Am I boring you?

Ég á hleðsluborvél frá Black & Decker.  Rafhlaðan var orðin slöpp og ég ætlaði að fá nýja í Byko.  Þeir sögðust ekki selja slíkar, betra væri að kaupa nýja borvél því rafhlöður væru í svo óhagstæðum tollflokki. 

Ný borvél með tveim rafhlöðum væri ódýrari en ein ný rafhlaða því fyrri varan lendir í tollflokki með verkfærum, líka rafhlöðurnar sem fylgja.

Höfum við efni á að henda stríheilum borvélum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þú getur tengt gömlu borvélina við bílinn og haft hana þar. Það getur verið ágætt að hafa borvélar með sér í ferðalagið ef þú tíl dæmis þarft að skrúf upp hillu í tjaldinu.

Offari, 6.4.2009 kl. 17:25

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er undarlegt að rafhlöðurnar í þessa vél skuli vera svo dýrar. Alltaf er leitt að henda vélum og algjör sóun.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á endanum græðir enginn á þessu. Þetta er skýrt dæmi um hugsunarhátt sem þarf að útrýma úr efnahagskerfinu svo það geti gengið upp án þess að hrynja með reglulegu millibili!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2009 kl. 22:54

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Boring me ?   No way, meira svona takk.   Rafhlöður,  tollflokkar, borvélar, efnahagskerfi, hillur, skrúfur, vélar, sóun, hrun,  gömul borvél tengd við bíl. 

Og nóttin er ung...

Svefngalsi

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.4.2009 kl. 03:47

5 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Þetta er náttúrulega bara mistök í töllflokkun. Þó þetta sé rafhlaða þá er eðli þessarar rafhlöðu frekar varahlutur í borvél en rafhlaða.

Þar fyrir utan er náttúrulega eðlilegt að hafa hana í bílnum. Ég legg til að þú riggir hana fasta frammi í húddi. Tengir við viftureim og látir hana framleieða rafmagn. Rafmagnið nýtir þú svo í að framleiða vetni sem svo bíllinn brennir og þú segir bílinn þinn vera tinna.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 7.4.2009 kl. 14:21

6 identicon

Hefur þér dottið í hug að senda út eftir þessu, til dæmis svona? Síðan er bara að finna einhvern sem er til í að flytja þetta heim fyrir þig, shopusa eða hlst. Dálítið flækjustig en hvað gerir maður ekki fyrir vistkerfið.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband