8.4.2007 | 11:53
Öxl - Hurðarás
Þeir sem hafa tekið húsnæðislán nýlega munu sjá eftir nokkur ár að skuldabyrðin minnkar ekki sem skyldi.
Á fimmtugsaldri á erfiðasta hjallanum að vera náð og peningarnir sem menn afla eiga að verða þeirra eigin til að leika sér fyrir. Á fimmtugsaldri fer mönnum að svíða mistökin.
Hér er slóð á Excel skjal. Fylltu út í gulu reitina, láns upphæð og afborganirnar sem þú treystir þér til að standa við, leiktu þér svo með verðbólgureitinn og fylgstu með grafinu hægra megin.
Það sem vekur athygli mína á grafinu er hvað lítil verðbólguhækkun hefur mikil áhrif.
Í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans hafði Davíð Oddson orð á því hversu margir gætu orðið gjaldþrota á næstunni. Menn telja gjaldþrot eins og banaslysin í umferðinni en þeir sem eru örkumlaðir komast ekki í fréttirnar.
Mér datt í hug næsta nafn sem nota mætti á banka. Nafnið er "Öxl - Hurðarás".
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 10:53 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Kári.
Við þetta mætti svo bæta að þeir sem tóku lán í erlendri mynd eða myntkörfu með íslenskum krónum fá einnig sinn skerf af ráninu. Hækkun stýrivaxta og álag á viðmiðunarvexti er ekki beint að hjálpa til við lækka afborganir. Það er alveg makalaust hvað almennir borgarar eru dofnir fyrir þessu, menn bara borga og borga , með bros á vör..
Davíð Oddson er þó heiðarlegur að benda reglulega á hver vandinn er, ofþensla.
Sem sagt, ef almennir skuldarar vilja ekki verða gjaldþrota þá er eins gott að setja stopp á stórframkvæmdir amk 2-3 árin.
Samlíkingin við tóbak er einmitt ágæt, bönkunum leiðst ekkert að halda uppi þenslu samber mikinn vilja til að fjármagna álver á Íslandi. Halda uppi fíkinni, selja og selja, skítt með afleiðingarnar, það eru bara einhverjir aðrir sem lenda í vandræðum.
Nei nú þarf nefnilega eitthvað annað en þjóðarsátt, venjulegt fólk þarf að taka höndum saman og setja þunga pressu á pólitíkusa sama hvaða flokki þeir fylgja.
Þeir sem hvetja til áframhaldandi ráns úr vösum okkar, þeir eiga skilið langt frí, ....mjög langt.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.