Færsluflokkur: Bloggar
22.8.2008 | 15:34
Íslenska handboltaliðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2008 | 11:39
Ef ekki súrefni, þá hvað?
Ég skil ekki hvers vegna rörið innihélt ekki andrúmsloft. Hvaða lofttegund var þá í rörinu? Ef ég tæmi vatnstank sogast venjulegt andrúmsloft inn í tankinn í staðinn fyrir vatnið.
Ég hef lesið að fólk í grennd við eldfjöll kafni vegna þess að eitraðar gufur setjast í dali í grenndinni ef veðrið er stillt. Fylgja þessar sömu eiturgufur vatnsgufunni sem við erum að virkja?
Það er ekki hægt að ætlast til að Rúmenarnir viti um eiturgufur en hvað með starfsmenn Orkuveitunnar?
![]() |
Fóru inn í gufulögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.7.2008 | 10:36
Tíkallakassarnir
Þessir kassar voru í öllum sjoppum þegar ég var táningur. Þeir virðast hafa verið frá Noregi því nú hefur norðmaður gert tölvuspil á netinu þeim til heiðurs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.6.2008 | 11:12
Ég get ekki gert marga hluti í einu
Ég er fullfær um að jórtra tyggjó meðan ég stikla upp á Baulu en að öðru leyti líkar mér illa að hafa of margt á könnunni í einu. Ég rakst á grein sem byrjar svona:
Í einu fjölmargra bréfa til sonar síns, ráðleggur Chester lávarður eftirfarandi: Dagurinn er nógu langur ef þú gerir einn hlut í einu, en ef þú reynir að gera tvo hluti nægir árið ekki til".
Að mati hans var einbeiting að einum hlut í einu ekki aðeins skynsamleg heldur vitnisburður um greind viðkomandi: "Stöðug einbeiting sem hvikar ekki er merki um afburðargáfur rétt eins og flýtir og æsingur vitna óskeikult um veikgeðja og léttvæga hugsun".
Sammála.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 22:56
Ein góð ástæða í viðbót
Ein góð ástæða í viðbót til að fara með lyfin til förgunar í næsta apótek, er að Rannsóknarstofnunin ætlar að fara í gegnum það sem kemur inn og reyna að slá á hvaða verðmæti er þarna um að ræða, og hvaða lyf er helst um að ræða.
Niðurstöðurnar gætu orðið til þess að hentugri lyfjaskömmtum verði ávísað í framtíðinni.
Við erum búin að laga til í lyfjaskápnum, ég og frúin, elsta draslið var orðið býsna gamalt!
![]() |
Vitundarvakning um förgun gamalla lyfja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 15:58
Reykjavíkurborg
er skjögra um götur og torg.
Hér eru dólgar og dækjur
með dýrslega hegðan og org.
Mörg eru svínin er sitja
að sumbli hér í vorri borg.
Þeirra æ vandræðin vitja
er valda oss trega og sorg.
Hér eru búðarmenn barðir
menn bíta hvern annan og slá.
Rustarnir vandræðum varðir
svo venja sig glæpalíf á.
Hér úir og grúir af götum
á gangséttar bílum lagt er.
Svæðunum grænu við glötum
og gröndum því fegursta hér
Rusl fyllir götur og garða
en glerbrot og veggjakrot smá
hér menjar og minnisvarða
mannvirkin lítil og há.
Borgartún bankarnir fylla
og byggingarlistin þar dvín.
Víða mun spákaupmanns- spilla
speglahöll fagurri sýn.
Miðbæjarhreysin og hrófin
svo hrörleg mjög eru að sjá.
Og þykk liggur skíta-skófin
í skotum og strætunum á.
Kringlur menn keppast að reisa
og kaupa sig leiðanum frá.
Af Nesinu nýríkar þeysa
Nadíur Porsche-jeppa á.
Spillingin röftum hér ríður
í Ráðhúsi Tjarnar við hlið.
Mönnum þar sárast það svíður
að sitja ei kjötkatla við.
-- Höfundur: Vandráður Torráðsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.3.2008 | 11:19
Glöggt er gests augað
Breskur prófessor sem kom í síðustu viku sagði við kollega minn að sér hefði brugðið að sjá Reykjavík, því hún væri í einu og öllu eins og amerísk borg, full af bílum og engar gönguleiðir sjáanlegar, eða neitt sem gleður augað. Hann var Evrópubúi í húð og hár, vissi ekkert um Ísland og skildi ekki að hann væri kominn til miðvesturríkja Bandaríkjanna.
Hann lét í það skína að þetta væri ekki að selja honum þá hugmynd að flytja til Íslands frá þeim stað þar sem hann rannsakar og kennir núna enda sagðist hann hjóla og ganga mikið.
Við kepptumst um að segja honum að tilgangurinn með því að búa í Reykjavík væri að keyra út úr borginni við öll tækifæri og sjá fallega landið fyrir utan.
Hann sá sennilega Reykjavík eins og ég sé mannabyggðir á Grænlandi, berangur og lágt menningarstig. Byggðin eins og sundurlaust hrúður á yfirborði landsins.
Með fullri virðingu fyrir öllum útlendingunum sem eru þegar komnir hér í nýlenduna þá var þarna útlendingur sem ég vildi virkilega fá hingað. Ég vona að hann láti ekki Reykjavíkurborg hindra sig í að íhuga flutning en ég er óneitanlega mjög sammála honum og yrði ekki hissa ef hann ákveður að halda sig heima.
Það eru lítil lífsgæði að búa á svæði sem líkist orðið ofvöxnum olíuborpalli í miðju N.Atlantshafi, fullum af tjöru og vélagný. Svo bætir ekki úr skák að fyrir þessi vafasömu lífsgæði þarf að greiða okurverð.
Þeir íslendingar sem fara til náms vilja komast heim í faðm stórfjölskyldunnar. Sumir útlendingar giftast eða kvænast íslendingi sem vill endilega draga hann/hana "heim".
Hvað með þá sem ekki tengjast Íslandi blóðböndum? Hvað höfum við að bjóða fólki sem er í fremstu röð og getur búið þar sem það vill, því atvinnuveitendur pakka með glöðu geði búslóðinni og borga flutninga milli landa?
Göngur á fjöll er að stunda á mjög mörgum stöðum, til dæmis Skotlandi, Spáni, Þýzkalandi og Sviss. Heit böð eru til í Evrópu. Lambakjöt fæst í öðrum löndum. Hvað gerir okkur sérstök? Hvað getur maður sem hefur heiminn í höndum sér hvergi fengið annars staðar? Ég myndi ekki koma, svo mikið er víst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
6.3.2008 | 11:45
Road runner
Margir kannast við fuglinn Road Runner sem tekst alltaf að komast úr klónum á Wile E. Coyote, sem verslar alltaf í Acme Hardware.
Fuglinn er í raun og veru til, hér er góð mynd af honum:
Hann er 50 cm stór og getur hlaupið á 30 km hraða. Hann segir ekki "bmíb-bmíb" eins og í teiknimyndinni heldur hljómar hann svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2008 | 12:25
IBM 1401
Ég vil benda þeim sem hafa gaman af fallegri tónlist á þessa plötu:
IBM 1401: A user's manual eftir Jóhann Jóhannsson
Tónlistin er yndisleg og batnar við hverja hlustun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2008 | 22:58
Þungur baggi
Ég fór á rafmagnsverkstæði með bílinn vegna þess að hann verður rafmagnslaus ef hann stendur nálægt þráðlausum veðurstöðvum. Tölvan í bílnum heldur nefnilega að þær gætu verið fjarstýrður lykill.
Þegar verkstæðiseigandinn var búinn að hlægja nóg af þessari tíktúru í bílnum og hafði sýnt félögum sínum hvernig tölvan át hálft amper úr rafgeyminum í hvert skipti sem einhver útvarpspúls var í grenndinni, sýndi hann mér apparat á stærð við kalkún sem hann var með uppí hillu:
Svo sagði hann mér söguna á bak við stykkið:
Ökumaður ætlaði að hagræða sér í sætinu á nýlegum Range Rover og greip þéttingsfast í stýrið. Þá heyrðist brestur og stýrið varð laust svo hann fór með bílinn á verkstæði. Pinni hafði brotnað í einingunni á myndinni og það þurfti að skipta um hana í heild. Hún vegur um tíu kíló og kostar hundrað þúsund krónur. Reiðhjólið mitt kostaði hundrað þúsund krónur og vegur tíu kíló, þetta er nefnilega lúxushjól.
Nú kemur ástæðan fyrir blogginu: Eini tilgangur stykkisins er að hækka og lækka stýrið í bílnum.
Range Rover eigendur keyra um allt með tíu kílóa aukavigt fyrir hundrað þúsund krónur til að geta ýtt á takka ef þeir vilja hækka og lækka stýrið.
Nú gat ég séð með eigin augum hvernig verðið og þyngdin á bílum í þessum flokki verður til. Augu mín opnuðust og ég fékk "bíla-nirvana". Ég lofaði sjálfum mér að láta mig ekki dreyma um svona lúxus eftirleiðis.
Karlkyns páfuglar ganga nærri sjálfum sér til að skarta fjaðraskrúði og ganga í augun á kvenfuglunum. Á sama hátt virðist lúxuskapphlaupið í bílabransanum vera að gera út af við bílana sem farartæki.
Upphaflega hugmyndin að jeppa var að gera sterkbyggðan bíl sem þyldi volk og væri fær í flestan sjó. Það er mótsögn að fylla þannig bíla af þungum og viðkvæmum búnaði. Það væri hart að verða úti á fjöllum af því maður hagræddi sér í sætinu.
Bloggar | Breytt 11.2.2008 kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)