Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Gutenberg

Gutenberg fór að prenta bækur upp úr 1450.  Bækur höfðu verið eign konunga en urðu nú almennari eign og féllu í verði.

Internetinu hefur verið jafnað saman við uppfinningu Gutenbergs á prentvélinni.  Hins vegar hafa geisladiskar með tónlist og bíómyndum ekki lækkað og framboð þeirra hefur ekki aukist vegna þess að framleiðendur hafa valið að láta eins og þessi nýja tækni sé ekki til.

Ef ég fer út í videoleigu get ég ekki fundið 99.99% af öllum bíómyndum sem gerðar hafa verið því það er bara pláss fyrir 0.001% þeirra á leigunni.  Jafnvel nýlegar myndir eins og "Titanic" fást ekki leigðar.  Leigan hefur aldrei verið dýrari og gæðin á efninu fara minnkandi.  Geisladiskarnir á leigunni eru  flestir brenndir á Íslandi án aukaefnis og fimm rása hljóðs sem fylgir með í útlöndum.  SAM hf. er með einkarétt bæði á dreifingu í videoleigum og í bió.  Venjulegt fólk fer ekki lengur í bíó vegna þess hvað miðaverð er orðið hátt og ekki keppir SAM við sjálft sig með því að lælkka verðið á diskunum í leigunni.

Ef rétthafar hefðu leyft öðrum að njóta góðs af tækniframförum með sér hefðu allir notið góðs af þeim, bæði þeir og aðrir.  Þess í stað hafa rétthafar efnisins miskunnarlaust misnotað aðstöðu sína.  Þeir hafa sofið í stað þess að bæta framboð og þjónustu.  Núna reyna þeir að beita ósanngjörnum lögum til að allt geti orðið eins og það var áður.  Það  mun aldrei gerast, því öll undirheimatæknin til að dreifa mynd og hljóði er búin að hreiðra um sig.  Ekki hafa hörð viðurlög við eiturlyfjanotkun minnkað streymi efnanna til landsins, og þetta smygl er þúsund sinnum auðveldara.

Lögin eru þverbrotin í hvert skipti sem afmælissöngurinn er sunginn í veislu.  Ef rétthafar beittu lögunum eins og þeir hafa rétt til gætu þeir krafið hvert einasta afmælisbarn í landinu um bætur.  Þannig eru lögin. 

Erlendis er farið að bjóða upp á sanngjarnari verð og meira úrval í verslunum á netinu eins og iTunes frá Apple.  Dreifingaraðilar efnisins á Íslandi munu verða óþarfir því fólk mun sækja sína tónlist og  bíómyndir beint til gagnaþjóna á meginlandinu.  Ég hef sjaldan séð augljósara dæmi um óþarfa milliliði og er þó nóg af þeim á Íslandi.  Það er því skiljanlegt að íslenskir aðilar berjist eins og þeir eigi enga vini.

 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er hraðinn á Internetinu hjá þér?

Um daginn var sagt í fréttum að internet aðgangur væri dýr á Íslandi.  Það er líka erfitt að komast að því hvort maður fær jafn hraða tengingu og maður borgar fyrir.

 logo_teledanmark

 

 

TeleDanmark í Danmörku er með hraðapróf á heimasíðu sinnni  hér. Ég prófaði frá skrifborðinu í vinnunni í Frakklandi:

Download hastighed: 11190 kbit/sek  eða 11.1 MB/s
(Sækja gögn frá Danmörku til Frakklands)

Upload hastighed: 4831 kbit/sek  eða 4.8 MBb/s
(Senda gögn til Danmerkur frá Frakklandi)
 

BannerTopLeftColumnImage

 

 

 

 

Vodafone á Íslandi er með hraðapróf  hér. 

Ef ég sæki gögn frá þeim til Frakklands er hraðinn 3.98 MB/s eða 3980 kbit/sek
(Engar upplýsingar um sendihraða eru birtar) 

 

Siminn_logo_Allcolors22

 

 

 

 

Síminn er með hraðapróf hér.

Ef ég sæki gögn frá þeim er hraðinn  : 6.64 MB/s  eða 6640 Kbit/Sek
(Engar upplýsingar um sendihraða eru birtar)

 

Nú spyr ég ykkur sem  heima sitjið:  Hvaða niðurstöður fáið þið?  Eru þær í samræmi við það sem þið borgið fyrir ? 

 


Drasl og skrapatól

Kunningja mínum sem vinnur við hjólreiðaviðgerðir líst ekki á blikuna.

Hann er farinn að fá reiðhjól í viðgerð sem eru með einni handbremsu að aftan og engu öðru. Þessi eina bremsa er ekki einu sinni vönduð enda eru hjólin ódýr.  Ef hún bilar er voðinn vís.

Hjólin eru seld svona þrátt fyrir að vera ólögleg.

Samkvæmt lögum á að vera bremsa bæði að framan og aftan. Reiðhjól eiga líka að vera með bretti, ljós, bjöllu, keðjuhlíf og sitthvað fleira.  Lögin eru úreld því fæstir eru með keðjuhlífar í dag og enginn eftirlitsaðili virðist heldur framfylgja þeim, þetta eru "þannig lög".

Í framhaldi af þessu nefndi hann að reiðhjólin sem væru seld í stórmörkuðunum hristust í sundur við fyrsta tækifæri - og hann fær þau í viðgerð. Það er peningur í að gera við druslur en það er ekki skemmtileg vinna.

Öxullinn sem fótstigin eru fest á (sem heitir "Krankur") þarf að vera vandaður.  Stálið þarf að vera sterkt í honum og legunum sem hann snýst í.  Þarna er hjarta hjólsins og það sést ekki með berum augum.

Í ódýru hjólunum slitnar krankurinn og legurnar sem hann situr í mjög fljótt.  Fótstigin verða því losaraleg eftir nokkra mánuði. Það er hægt að skipta um krank, en það er ódýrara að borga aðeins meira og fá gæðastál í mikilvæga hluti hjólsins frá byrjun. Ef maður er búinn að kaupa þvottabala þá breytir maður honum ekki í alvöru reiðhjól eftirá.

Að síðustu ræddum við um fjallahjól í borgarakstri.  Við erum sammála um að þau henti ekki í innanbæjarakstur því þau eru of þung og rúlla illa.  Dempararnir taka líka til sín orku sem hefði átt að fara í að koma hjólinu áfram. Upp-og-niður hreyfing fótanna á að fara út í keðjuna en ekki til að hossa hjólinu.  Þá er betra að kaupa létt hjól á stórum gjörðum.  Fjallahjól eru samt ómissandi á malarslóðunum þar sem þau eiga heima.

Vinur minn á engra hagsmuna að gæta annara en að börn í Reykjavík fari sér ekki að voða, og að rangir fararskjótar gefi fólki ekki slæmar minningar um  hjólreiðar.

 biketree


Verkfræði dauðans

Bang!
James_Bond_kleinman_gunbarrel

 

 

 

 

 

Ég skildi aldrei þessa mynd þegar ég fór í bíó að sjá James Bond.  Ég hélt  alltaf að þarna væri hann að skjóta vesalings ljósmyndara, og að þetta ætti að vera mynd tekin í gegnum ljósmyndalinsu.

stfAperture2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eiga víst að vera riflurnar innan í byssuhlaupi. Orðið riffill er tilkomið út af þessum riflum eða rennum innan í hlaupinu, sbr. riflaðar flauelsbuxur.  Raunverulegt riffilhlaup lítur svona út (skítugt af notkun):

110

 

 

 

 

 

 

 

Tilgangurinn með rákunum er að koma riffilkúlunni á snúning á leiðinni út úr hlaupinu.

Áður en riffillinn var fundinn upp var byssuhlaup bara venjulegt rör.  Það var allur gangur á því hvernig kúlan snerist þegar hún kom út úr hlaupinu og skotin geiguðu, rétt eins og sá sem sparkar bolta getur sparkað snúningsbolta fram hjá markmanni.

Herforingjar lögðu vandamálið fyrir verkfræðinga sem fundu upp á að setja riflurnar í byssuhlaupin.  Kúlan snýst alltaf eins, og hittir á sama stað ef skyttan kann að miða.

 

Æ!
Byssukúlurnar sem eru notaðar í stríði í dag eru hafðar nógu stórar til að særa óvininn en ekki nógu stórar til að drepa hann örugglega.    Í fyrsta lagi þyrfti þá stærri byssukúlur og það þýðir meiri þunga fyrir hermenn að bera í byssubeltum á vígvellinum.   Í öðru lagi er betra að særa óvininn, því þá þurfa félagar hans að hjúkra honum og bera.  Ef maðurinn deyr er hann skilinn eftir og það þýðir minni vinnu fyrir herdeildina.

Menn hafa farið í stríð með litlar, eitraðar byssukúlur en þær voru ekki vinsælar - sennilega útaf ofangreindu.  Sumum fannst þær líka ómekklegar enda eru þær víst bannaðar.

 

Púff!
Púðrið sem var notað í fyrstu byssurnar var óbreytt uppskrift frá Kínverjum, samsett úr kolum, saltpétri og brennisteini.  Í stórum orrustum varð ólíft á vígvöllunum vegna púðurreyks því menn sáu hvorki vini né óvini í reykjarmekkinum.
_42868571_cullodenagainthree

 

 

 

 

 

 

 

Napóleon bað verkfræðinga að leysa þetta vandamál og útkoman var reyklaust púður.
NapoleonBike

 

 

 

 

 

 

 

 

Nútíma byssuskot innihalda því ekki gamla púðrið heldur svokallað "Kordít" sem er skyldara dínamíti en gamla byssupúðrinu.

 

Hviss!
Hins vegar halda flugeldaframleiðendur áfram að nota kínverska byssupúðrið í flugelda. Þess vegna sjá íslendingar ekki handa sinna skil á gamlárskvöld frekar en hermenn Napóleons.

Ef við verðum öllu skotglaðari þurfum við að fara að sérpanta reyklaust púður í þá flugelda sem eru fluttir inn til landsins.

 


Neyðin kennir naktri konu að spinna

Fyrirtækið Tempohousing í Hollandi innréttar gáma sem íbúðir.  Kostirnir eru margir.  Það er hægt að framleiða innréttingarnar á færibandi, flytja gámana með venjulegum flutningabílum og stafla með krönum því flest farartæki eru hönnuð til að flytja þá.

Stúdentaíbúðir í Wenchehof í Hollandi hafa mælst mjög vel fyrir hjá námsmönnum þar.  Mér sýnist gámastaflinn síst vera ljótari en margar blokkirnar í Reykjavík og það er hægt að færa eina íbúð í einu eftir þörfum.

Ég læt myndirnar tala sínu máli.   Jóhanna?

 woongedeelte_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

keuken_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

balkons_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Hó hó hó

Nú er rétt rúmur mánuður í að sólin verði hvað lægst á lofti og að landsmenn  haldi uppá innreið birtunnar með gegndarlausu áti.  Ég hef hugsað mér að leggja  mitt að mörkum en eftir það þarf ég sennilega að fara í átak.

 bad-santa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ég hef einu sinni grennt mig þannig að það gengi vel og alveg sársaukalaust, og  það var í fyrra.

Hvað gerir sá sem fer sífellt yfirum á bankareikningi?  Hann lærir að færa  bókhald. Ég viðurkenndi að ég hefði ekki stjórn á magamálinu og að ég þyrfti að  vita hvaðan allar þessar kaloríur væru að koma.  Þess vegna keypti ég litla vigt  og prentaði út kaloríutöflu af netinu.

Ég skráði það sem ég borðaði í nokkra daga og svörin létu ekki á sér standa. Í  mínu tilfelli voru það 3 diskar af kvöldmat, og óþörf ólífuolía sem ég laumaði í  potta yfir vikuna. Ólífuolía er holl, segja seljendurnir en það er afstætt.  Öll  fita er 9.000 kaloríur lítrinn, hvort sem hún heitir Ljóma smjörlíki eða  jómfrúarólífuolía frá Grikklandi.

Það má snúa þessu fitu kaloríu-dæmi við:  Ef ég þarf að grennast um 10 kíló þarf  ég að losna við 90.000 kaloríur.  Svo má segja:  Ef ég þarf 2.500 kaloríur á dag  en borða þess í stað 2.000 kaloríur þá losna ég við 500 kaloríur á dag eða 55 grömm af fitu, sem eru uþb. 4 matskeiðar af ólífuolíu.  Það er kíló á átján daga fresti eða 20 kíló á ári.

Maður tekur varla eftir því hvort maður borðar 2.500 kaloríur eða 2.000  kaloríur.  Maður tekur hins vegar eftir því að reyna að svelta sig alveg,  og endar örugglega með því að hætta, sneyptur og vansæll.

Ósiðir í áti eru augljósir þegar maður er búinn að finna þá, en fyrst þarf að  finna þá og ég þurfti bókhaldið til þess.   Aðrir hafa aðra ósiði, Snickers  stykki í bílnum á leiðinni heim eða eitthvað annað, svo það er eiginlega ekki hægt að fá góð ráð frá öðrum.  Maður verður að sjá hvaðan manns eigin kaloríur  eru að koma.

Þegar ég vissi hvaðan mínar kaloríur komu, ákvað ég hvað væri fitandi og ekki  nógu ánægjulegt að sama skapi.  Svo sleppti ég því.

Svipaða sögu segja þeir sem læra að halda heimilisbókhald.  Þeir finna eitthvað  sem þeir geta vel verið án og kostaði helling þegar upp er staðið.  Þegar þeir sjá  hvað daglegur lúxuskaffibolli á 500 kr. kostar yfir árið (183 þúsund krónur)  þá  ákveða þeir að hella upp á gott kaffi sjálfir. Svona hlutir safnast saman.

Fram að þessu hafði ég ekki trúað því að smá hlutir skiptu máli. Hvernig getur matskeið af smjöri á dag orðið að 10 aukakílóum?  Líkaminn hlýtur að jafna  svoleiðis smámuni út.  Nú trúi ég því ekki lengur.  Málið er að maður grennist  ef maður borðar aðeins minna en maður brennir, en maður verður að vera réttum megin við strikið.  Maður þarf ekki að grennast hratt ef maður er 100% viss um að maður sé að grennast.

Save-The-Whales-352

 

 

 

 

 

 

Ég lærði að vigta mig daglega og gera línurit.  Sumar bækur segja að maður megi  ekki vigta sig daglega því það muni valda vonbrigðum. Vandinn er að það eru  alltaf dag  og vikusveiflur sem tengjast vökvabirgðum likamans og ef maður mælir þyngd sína af handahófi getur maður orðið fyrir sjokki.  Það gerist ekki ef maður gerir meðaltalslínu í gegnum allar mælingarnar því sú lína getur farið örugglega niður á við þrátt fyrir stórar dagsveiflur og toppa eftir laugardagsveislur.

Næsta sem ég lærði að gera var að svelta mig ekki til kl.1900 og borða svo eins  og óargadýr.  Ég fór að pakka nesti fyrir eftirmiðdagskaffið kl.1600.   Ein  rúgbrauðsneið með agúrku og osti á þeim tíma gerir stóra hluti og maður hagar  sér eins og maður við kvöldmatarborðið.

Að síðustu lærði ég að skammta mér ríflega á diskinn en fá mér svo ekki í  sífellu ábót.  Ef kaloríurnar á diskinum eiga ekki að fara upp fyrir ráðlagðan  dagskammt var mín reynsla að helmingurinn á diskinum á að vera grænmeti, ekki  rísgrjón eða pasta.

Ég treysti mér ekki til að halda stífu prógrammi um helgar svo ég sleppti því alveg.  Ef maður hugsar um það sem maður lætur ofan í sig fimm daga af sjö þá getur maður leyft sér ýmislegt hina tvo.

Nú kynni einhver að segja að ég líti ekki út eins og Þorgrímur Þráinsson þessa  dagana og það er alveg rétt.  Ég datt nefnilega í þá gryfju að hætta bókhaldinu  þegar ég léttist nógu mikið til að byrja að hlaupa þrisvar í viku.  Þá hafði ég grennst um tíu kíló án þess að hafa mikið fyrir því.

Ég hélt að hlaupin myndu nægja til að ég grenntist af sjálfsdáðum eftirleiðis en það var ekki  rétt.  Það er svolítið eins og að keyra á bíl til Akureyrar.  Maður er samt bara  2 mínútur að stútfylla tankinn aftur.

Það er fínt að hreyfa sig heilsunnar vegna en maður verður ekki undanþeginn frá  skynsamlegu mataræði fyrir vikið.  Nú er ég búinn að læra það, og nú var ég að rifja upp megrunarplanið.  Ég fann þetta plan ekki upp sjálfur heldur  fann ég það á netinu og það heitir:   "How to lose weight through stress and  poor nutrition".

Forstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Autodesk AB ákvað að ráðast á  megrunarverkefnið eins og verkfræðingur og útkoman var þessi bók sem er ókeypis  á vefsíðunni.  Titillinn hjá honum er til gamans, vefurinn er í alvöru mjög  hjálplegur.   Þetta er nerdamegrun fyrir nerda.

Maður sem vigtaði sig daglega með aðferðinni gerði skráningar í forrit sem er á vefsíðunni.  Hans línurit lítur svona út:chartws

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna má sjá hvernig þyngdin minnkar örugglega þrátt fyrir miklar sveiflur í mælingum frá degi til dags.

Hér er önnur vefsíða sem þar sem fólk má skrá sig og sínar mælingar og gera  línurit.

 


Gamlar lagnafréttir

AC/DC

Fyrsti maðurinn sem seldi rafmagn í stórborg var Thomas Alva Edison og félagið  sem hann stofnaði heitir General Electric í dag. Hann vildi endilega selja New  York búum DC straum eða rakstraum.  Keppinautur hans vildi selja AC eða  riðstraum. Hann hét Nikolai Tesla og félagið hans heitir Westinghouse í dag.

Sumir kannast við  AC/DC sem nafn á hljómsveit eða ákveðna víðsýni  í kynlífi. Upphaflega á skammstöfunin við annars vegar rafmagn sem titrar eins og  rafmagnið sem við kaupum í heimahús, eða hins vegar rafmagn sem streymir án afláts eins og  rafmagn úr rafhlöðum gerir.
51693~AC-DC-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edison og Tesla fóru í fjölmiðlastríð til að selja sínar vörur, AC og DC.  Edison hélt því fram að riðstraumur væri hættulegri í innstungum bæjarins og til að sanna mál sitt smíðaði hann rafmagns-stól og fékk ríkið til að taka nokkra menn af lífi með honum.  Rafmagnsstóllinn er því ein af uppfinningum Edison.

Riðstraumur vann samt hugi og hjörtu því ódýrara var að leggja riðstraumslagnir um langan veg.

Í þessari viku var slökkt á síðasta DC rafmagninu sem var ennþá selt í hús í New York af Edison félaginu gamla.  Það má því segja að AC straumurinn frá Tesla hafi endanlega unnið slaginn í vikunni.

Ég hafði ekki hugmynd um að DC rafmagn hefði ennþá verið einhversstaðar til sölu enda var byrjað að taka það úr notkun 1928.

Þetta kallar maður þjónustu við gamla kúnna!   Ég get ekki einu sinni  fengið varahluti í sex ára gamlan HP laserprentara.

Nikolai Tesla var nýlega leikinn af David Bowie í bíómyndinni "The Prestige"  enda er Tesla orðinn "Cult Icon" núna, löngu eftir dauða sinn.
david-bowie-tesla

 

 

 

 

 

 

 

Gufukerfið í London

Önnur gömul tækni sem liggur enn undir götum borgarbúa er gufuleiðslukerfið í London.

Þegar iðnbyltingin hófst voru gufuvélar í öllum verksmiðjum.  Einhverjum datt í  hug að taka gufuvélina út úr verksmiðjunum og setja í sérstakar ketilbyggingar,  og selja gufuna eftir leiðslum um borgina.
hydraulic2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 1883 fór gufukerfið í London í gang.  Það var 290 kílómetrar af gufurörum undir borginni þar sem gufan var á 800 PSI þrýstingi, lögð eftir logsoðnum  járnrörum.  Kerfið sá verksmiðjum um alla London fyrir orku. Þegar rafmagnið fór  að berast í hús fóru menn smám saman að nota rafmagnsmótora en samt var ekki  slökkt á gufukerfinu fyrr en 1977.

Byggingar standa ennþá um alla London sem tilheyrðu þessu gufukerfi.
800px-Wapping_Hydraulic_Power_Station_1

 

 

 

 

 

 

 

 

Járnbrautasteypa

Ég var í heimsókn hjá samstarfskonu minni, Anne Grazon.  Hún sýndi mér  húsið sitt sem hún hefur verið að gera upp. Ég spurði hana úr hverju húsið væri  gert og hún svaraði "mâchefer".  Ég spurði hvað það væri?  Hún sagði að hverfið  sem hún býr í hefði verið byggt af járnbrautastarfsmönnum árið 1928.  Þeir  notuðu gjallið úr brunahólfi eimreiðanna sem aðal hráefnið í sement sem þeir  bjuggu til og hrærðu við grjót til að gera steypu.

Mâchefer er því eimreiðasteypa.  Ég hafði aldrei heyrt um þessa  heimaframleiðslu fyrr. Ég sé á netinu að hún hefur verið búin til í Englandi  líka og er þar kölluð "Clinker".  Hún er víst heilsuspillandi enda full af  þungmálmum.



Eifel vatnslögnin

Talandi um steypu þá liggur 130 kílómetra löng steinsteypt vatnsleiðsla norður til  Kölnar frá vatnsbóli sem heitir Eifel. Leiðslan er lögð yfir nokkrar brýr á  leiðinni og er sú lengsta 1400 metra löng.

Meirihluti leiðslunnar var lagður einn metra undir yfirborði jarðar til að verja hana  frostskemmdum.  Lagnakerfið útvegaði 20 þúsund tonn af drykkjarvatni á sólarhring.  Framleiðandi og  verktaki í hönnun og byggingu kerfisins var enginn annar en Rómarveldi.  Handbækur um viðhald á leiðslunni voru gefnar út og sérstakir brunnar voru á leiðinni svo eftirlitsmenn gætu sinnt vinnu sinni.

Nafnið Köln er stytting á rómverska nafni borgarinnar "Colonium" á latínu sem þýðir "Nýlenda", enda var hún nýlenda Rómverja.

Vatnsleiðslan var í notkun frá 80 til 260 eftir Krist, þegar forverar Þjóðverja lögðu svæðið undir sig og vatnið hætti að streyma til Kölnar vegna skorts á kerfisbundnu viðhaldi.   Þá voru ennþá 614 ár þar til Norðmenn fundu Ísland.

Mikið kalk safnaðist í leiðsluna eins og vill gerast i vatnsrörum í Evrópu. Þeir  sem hafa búið í Danmörku þekkja vandamálið.  Inní leiðslunni voru því geysilegar kalk-úrfellingar sem seinni tíma menn brutu úr og notuðu sem marmara.  Úrfellingarnar sjást greinilega á myndinni:

300px-Eifelwasserleitung05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi marmari er kallaður "Eifelmarmor" og er notaður um alla Norður Evrópu,  alla leið til Danmerkur þar sem hann er notaður í legsteina í Hróarskeldu.  Hann er líka notaður í súlurnar á myndinni hér að neðan:

300px-Eifelmarmor01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef alltaf getað slegið mér á lær yfir því hvað Rómverjar voru "rosalega öflugir aðilar" svo maður noti nútíma mál.  Þegar ég lærði um sögu Rómarveldis í  skóla sýndi prófessorinn okkur möppu sem var full af sýnishornum af Rómverskum  peningum.  Við spurðum hvort þetta væri ekki rándýrt og hver ætti  möppuna?  "Ég á hana sjálfur" kom svarið.

Hann sagði að Róm hefði verið svo mikið stórveldi að Rómverskir peningar væru  eiginlega ekki orðnir sjaldgæfir og dýrir enn þann dag í dag.  Það kalla ég stórveldi. 

JuliusCaesar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Júlíus Caesar, 102 - 15 fyrir Krist

 


Græjudellan

Flestir fara ekki út úr húsi án grunnþarfanna:

1 Lykla sem er ávísun á húsaskjól
2 Seðlaveskis sem getur gefið fæði og klæði
3 Gemsa sem veitir samband við fjölskyldu og vini

Svo flækist málið.  Eitthvað af neðantöldu gæti farið með í bæinn:

4 Skiptimynt
5 Penni

6 Vasaljós
7 Vasahnífur
8 Leatherman töng

9 Addressubók
10 Dagatal
11 Minnisbók

12 Myndavél
13 Minnislykil
14 MP3 spilari
15 GPS tæki
16 Kort af borginni.

Gemsar eru oft með eitthvað af 9..16 innbyggt en bæta við:

17 Vekjaraklukku
18 Stoppúri
19 Reiknivél
20 Leikjum

Flottustu gemsarnir eru með:

21 Tölvupóst
22 Vefaðgang
23 Kvikmyndavél
24 Kvikmyndaspilara

Listinn yfir dót í vösunum heldur vitaskuld áfram:  Tyggjó, tannþráður,
varasalvi, kontaktlinsubox... en ég verð að hætta einhversstaðar.

Þegar ég var hvað nerdaðastur var ég með lítið "herraveski". Veskið innihélt
meðal annars fyrirbærið "PalmPilot" sem ég notaði fyrir atriði 9..11 og 17..20.

Það var erfitt að skrifa á PalmPilot með pennanum sem fylgdi og hann var ekki
með vélritunarborð. Maður glataði líka öllum upplýsingum ef rafhlöður kláruðust
og því endaði hann ofan í skúffu að lokum.

Í dag er ég yfirleitt bara með grunnþarfirnar 1..3 þegar ég fer í bæinn.
Gemsinn minn er gamall.  Ég nota hann til að hringja, og stundum vekjarann þegar ég ferðast.

Reyndar er í honum myndavél en hún er lélegri en tárum taki. Nýjustu gemsarnir hafa víst fengið skárri myndavélar en ég hef ekki haft áhuga, því mér skilst þær séu ekki orðnar alvöru myndavélar ennþá.  Litlar myndavélar verða að hafa litla myndaflögu og þá verður útkoman ekki góð, svo ég held ekki í mér andanum.

Of mikið í einum pakka?

Einu sinni keypti ég vasahníf sem innihélt stækkunargler og járnsög meðal  annars, en hann var of þykkur og stór og endaði því í hanskahólfinu á bílnum því hann var ekki lengur "vasa"hnífur, heldur eitthvað annað.  Af þessu lærði ég að vera ekki að kaupa of sambyggðar græjur sem eiga lítið sameiginlegt.  Það er betra að eiga venjulegan  vasahníf og taka bara skrúfjárn með ef maður heldur að maður þurfi að nota slíkt.

Gemsar innihalda sífellt fleiri hluti og eru orðnir eins og vasahnífurinn sem ég  var að lýsa. Þessir flottu eru dýrir, úreldast hratt og ég veit fullvel að ég hef ekkert við alla þessa hluti að gera.  Ég eyði samt tíu mínútum í að skoða þá meðan ég bíð eftir flugvél.

 

Nokia N810

Nú kemur samt tæki á markað í þessum mánuði sem hrærir mína nerdastrengi og það heitir Nokia N810. 

Nokia kallar tækið "Internet Tablet".  Það er bara stór skermur, þráðlaust net,  GPS og Bluetooth, og svo er lítið lyklaborð í skúffu undir skerminum ef maður vill ekki nota snertiskjáinn.  Stýrikerfið er Linux og tækið getur keyrt forrit frá öðrum en Nokia.  Vefrápari, mynd og hljóðspilari, Skype og fleira góðgæti fylgir.

nokia-n810-press-1

 

 

 

 

 

 

 

 

Tækið er ekki gemsi heldur á að tengja það við einn slíkan með Bluetooth ef maður er ekki á svæði með þráðlausu neti.

Ég er orðinn frekar háður Google, Google maps, og Skype og sakna oft að hafa ekki aðgang þegar ég sit ekki við skrifborð.  Ég vil frekar hringja með Skype en að borga símafélagi fyrir venjulegt símtal þegar ég er erlendis.

Það væri líka gott að hafa GPS tæki tengt við Google maps þegar maður er staddur í stórborg.

Þegar ég ferðast tek ég iðulega með ferðatölvu sem getur þetta allt en það kostar tíma að kveikja á henni og maður tekur hana ekki svo glatt upp úr vasanum á götuhorni.

Stýrikerfið í N810 er opið (Linux) en ekki lokað eins og iPhone síminn nýji og það er í raun ástæðan fyrir því að ég hef áhuga á tækinu.

Tækið kemur á markað nú í nóvember og kostar grilljón.  Hálfa grilljón. 400 dollara.  Og það vantar vasahníf...  Og það verður úrelt á morgun...  Einhvern tímann verður samt að kaupa.

Þegar Seltjarnarnes og Reykjavík fara að bjóða upp á þráðlausan aðgang um allan bæ eykst notagildi svona tækis þótt maður sé ekki að ferðast.  Það væri jafnvel hægt að segja upp bæði heimilissímanum og GSM áskriftinni.

Kannski er Nokia svolítið sniðugt að byggja ekki gemsa inn í þetta tæki, því ólíkt iPhone þarf Nokia ekki að úthugsa samkomulag við hin og þessi símafélög. Ef menn vilja nota Skype allan liðlangan daginn þá geta menn það.



Hverjir kaupa?

Flest fullorðin börn láta atvinnuveitandann kaupa svona tæki fyrir sig.  Það er merkilegt að flestir tölvunarfræðingar ganga um með gamaldags pappírsdagatöl og úr með vísum, það eru bissnessmenn sem kaupa flest svona leikföng.

Ég held það sé vegna þess að tölvunarfræðingar vilja leysa vandamál. Þegar ég sé mörg þessi tæki undir glerborðinu út í fríhöfn spyr ég mig: Ef þetta er svarið, hvað var þá spurningin?

Framleiðendur eru oft ekki að reyna að leysa vanda heldur búa til nýja eftirspurn. Þeir setja myndavélar í síma af því þeir vilja auka netnotkun notenda því þeir munu reyna að senda myndina sem þeir tóku til einhverra kunningja sinna og borga vel fyrir. (Sendingin mistekst iðulega en það er svo annað mál).

Útkoman er allt of oft eins og svissneski vasahnífurinn.  Of mikið af möguleikum, sitt úr hvorri áttinni, pakkað saman í umbúðir sem er erfitt að nota.

Kannski N810 verði öðruvísi.  Kannski verður hann ómissandi. Ef ég hefði verið spurður fyrir fimmtán árum hvort ég myndi vilja ganga um með síma að staðaldri hefði ég svarað neitandi.  Mér finnst sennilegt að Internet í vasanum verði hluti af framtíðinni.


Til hamingju með daginn Jónas!

Jónas Hallgrímsson var ekki bara ljóðskáld heldur jarðfræðingur og steinafræðingur og svo hafði hann dýrafræði og veðurfræði sem áhugamál eins ef hitt væri ekki nóg.

Menn sem kunna skil á mörgu eru kallaðir polymath á ensku en ljóta orðið er nörd.  Mig grunar að Jónas gæti hafa verið það.

Þá voru ekki miklir múrar milli vísinda annars vegar og lista hins vegar.

Ef menn gerðu eitthvað vel og voru skapandi þá voru þeir listamenn,  hvort sem þeir smíðuðu hnakka eða stunduðu vísindi - eða máluðu mynd.

Glaumbaer_Gaestezimmer2

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að ungt fólk í dag forðist raunvísindin og fari í auglýsingateiknun og leiklist af því það heldur að þar fari öll sköpunin fram.

Eg leyfi mér að segja að það sé misskilningur.  Það er allt í lagi að reyna að gera margt misjafnt í lífinu.  Sérhæfing er fyrir skordýr.  Því ekki að læra listir og vísindi?

--- 

Jónas fór utan til mennta en yfirgaf Ísland í raun aldrei og vann þjóðinni ómetanlegt gagn.  Hann er ekki bara gamalt nafn í Íslandssögunni heldur vísar hann okkur veginn fram á við.   Elskum landið og vinnum því heilt með því að vera gagnrýnin í hugsun og sofna ekki á verðinum gagnvart þeim sem bera hag þess ekki fyrir brjósti.

 


Surtr fer sunnan

Hollywood hefur hannað mörg eftirminnileg skrýmsli.  Skrýmslið á myndinni er þó "alvöru" og sennilega banvænna en skrýmslin í bíómyndunum áttu að vera, því þetta er orrustuflugmaður:

 Predato-Planes-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er með glóandi glyrnur og horn eins og ári úr djöflabókum miðalda.  Glóðin í augunum er endurkastið frá myndavélum í hjálminum.

Sniðugt hvað raunveruleikinn minnir stundum á gamlar sögusagnir.  Maður vonar bara að þetta sé alger tilviljun en ekki vísun í opinberunarbók Jóhannesar...

 

Heimild: Daily Mail 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband