Færsluflokkur: Bloggar

Geðveikur

Umræða síðustu daga um meint veikindi Ólafs borgastjóra hefur vakið athygli á þunglyndi.

Britney Spears virðist vera komin í sitt eigið persónulega helvíti.  Það er ekki ólíklegt að manía og þunglyndi séu hlutskipti hennar þótt ég viti það ekki.

Einn af uppáhaldstónlistarmönnunum mínum er Jaco Pastorius.

jaco20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann lést 1987 þegar honum var hent út af skemmtistað svo harkalega að hann hálsbrotnaði. Hann var maníódepressívur og hafði ekki verið með sjálfum sér þegar þetta gerðist.  Hann var 35 ára gamall.

Í þessari grein segir Mary dóttir Jaco sögu föður síns og sjálfrar sín, en hún berst sjálf við sama sjúkdóm og faðir hennar.

Hér er úrdráttur úr greininni:

The stories surrounding his increasingly erratic behavior, during his later years, have become folklore, almost mythical. But, the reality is that my father was only a man, and at times a very sick man who needed help. No myth in that. Not exciting nor romantic, but the truth nonetheless.

All I knew was that daddy wasn't daddy anymore. He kind of looked like him, but this guy was weird, irresponsible, untogether, and had a strange look in his eye. My dad was the antithesis of these qualities, so this sudden transformation was especially perplexing.

My father got away with a lot of outrageous behavior, because he was Jaco. A "regular" person would never have been allowed to be that out of control and still receive the liberties he received. This seemed to work in his favor, but in hindsight, I believe this worked against him. It prevented him from getting help he desperately needed. 

There are no words nor language to accurately convey the madness, loss, and empty terror that is clinical depression. I think of it as a place. It's the place you are left to wander, aimlessly, after everything you are has been stripped from you, and your soul has been seized by invisible marauders. I vividly remember when I realized that this must have been the place where daddy lived. This only intensified my ever-present, ever-growing terror.

Ferðalög um flækjustig dauðans

Bíllinn tók upp á því fyrir ári að verða rafmagnslaus í tíma og ótíma.  Nýlega skildi ég hvers vegna.  Það er hægt að opna bílinn með  þráðlausri fjarstýringu.  Eftir að nágranninn fékk sér þráðlausa  veðurstöð sem sýnir hitann úti, hlustar bíllinn á útsendingar  veðurstöðvarinnar á mínútu fresti, vekur bíltölvuna og eyðir öllum  straumi á bílnum ef hann stendur ónotaður í 2-3 daga.

Það var engin veðurstöð í grennd við bílaverkstæðið og því fannst ekkert að bílnum.

Að lokum var það leit á Google sem kom mér á sporið. Viðgerðin felst í  að skipta um móttakara í bílnum, nýi móttakarinn vekur ekki tölvuna  nema alvöru bíl-lykill sé á ferðinni.

Mig dreymdi þetta vandamál á nóttunni þegar verst lét.

---


Mótórhjólið mitt drap á sér og hagaði sér eins og það væri  bensínlaust. Skýringin var að ljósið í mælaborðinu sem átti að sýna að  hjólið væri bensínlaust var raðtengt við bensíndæluna eins og pera í  jólatrésseríu. Þegar peran sprakk, hætti bensíndælan að dæla bensíni.  Þetta var Yamaha Virago XV535, fyrir þá sem vilja forvitnast um þessa  merkilegu hönnun.

Ég skipti um peruna og hjólið fór í gang en þá hafði ég líka eytt  miklum tíma í lítið.
Yamaha XV535

 

 

 

 

 

 

 

 

 

---


Vinur minn rak vatnskassann á glænýjum jeppa í íshröngl þegar hann  keyrði yfir ársprænu.  Kælivatnið lak af bílnum, en af því  vatnshitamælirinn mældi hitann í vatnskassanum en ekki í vélinni seig  mælirinn hægt niður á við í stað þess að hækka og blikka rauðu ljósi.  Vélin bræddi úr sér, sú nýja kostar rúmlega milljón.

Það má spyrja hvort þetta var ekki hönnunargalli á bílnum.  Ætti ekki  sex milljóna jeppi að vera með hitamæli á vélinni?  Ætti vatnskassinn  að vera neðsti púnkturinn á jeppa sem rekst í eitthvað?

---


Mér varð það á um jólin, að segjast vera fæddur 17.september 2007  þegar ég skráði nýja leikatölvu sonar míns hjá Microsoft.  Eftir það  sagði forritið að ég þyrfti samþykki foreldra minna.  Ég  gat ekki bakkað út úr skráningarferlinu því nú var ég barn og því ekki  treystandi samkvæmt Microsoft sem mundi eftir mér næst þegar ég reyndi  að tengjast.

Ég þurfti því skrá mig tvisvar og er nú barn sjálfs mín og væntanlega  afi sonar míns, samkvæmt leikjatölvudeild Microsoft.  Ég hef á  tilfinningunni að ég sé ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta  axarskaft.

---


Læknir í London að nafni John Snow fann upptök kólerufaraldurs í borginni með því að fylgjast grannt með því hvar fólk veiktist og ályktaði að vatnsból á Broad Street væri mengað.  Þessi saga er notuð sem dæmi um ályktunargáfur greindra manna og setti John Snow í mannkynssöguna.

snow_cholera_map_lg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég þarf jafn mikla rökhyggju ef ekki meiri til að berjast við draslið  sem ég er að kaupa út í búð þessa dagana, en ekki kemst ég í mannkynssöguna fyrir það.

Framleiðendur eru alltaf að finna hjólið upp aftur og alltaf kemur eitthvað  nýtt uppá.  Ég enda á að aflúsa hönnunina fyrir framleiðandann í sjálfboðavinnu.

Niðurstaða mín ætti að vera að lifa einföldu lífi og kaupa einfalda og þrautprófaða hluti, en ónei.  Ég er svo  nýungagjarn að ég held áfram að kaupa þessa vandræðagripi og berjast við þá eins og hetja Cervantes barðist við vindmyllur.

 personal-data-breaker

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Þar fór alvöru hetja

Ég hef aldrei límst fastar við bók en þegar ég las "Brött spor" sem lýsir ferð Hillary á tind Everest.  Ég las hana í einum rykk og lagði hana ekki frá mér fyrr en undir morguninn. 

uewb_05_img0340

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og sjá má á Gegni, er bókin ennþá til á öllum bókasöfnum

 

--- 

Talandi um afreksmenn, þá er ferð Shackleton til suðurheimsskautsins vel þess virði að kynnast.

Shackleton_crew

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kenneth Branagh leikur í mjög góðri bíómynd um afrekið og ég hef verið á leiðinni að benda sjónvarpinu á að kaupa sýningarrétt á myndinni.

 

Shackleton auglýsti í blöðum eftir þátttakendum í ferðinni: 

"Men wanted for hazardous journey. Small wages. Bitter cold. Long months of complete darkness. Constant danger. Safe return doubtful. Honour and recognition in case of success."

Svona á að auglýsa.

 

 


mbl.is Edmund Hillary látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hægt að læra þetta í viðskiptafræði?

Þegar við fluttum til Íslands frá Danmörku keyptum við íbúð í vesturbænum. Ég fór í búðina úti á horni og spurði hvort til væri beiskt marmelaði eins og bretar og frakkar búa til. Svarið var nei, bara þetta sæta danska.

Stuttu seinna kom ég aftur. Maðurinn sem ég hafði talað við kallaði á mig: "komdu aðeins með mér!"

Hann dró mig inn á skrifstofu og rétti mér krukku af bresku beisku marmelaði. Ég spurði: "eruð þið farin að selja þetta?"

Hann svaraði: "Nei, en við hjónin vorum í Bretlandi í síðustu viku, við fórum í Harrod's og mér datt þú í hug. Þú mátt eiga krukkuna".

Síðan þá er búðin farin að selja "Bonne Maman" sem er beiskt og gott.  Núna veit ég líka hvað maðurinn heitir. Hann heitir Friðrik Guðmundsson og búðin heitir Melabúðin.

Web_sRGB_Marmalade_Chivers Web_sRGB_Marmalade_BonneMaman

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hvað er í sjónvarpinu?

Ef mig langar að leigja heimildamynd finn ég hana ekki úti á leigu enda er það  ekki hlutverk myndbandaleiga að vera menningarmiðstöðvar landsmanna.

Myndbandaleigur eiga nýlegar amerískar myndir og lítið annað. Engin myndbandaleiga í mínu  hverfi á DVD diskinn með bíómyndinni "Titanic" sem var þó ein af stórmyndum  ársins þegar hún kom út.

Myndbandaleiga er eins og sjoppa, þar fæst sjoppufæði og það er skiljanlegt. Ef  ég ætti leigu myndi ég bara eiga þær myndir sem hægt er að leigja sem flestum.

Þegar bókin var upp á sitt besta var ekki ætlast til þess að bókaútgefendur  héldu úti bókasöfnum.  Hið opinbera sá um það og gerir enn.

Bókasöfnin eiga slatta af myndefni núorðið, ég gat t.d. fundið "African Queen"  með Bogart og myndina "Titanic" með því að leita á safnavefnum: www.gegnir.is

Vísir að myndaleigu á netinu er kominn hjá "Sjónvarpi" símans en þar geta þeir  sem eru með ADSL myndlykil hjá símanum leigt myndir. Úrvalið er fátæklegt og  myndirnar eru dýrar en hugmyndin virðist virka vel.

Ég held að framtíðin hjá bókasöfnunum hljóti að vera kvikmyndasafn á netinu.  Svona myndasafn myndi nýtast fleirum en bara þeim sem eru svo heppnir að búa í  grennd við eitthvað safnaútibú.

Tilgangurinn með ríkissjónvarpinu er að halda vörð um menningu.  Ef ríkið vill  sinna þessum upphaflega tilgangi þá held ég að svona miðlæg gagnaveita með efni  svari kalli tímans miklu betur en þessi gamla tækni sem sjónvarpið er.  Heimasíða RUV vitnar um þessa þróun því þar er þegar hægt að nálgast suma útvarps og  sjónvarpsþætti en bara suma og bara í stuttan tíma.

Þetta er róttæk endurskilgreining á hlutverki bóksafna en ég held að þetta sé  næsta skref í þróunarsögu þeirra ef þau eiga að vera virkur hluti af menningu  okkar áfram.  Ef ríkið tekur ekki boltann þá munu þeir sem kunna eitthvað á tölvur stela því myndefni sem þeir geta  með forritum eins og BitTorrent, en hinir sem ekki geta hjálpað sér sjálfir alast upp við þunnildið frá Hollywood.

MovieTape


Jolie hvað?

Þarna á að vera kominn listinn yfir kynþokkafyllstu leikkonur allra tíma um allan heim.  Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. 

Það er skrýtið hvernig leikkonur eins og Sophia Lauren, Catherine Deneuve, Marylin Monroe, Jane Mansfield, Grace Kelly, Hedy Lamarr og Audrey Hepburn komast ekki einu sinni ofarlega á þennan lista.

Mig grunar að þeir sem settu þennan lista saman séu fastir á einum stað í tíma og rúmi, með öðrum orðum "heimskir".

hedyFull

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í óspurðum fréttum þá var það Hedy Lamarr á myndinni hér að ofan sem fann upp "Spread Spectrum" radíósenditæknina í seinni heimsstyrjöld og er því óbeint kveikjan að því að þráðlaus net og gemsar virka eins vel og þau gera.

 

PS:  Greta Garbo, Lana Turner, Judy Garland, Ingrid Bergman, Katharine Hepburn, ég get haldið áfram...

 


mbl.is Jolie kynþokkafyllst enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neyðin kennir naktri konu að spinna

Fyrirtækið Tempohousing í Hollandi innréttar gáma sem íbúðir.  Kostirnir eru margir.  Það er hægt að framleiða innréttingarnar á færibandi, flytja gámana með venjulegum flutningabílum og stafla með krönum því flest farartæki eru hönnuð til að flytja þá.

Stúdentaíbúðir í Wenchehof í Hollandi hafa mælst mjög vel fyrir hjá námsmönnum þar.  Mér sýnist gámastaflinn síst vera ljótari en margar blokkirnar í Reykjavík og það er hægt að færa eina íbúð í einu eftir þörfum.

Ég læt myndirnar tala sínu máli.   Jóhanna?

 woongedeelte_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

keuken_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

balkons_g

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  


Gamlar lagnafréttir

AC/DC

Fyrsti maðurinn sem seldi rafmagn í stórborg var Thomas Alva Edison og félagið  sem hann stofnaði heitir General Electric í dag. Hann vildi endilega selja New  York búum DC straum eða rakstraum.  Keppinautur hans vildi selja AC eða  riðstraum. Hann hét Nikolai Tesla og félagið hans heitir Westinghouse í dag.

Sumir kannast við  AC/DC sem nafn á hljómsveit eða ákveðna víðsýni  í kynlífi. Upphaflega á skammstöfunin við annars vegar rafmagn sem titrar eins og  rafmagnið sem við kaupum í heimahús, eða hins vegar rafmagn sem streymir án afláts eins og  rafmagn úr rafhlöðum gerir.
51693~AC-DC-Posters

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Edison og Tesla fóru í fjölmiðlastríð til að selja sínar vörur, AC og DC.  Edison hélt því fram að riðstraumur væri hættulegri í innstungum bæjarins og til að sanna mál sitt smíðaði hann rafmagns-stól og fékk ríkið til að taka nokkra menn af lífi með honum.  Rafmagnsstóllinn er því ein af uppfinningum Edison.

Riðstraumur vann samt hugi og hjörtu því ódýrara var að leggja riðstraumslagnir um langan veg.

Í þessari viku var slökkt á síðasta DC rafmagninu sem var ennþá selt í hús í New York af Edison félaginu gamla.  Það má því segja að AC straumurinn frá Tesla hafi endanlega unnið slaginn í vikunni.

Ég hafði ekki hugmynd um að DC rafmagn hefði ennþá verið einhversstaðar til sölu enda var byrjað að taka það úr notkun 1928.

Þetta kallar maður þjónustu við gamla kúnna!   Ég get ekki einu sinni  fengið varahluti í sex ára gamlan HP laserprentara.

Nikolai Tesla var nýlega leikinn af David Bowie í bíómyndinni "The Prestige"  enda er Tesla orðinn "Cult Icon" núna, löngu eftir dauða sinn.
david-bowie-tesla

 

 

 

 

 

 

 

Gufukerfið í London

Önnur gömul tækni sem liggur enn undir götum borgarbúa er gufuleiðslukerfið í London.

Þegar iðnbyltingin hófst voru gufuvélar í öllum verksmiðjum.  Einhverjum datt í  hug að taka gufuvélina út úr verksmiðjunum og setja í sérstakar ketilbyggingar,  og selja gufuna eftir leiðslum um borgina.
hydraulic2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 1883 fór gufukerfið í London í gang.  Það var 290 kílómetrar af gufurörum undir borginni þar sem gufan var á 800 PSI þrýstingi, lögð eftir logsoðnum  járnrörum.  Kerfið sá verksmiðjum um alla London fyrir orku. Þegar rafmagnið fór  að berast í hús fóru menn smám saman að nota rafmagnsmótora en samt var ekki  slökkt á gufukerfinu fyrr en 1977.

Byggingar standa ennþá um alla London sem tilheyrðu þessu gufukerfi.
800px-Wapping_Hydraulic_Power_Station_1

 

 

 

 

 

 

 

 

Járnbrautasteypa

Ég var í heimsókn hjá samstarfskonu minni, Anne Grazon.  Hún sýndi mér  húsið sitt sem hún hefur verið að gera upp. Ég spurði hana úr hverju húsið væri  gert og hún svaraði "mâchefer".  Ég spurði hvað það væri?  Hún sagði að hverfið  sem hún býr í hefði verið byggt af járnbrautastarfsmönnum árið 1928.  Þeir  notuðu gjallið úr brunahólfi eimreiðanna sem aðal hráefnið í sement sem þeir  bjuggu til og hrærðu við grjót til að gera steypu.

Mâchefer er því eimreiðasteypa.  Ég hafði aldrei heyrt um þessa  heimaframleiðslu fyrr. Ég sé á netinu að hún hefur verið búin til í Englandi  líka og er þar kölluð "Clinker".  Hún er víst heilsuspillandi enda full af  þungmálmum.



Eifel vatnslögnin

Talandi um steypu þá liggur 130 kílómetra löng steinsteypt vatnsleiðsla norður til  Kölnar frá vatnsbóli sem heitir Eifel. Leiðslan er lögð yfir nokkrar brýr á  leiðinni og er sú lengsta 1400 metra löng.

Meirihluti leiðslunnar var lagður einn metra undir yfirborði jarðar til að verja hana  frostskemmdum.  Lagnakerfið útvegaði 20 þúsund tonn af drykkjarvatni á sólarhring.  Framleiðandi og  verktaki í hönnun og byggingu kerfisins var enginn annar en Rómarveldi.  Handbækur um viðhald á leiðslunni voru gefnar út og sérstakir brunnar voru á leiðinni svo eftirlitsmenn gætu sinnt vinnu sinni.

Nafnið Köln er stytting á rómverska nafni borgarinnar "Colonium" á latínu sem þýðir "Nýlenda", enda var hún nýlenda Rómverja.

Vatnsleiðslan var í notkun frá 80 til 260 eftir Krist, þegar forverar Þjóðverja lögðu svæðið undir sig og vatnið hætti að streyma til Kölnar vegna skorts á kerfisbundnu viðhaldi.   Þá voru ennþá 614 ár þar til Norðmenn fundu Ísland.

Mikið kalk safnaðist í leiðsluna eins og vill gerast i vatnsrörum í Evrópu. Þeir  sem hafa búið í Danmörku þekkja vandamálið.  Inní leiðslunni voru því geysilegar kalk-úrfellingar sem seinni tíma menn brutu úr og notuðu sem marmara.  Úrfellingarnar sjást greinilega á myndinni:

300px-Eifelwasserleitung05

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi marmari er kallaður "Eifelmarmor" og er notaður um alla Norður Evrópu,  alla leið til Danmerkur þar sem hann er notaður í legsteina í Hróarskeldu.  Hann er líka notaður í súlurnar á myndinni hér að neðan:

300px-Eifelmarmor01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef alltaf getað slegið mér á lær yfir því hvað Rómverjar voru "rosalega öflugir aðilar" svo maður noti nútíma mál.  Þegar ég lærði um sögu Rómarveldis í  skóla sýndi prófessorinn okkur möppu sem var full af sýnishornum af Rómverskum  peningum.  Við spurðum hvort þetta væri ekki rándýrt og hver ætti  möppuna?  "Ég á hana sjálfur" kom svarið.

Hann sagði að Róm hefði verið svo mikið stórveldi að Rómverskir peningar væru  eiginlega ekki orðnir sjaldgæfir og dýrir enn þann dag í dag.  Það kalla ég stórveldi. 

JuliusCaesar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Júlíus Caesar, 102 - 15 fyrir Krist

 


Til hamingju með daginn Jónas!

Jónas Hallgrímsson var ekki bara ljóðskáld heldur jarðfræðingur og steinafræðingur og svo hafði hann dýrafræði og veðurfræði sem áhugamál eins ef hitt væri ekki nóg.

Menn sem kunna skil á mörgu eru kallaðir polymath á ensku en ljóta orðið er nörd.  Mig grunar að Jónas gæti hafa verið það.

Þá voru ekki miklir múrar milli vísinda annars vegar og lista hins vegar.

Ef menn gerðu eitthvað vel og voru skapandi þá voru þeir listamenn,  hvort sem þeir smíðuðu hnakka eða stunduðu vísindi - eða máluðu mynd.

Glaumbaer_Gaestezimmer2

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að ungt fólk í dag forðist raunvísindin og fari í auglýsingateiknun og leiklist af því það heldur að þar fari öll sköpunin fram.

Eg leyfi mér að segja að það sé misskilningur.  Það er allt í lagi að reyna að gera margt misjafnt í lífinu.  Sérhæfing er fyrir skordýr.  Því ekki að læra listir og vísindi?

--- 

Jónas fór utan til mennta en yfirgaf Ísland í raun aldrei og vann þjóðinni ómetanlegt gagn.  Hann er ekki bara gamalt nafn í Íslandssögunni heldur vísar hann okkur veginn fram á við.   Elskum landið og vinnum því heilt með því að vera gagnrýnin í hugsun og sofna ekki á verðinum gagnvart þeim sem bera hag þess ekki fyrir brjósti.

 


Napólí Norðursins

Við rætur Vesúvíusar stendur Napólí með sínar tíu svæðisstjórnir sem ná víst illa að vinna saman í mörgum málum.  Að einhverju leyti er  mafíunni um að kenna hef ég heyrt. naples trash-jj-001

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stundum held ég að Reykjavík sé svolítil Napólí norðursins.

Ég hef fylgst með málefnum hjólreiðamanna lengi og þess vegna veit ég  að ekki ein sál í borgarkerfinu er með málefni þeirra á sinni könnu.  Kerfið virðist ekki ráða við þessa nýju hugsun, að reiðhjól séu ekki leikföng.

Ég hef líka orðið var við að borgin mín er orðin ansi subbuleg.  Ég hjóla yfir glerbrot á gangstéttum sem eru frá því á menningarnótt.  Bílar leggja uppi á stéttum, brunahanar ryðga og gangstéttar eru að verða að mulningi sumsstaðar vegna elli.  Byggingarverktakar skilja eftir illa frágengin vinnusvæði án þess að gengið sé frá hjáleiðum og merkingum.

Það var með miklum herkjum að tekið var á skálmöldinni sem hafði skapast í miðbæ Reykjavíkur um helgar, árum saman tók enginn af skarið.

Menn hafa rifist mikið um vegalagningu út úr bænum og flutning flugbrauta og engar ákvarðanir eru í sjónmáli.  Nú síðast var málefnum Orkuveitunnar klúðrað á mjög viðvaningslegan hátt svo seint mun gleymast.

Því verð ég að spyrja upp á ensku:  "What have you done for me lately?"

Hvernig nýtist vinnudagurinn hjá borgarstarfsmönnum, ekki sem pólítíkusum heldur sem venjulegum starfsmönnum sem þurfa að vinna vinnuna sína en fá annars tiltal og eru jafnvel reknir?

Eru gæðamálin ekki örugglega í góðu lagi eins og hjá nútíma fyrirtækjum? 

Getur verið að það sé eitthvað að borginni eins og hún er uppbyggð, að hún hreinlega virki illa sem kerfi, óháð því hver sest í borgarstjórastólinn?  Er það innbyggt í hana að allt þurfi að fara í pólitískan baklás?

Ég hitti almenna borgarstarfsmenn sem afgreiða mig þegar ég fer í sund, í strætó eða á bókasafn.  Ég þarf ekki mikið að ræða daginn og veginn til að heyra hversu langþreyttir þeir eru.  Ég heyri af yfirmönnum sem eru alltaf á fundum og virðast ekki vinna við annað.  Ábyrgðin virðist býsna dreifð og enginn tekur af skarið.

Hvaða mál hafa verið kláruð?  Hvar er "todo" listinn og hvað er búið að haka við?

  • Hvað með sorphirðu á flöskum og dagblöðum í heimahús?  Af hverju förum við í bíltúr með flöskurnar okkar?
  • Hvað með rafrænu hliðin sem standa ónotuð á öllum sundstöðum?
  • Hvað með rafræna miðakerfið sem átti að koma í strætó?  Hvað kostaði þróun þess?
  • Hvað með 200 metra hjólastíginn á Laugavegi, hvenær á að framlengja hann?
  • Hvað með ljósleiðarann sem Orkuveitan lagði, hvenær verður hann tengdur við eitthvað í mínu heimahúsi?
  • Hvað með útivistaraðstöðu í Laugardal fyrir borgarbúa, af hverju eru engar framkvæmdir þar nema ný bílastæði?
  • Hvernig er með skipulag á Öskjuhlíðarsvæðinu?  Hvernig verður þetta með vegalagningu við nýja hús Háskólans í Reykjavík?
  • Hvað með hættulegar gangbrautir kringum hringtorgið hjá Þjóðminjasafninu sem var kvartað út af þegar Ingibjörg Sólrún var borgarstjóri?
  • Hvað með breytingar á umferðarmannvirkjum vegna aukinnar bílaumferðar eftir Miklubraut?
  • Af hverju var tölvuvæðing bókasafnanna tíu árum á eftir öðrum borgarbókasöfnum á norðurlöndum?
  • Hvað með skipulagsmál í Skuggahverfinu?
  • Hvað með skipulagið á Laugavegi?
  • Af hverju eru svo mörg borgarhverfi alger viðvaningsleg skipulagsslys?
  • Hvað með stórátakið í málefnum hjólreiðamanna sem allir flokkar hafa haft á sínum stefnuskrám?


Þetta eru bara málin sem ég tek eftir persónulega.  Ég er hvorki fatlaður, gamall né með smábörn á heimilinu. Samt er af nógu að taka.

Ég hef óþægilega á tilfinningunni að mál séu ekki að mjakast hægt en örugglega áfram í kerfinu heldur að renna afturábak eða hverfa.

Ég hef líka á tilfinningunni að það sé alltaf verið að finna hjólið upp aftur í hverju máli.  Það virðist alltaf vera hægt að byrja að rífast aftur um eitthvað sem ætti að vera grundvallaratriði eða búið að ákveða.

Það er engin afsökun að þetta séu allt saman pólítísk mál.  Orðið "Pólítík" þýðir "Málefni borgarbúa" á latínu.  Það þýðir ekki "fólk sem rífst að eílífu og gerir ekkert".

Borgarbúar verða gjaldþrota ef við ætlum að bíða eftir að allir verði vinir.  Við hjónin tölum saman um litinn á eldhúsinu en svo er líka málað á endanum (hvítt venjulega).

Plató hélt því fram að  ríki og borg ætti að stjórna af embættismönnum sem fengju stranga ævilanga menntun til þess arna.  Það er fasísk hugsun, en vantar kannski upp á starfsþjálfun embættismanna borgarinnar, valda þeir ekki verkinu?  Er ekki nóg að vera læknir eða lögfræðingur til að fá að stjórna borg?

Um daginn voru háskólarnir teknir út af óháðum erlendum aðilum.   Kannski Reykjavík þyrfti að fá sambærilegt aðhald utanfrá.  Er ekki einhver vinabær sem til vamms segir?

Kannski er allt í himnalagi í Reykjavík en ég bara orðinn langþreyttur að sjá enga stefnumörkun í málefnum hjólreiðamanna...

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband