Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
2.2.2007 | 11:06
Svo fæ ég vexti og vaxtavexti...
Hér er aðvörun til þeirra sem taka lán við íslenskar aðstæður. Myndin sýnir hversu fljót(ur) þú ert að borga af sex milljóna láni ef þú vilt borga 75 þúsund krónur í afborganir.
Bleika línan er 5% lán, sú gula er 14%. Ef þú ert 25 ára þegar þú tekur lánið verður þú skuldlaus 35 ára ef lánið er 5%, annars borgar þú til fimmtugs.
Þess vegna eru menn skuldugir í dag og bankarnir skila metafkomu.
Kveðja, Kári
Neytendamál | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2007 | 22:07
Hvers vegna yfirvöld vilja hafa krónuna áfram
Samkvæmt "Big Mac Index" sem blaðið "Economist" birtir reglulega ætti
dollarinn að kosta 158 kr. núna til þess að hamborgari kostaði það
sama hér og í Bandaríkjunum.
Í reynd er dollarinn skráður á 68 kr. núna.
Gefum okkur samt að 158 kr. séu rétt gengi dollara -- við notum jú
launin okkar til að kaupa skyndibita eins og hvað annað.
Það þýðir að sá sem er með 300 þúsund kr. í laun á Íslandi væri með
1.898$ á mánuði (129 þúsund kr.) ef hann byggi í Bandaríkjunum.
Þarna er komin skýringin á eftirfarandi mótsögn: Við íslendingar erum
rosalega ríkir en við verðum að taka lán fyrir hlutum af því allt er
svo dýrt hérna.
Ísland er láglaunaland - ef við færum yfir í Evruna myndi það sjást svart á
hvítu. Þangað til er betra að ímynda sér að við séum rík en hins vegar sé
allt dýrt hérna.
Neytendamál | Breytt 6.6.2007 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)