að missa stöðuna sína. Þeir hafa einfaldlega ekki staðið sig. En afsögn tíðkast ekki á þeim bæ, því miður.

Úrsúla Jünemann, 4.2.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband