Apple Approved?

Apple heimurinn er með eindæmum lokaður, eins og hálfgerður sértrúarsöfnuður.  Ég átti ágæt Bluetooth heyrnartól en þau virkuðu ekki með iPhone af því þau eru ekki frá Apple heldur frá Plantronics.  Samt er Bluetooth opinn staðall.

Ég vona að nýja lifrin hans Jobs geri það sem hún á að gera þótt hún sé ekki "Approved Hardware" fyrir hans sálarhulstur.  Sennilega hafa læknarnir blekkt líkama Jobs til að taka hana í notkun.  Jobs sjálfur myndi lögsækja þá fyrir það ef hann hugsaði um líkama sinn eins og tölvurnar sem hann selur.  Ojæja...

 

latest-app-store-rejections-me-so-holly-and-drivetrain.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Jobs aftur til vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kannski það sé mín sértrú, en ég forðast allt sem ber Apple lógóið

Brjánn Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 12:44

2 Smámynd: Kári Harðarson

Ég segi sama.  Þetta er þægilegt ef maður vill vera "Eloi" en ég lít á mig sem "Morloch".

Kári Harðarson, 23.6.2009 kl. 13:35

3 identicon

Ertu nú alveg viss um að þau virki ekki með iPhone? 2 mínútur á Google fundu ekkert svona vesen hjá fólki sem ekki lagaðist við að lesa pairing leiðbeiningarnar aftur:-).

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:54

4 Smámynd: Kári Harðarson

Nei, ég held að þetta hafi verið lagfært í 3g símanum en hafi verið til staðar í mínum síma.  Af hverju fæst ekki 3g síminn hér annars?

Kári Harðarson, 23.6.2009 kl. 14:01

5 identicon

Ég lenti í samskonar vandræðum. Er með 3G síma. Playtronics bluetooth græja sem virkaði fínt... en bara ekki með iPhone. Þurfti að kaupa aðra (og dýrari) gerð til að allt virkaði sem skildi. Ég leitaði á netinu og komst einfaldlega að því að iPhone 3G væri ekki með stuðning fyrir gömlu græjuna... eins undarlegt og það kann að hljóma (staðall og allt það).

 J#

Jónas Antonsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:34

6 identicon

Appel er fyrir þá sem kunna ekkert á tölvur... að mestu 99%
Eða er tölvan sem fólk sem veit ekkert um tölvur heldur að séu bestar

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:15

7 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Apple eru óþolandi vörur. Menn þar á bæ gera sér alveg sérstakar ferðir til að hindra "compatability"(samræmi) við Linux kerfi.

Jón Gunnar Bjarkan, 23.6.2009 kl. 18:03

8 identicon

Apple hefur risið upp eins og Fönix á undanförnum áratug. Heiður má Jobs eiga fyrir þetta kraftaverk. Enda ekki auðvelt í ströngu umhverfi þar sem windows urrar harkalega á nýja samkeppni.

Ég persónulega ÞOLI ekki Apple dótið en félagar mínir og kona tala vel um þessar vörur. Tölva betri helmingsins bilaði eftir 8 mán þjónustu og er ég í stökustu vandræðum með að kippa því í liðinn.

Mörg vandræðin hef ég átt með windows tölvunum mínum, en alltaf hef ég á endanum náð að redda þeim vandamálum með ásættanlegri niðurstöðu.

Apple-tölvu vandamál konunnar, aftur á móti, er stærra en ágætis tölvuþekking mín í dag er. Ég spyr því ... eru Apple tölvur í raun eins "notendavænar" og af er látið??

Í það minnsta hafa flestir notendur sem ég þekki til, þurft að leita á náðir fagmanna, til að hnoða hjartagjörfan í meistaraverkunum sem bera ávaxtalógóið.

En vissulega er ALLT hræðilegt sem Bill, vinur okkar, kemur nálægt !!!

runar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:04

9 identicon

Ég kem úr 15 ára notkun á Windows, setti saman allar mínar tölvur og hafði gaman af. En síðan kinntist ég Apple og sé mig ekki snú til baka.. ever... Redda öllum mínu vandamálum sjálfur og er að keyra UNIX kerfi sem er mun öruggara, stabílla og betra á allan hátt en Windows! Yfirleitt þeir sem eru að tala ílla um Apple tölvur gera það eingöngu án þess að hafa nokkurt einasta vit á því um hvað þeir eru að tala. Ég þekki PC tölvur virkilega vel nota eina slíka með Linux kerfi á í dag, enda færi ég aldrei aftur yfir í hræðilegasta kerfi sem til er aftur, Windows...

Siggi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 18:21

10 Smámynd: Kári Harðarson

Ég get ekki notað iPhone símann sem mótald við tölvuna þótt hann sé með bluetooth og GPRS.

Ég get ekki afritað lög af heimilistölvunni og vinnutölvunni, iPhone hótar að eyða lagasafninu ef ég tengi við "vitlausa" tölvu.  (Já, ég veit að MediaMonkey kemst í kringum þetta).

Ég get ekki sótt lög af þráðlausa netinu, ég verð að tengja símann með snúru við tölvu og fara í gegnum iTunes.

Ég má ekki senda mynd sem MMS myndskilaboð.

Sumt af þessu höfðu Apple kannski ekki tíma til að klára í fyrstu útgáfu en nú eru komnar nokkrar uppfærslur af stýrikerfinu og ekki bólar á að gera hann opnari.

Kári Harðarson, 23.6.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Einar Steinsson

Það hafa í gegnum tíðina nokkur Apple forrit eins og t.d. iTunes og QuickTimes og fleiri ratað í mínar tölvur og þvílíkt drasl, þeim hefur ætíð verið vísað hið snarasta á dyr aftur. Ef þetta dót er það sem Apple sértrúarsöfnuðurinn situr uppi með þá er þeim vorkunn. Síðan er það viðskipta hlutinn hjá Apple, Microsoft eru oft gagnrýndir fyrir vafasama viðskiptahætti og það er alls ekki að ósekju en við hliðina á Apple líta þeir út eins og kórdrengir.

En þeir mega eiga það að sá vélbúnaður sem þeir senda frá sér er yfirleitt fyrsta flokks. Nokkrir vinnufélagar mínir keyptu Apple tölvur eftir að þeir skiptu yfir í Intel örgjörva og reyndu að samfæra okkur hina um að þetta væri svo frábært, þeir fóru samt fljótlega að keyra Windows XP í "sýndarvél" undir Apple en hentu síðan einn eftir annan Apple dótinu alveg út og nota Apple vélarnar í dag einfaldlega með Windows vélar!

Einar Steinsson, 23.6.2009 kl. 23:10

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Skil ekki afhverju ríkisstjórnin fer ekki í linux væðingu núna þegar á að fara skera niður. Ég hef fundið út að flestir þeir sem ég tala við og hvet til að fara yfir í Linux hafna því, en svo þegar maður fer að spyrja þá út í hvað þeir vita um Linux, þá er 90% af þeim sem vita ekki bofs, nákvæmlega ekkert, flestir halda að þetta sé stýrikerfi sem sé aðeins hægt að keyra á CLI interfaci, en Linux er kominn með miklu flottara Graphical User Interface and Windows og Mac núna. Flest af þessu fólki hefur ekki einu sinni hugmynd um hvað OpenOffice er og eru ennþá að versla Microsoft Office enda þótt að það sé hægt að fá sömu office svítu ókeypis. 

Jón Gunnar Bjarkan, 24.6.2009 kl. 07:21

13 Smámynd: Birgir Þór Bragason

haha hér er greinilega samankominn „hinn“ sértrúarsöfnuðurinn. Hann á það eitt sameiginlegt að eiga sameiginlegan óvin. Því skyldi það vera?

Birgir Þór Bragason, 24.6.2009 kl. 09:41

14 identicon

"Apple er sértrúarsöfnuður" segir hver mannvitsbrekkan af annarri hér á undan og lýsir síðan yfir andúð á öllu sem hefur með Apple að gera án mikils rökstuðnings. "Appel [sic] er fyrir þá sem kunna ekkert á tölvur..." segir einn. "Apple eru óþolandi vörur." segir annar. Maður spyr sig hvar öfgatrúin sé í þessum efnum.

Ég er einn af fjölmörgum sem vinna fyrir laununm sínum á PC/Windows (vegna þess að annað er ekki í boði) en kjósa að nota Macintosh heima við. Við höfum einfaldlega tekið upplýsta ákvörðun í þessum efnum. Ef menn kunna betur við Windows eða Linux er það í góðu lagi en hlífið öðrum við órökstuddum fullyrðingum um Applevörur sem greinilega eru skrifaðar í hreinni fáfræði.

Bilanir koma upp í öllum fjöldaframleiddum raftækjum en það sem skiptir máli þar er tíðni bilana en ekki hryllingssögur af einu eða tveimur tækjum. Það sem gefur besta hugmynd um gæði vara er það sem kallast Customer Satisfaction og er mælt reglulega t.d. í Bandaríkjunum þar sem Apple fær aftur og aftur langbesta einkunn af tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum.

PS. Kári, það er vel hægt að tengja sama iPodinn við tvær tölvur. Sjá t.d. hér:

http://support.apple.com/kb/HT1202

Hörður (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 09:45

15 Smámynd: Kári Harðarson

Sá þessa grein um starfshætti Apple:

http://www.nytimes.com/2009/06/23/technology/23apple.html?em

Kári Harðarson, 25.6.2009 kl. 10:16

16 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hvað ertu að bulla Hörður, hvaða öfgatrú? Ég sagði bara að Apple framleiðir óþolandi vörur, sem er alveg rétt að mínu mati. Það þarf ekkert að vera nein öfgatrú?

Jón Gunnar Bjarkan, 26.6.2009 kl. 04:31

17 identicon

Apple er eins og eplið í paradís.. í tölvuheiminum, þetta er plat tölva

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 21:32

18 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Það er bara fyndið að fylgjast með fólki sem líkar ekki við Apple vörur. Menn verða svo heitir í óbeitinni að Apple getur ekkert gott gert. Apple dýrkendur eru lítið skárri. Það skiptir litlu hve illa tekst til í vöruþjóun hjá Apple, allt verður þeim að gulli í huga þeirra fylgjenda. Sannleikurinn er vitanlega einhvers staðar þarna á milli.

Greinin sem þú vísar í Kári snertir vitanlega á því sem virðist hafa haldið fyrirtækinu á floti. Það að Apple hefur trek i trek í gegnum tíðina leitt nýungamarkaðinn kallar á alla þessa leynd. Apple hefur alla tíð verið mjög í minnihluta og þurft að berjast hart fyrir tilveru sinni.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 21.7.2009 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband