"Vofa gengur nú ljósum logum..."

Þeir Karl Marx og Friedrich Engels gáfu út kommúnistaávarpið 1848.  Ég hef ekki lesið það en mér er sagt að það sé nánast lýsing á því sem hefur verið að gerast hér á Íslandi upp á síðkastið.

Ég hélt að þetta væri úrelt speki, enda komu Stalín og fleiri ansi miklu óorði á kommúnisma, en nú þegar flestöll fyrirtæki eru í eigu ríkisins er eins gott að rifja upp út á hvað þetta gengur.  Kapítalisminn er amk. jafn lemstraður og kommúnisminn í mínum huga þessa dagana og framtíðaskipulag hér á landi verður að vera eitthvert sambland af báðu.

 communist-manifesto.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ávarpið hefur verið endurútgefið af hinu íslenska bókmenntafélagi, þýtt af Sverri Kristjánssyni.

PDF skjal á ensku er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kommúnismi=samþjöppun valds .Kapítalismi=samþjöppun auðs .Auður og völd mega aldrei safnast á of  fáar hendur.

Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 20:55

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

semsagt, víkingaævintýri síðustu ára er, by definition (Hörður halldórs) kommúnismi? samkvæmt skilgreiningu um samþjöppun auðs.

Brjánn Guðjónsson, 27.5.2009 kl. 23:58

3 identicon

"Owners of capital will stimulate working class to buy more and more of expensive goods, houses and technology, pushing them to take more and more expensive credits, until their debt becomes unbearable. The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be nationalized, and State will have to take the road which will eventually lead to communism."

Karl Marx, 1867

Árni Richard (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 07:40

4 Smámynd: Kári Harðarson

Einu sinni hélt ég að ég einn af þessum ríku í forréttindastétt af því ég gat keypt mér bjór og sjónvarp.  Hins vegar þurfti ég að heita ævilangri þrælkun til að fá nokkra fermetra af eyjunni sem ég fæddist á.  Ég var smá tíma að fatta þetta, ég hélt alltaf að ég væri ekki einn af öreigunum sem Marx var að skrifa um.

Kári Harðarson, 29.5.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband