20.5.2009 | 11:13
NÚ ER ÉG HNEYKSLAÐUR!
Ég pantaði tíma eftir hádegi í dag hjá rakarastofunni Laugavegi 178.
Svo hringdi ég aftur og spurði: "Hvað kostar herraklipping?"
"Það fer nú eftir ýmsu" var svarið.
"Ég meina bara venjulega herraklippingu, snyrta" sagði ég.
"Það er svo breytilegt."
"Eruð þið ekki með neina verðskrá?"
"Ég má ekki vera að því að ræða einhverja verðskrár greinargerð við þig í símann, vertu blessaður!"
Maður inn á rakarastofunni skellti á mig!
Ég tek fram að þetta er stofan sem ég var vanur að fara á. Ekki lengur.
PS: Ég gúglaði þessa stofu og fékk þessa síðu:
http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t93987.html
Ég dreg þá ályktun að eigandinn hafi lent í útistöðum við kúnna áður og ruglað mér saman við einn af þeim sem áttu eitthvað sökótt við hann.
Flokkur: Neytendamál | Breytt s.d. kl. 11:20 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Júní 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Nóvember 2006
- Október 2006
Færsluflokkar
Tenglar
Góðir hlekkir
- Tómas Atli Ponzi Ég hef alltaf litið upp til þessa manns.
- Verulega flottar Íslandsmyndir
- Jóhann Jökull Ásmundsson Svona góður húmor er vandfundinn
Bloggvinir
- malacai
- andres
- halkatla
- annabjo
- kruttina
- arndisthor
- baldurkr
- biggijoakims
- veiran
- birgitta
- brjann
- gattin
- dofri
- einarolafsson
- ea
- fhg
- fsfi
- valgeir
- gretaulfs
- laugardalur
- gudbjorng
- amadeus
- goodster
- neytendatalsmadur
- haukurn
- heidistrand
- rattati
- herdisthorvaldsdottir
- hildigunnurr
- drum
- kjarninn
- hlaup
- don
- instan
- johannbj
- jon-o-vilhjalmsson
- jonaa
- jonastryggvi
- juliusvalsson
- askja
- photo
- kristjanb
- leifurl
- larahanna
- lara
- madddy
- marinogn
- mortenl
- manisvans
- paul
- palmig
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ruth777
- badi
- hjolina
- sij
- siggisig
- stefanjonsson
- lehamzdr
- svatli
- sveinnolafsson
- stormsker
- saemi7
- gudni-is
- hreinsamviska
- jonr
- agustakj
- hugdettan
- astromix
- olafurthorsteins
- omarragnarsson
- skari60
- skrifa
- thorsteinnhelgi
- inami
- thoragud
- toti2282
- arnid
- bjarnihardar
- tilveran-i-esb
- hordurhalldorsson
- kamasutra
- sigurjons
- tryggvigunnarhansen
- toro
Bækur
Ómissandi bækur
Bækur sem ég myndi taka með mér á eyðieyju
-
Everett Rogers: The diffusion of Innovation (ISBN: 0029266718)
Þessi bók kom mér í skiling um að félagsfræði á erindi við tölvunarfræðinga -
Robert M. Pirzig: Zen and the art of Motorcycle Maintenance (ISBN: 0688002307)
Ég sé alltaf eitthvað nýtt í þessari bók
Athugasemdir
þegar ég fór síðast til Kaupmannahafnar sá ég 100 krónu tilboð og í London 10 punda tilboð. Sá ég eftir að vera nýbúin að klippa mig fyrir tæpan3000 kall. Engin tilboð í gangi heima.Ég var 2006 í Köben og var því munurinn þrefaldur á þessari þjónustu.Klippingin í Köben hefur reyndar snarhækkað, rokið úr 100 kr dk . í 100 kr dk.´semsagt farið úr 1000 kalli upp í 2500 kall íslenskar.
Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:38
Ég fer bara til Villa Þórs og borga 3900 kall í hvert skipti, en fæ alveg listagóða klippingu og fer sæll og glaður frá honum í hvert skipti..
Óskar Þorkelsson, 20.5.2009 kl. 12:53
Ég fór í gær til Torfa Geirmunds(rétt hjá Hlemmi) og fékk fína herraklippingu fyrir 2900 kr.
Páll B (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:37
Rakarastofa Ágústar og Garðars Suðurlandsbraut 10. Klikkar ekki (ca. 3700kr minnir mig). :)
Jóhannes Reykdal, 20.5.2009 kl. 13:44
ég keypti mér hárklippur í Elko fyrir ca. 3 árum, kostuðu þá um 4000 kr., hef ekki reiknað sparnaðinn...
G.B (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 14:06
Ágæt sagan af konunni sem fór fyrir nokkrum árum á rakarastofu og spurði hvað dömuklipping kostaði. 5000 kr, var svarið. "En hvað kostar herraklipping?" 2000 kr, var svarað. Þá sagði hún: "ég ætla þá að fá herraklippingu".
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 15:46
hvað varstu að ergja barberinn með svona spurningu - þú hlýtur að muna hvað þú borgaðir síðast ?
Jón Snæbjörnsson, 20.5.2009 kl. 17:16
meinarðu að hann hafi ruglast á þér og Kolfinnu? síðast þegar ég heyrði þig tala hljómaðirðu ekkert sérlega kvenlega.
annars get ég alveg mælt með honum Jörgeni í Lindunum. þekki hann reyndar ekki sem klippara, enda hefur blessuð náttúran séð til þess að ég þarf ekki að sólunda peningum í klipperí ;) ég get hinsvegar mælt með honum sem samviskusömum og vandvirkum eðal náunga.
Brjánn Guðjónsson, 20.5.2009 kl. 19:05
Ég sé í hendi mér að hann hefur heyrt að hér var einn af þessum s.k. neyslunerdum á ferðinni og verið snöggur að ljúka samtalinu. Ég mæli með Fausto á Hverfisgötunni ef menn hafa þolinmæði til að hlusta á langar veiðisögur.
Hlaupasamtök Lýðveldisins, 20.5.2009 kl. 20:24
Fór í Hárflikk til Pálínu við Lönguhlíð.
Hún klippti mig vel fyrir 2800 krónur. Allt er gott sem endar vel.
Kári Harðarson, 21.5.2009 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.