21.5.2007 | 11:26
Hvernig við lækkum vöruverð í einum hvelli
Vöruverð á Íslandi mun ekki lækka fyrir en venjulegt fólk getur auðveldlega pantað vörur á internetinu og flutt þær inn eins og fólk er farið að gera í öðrum löndum. Það er skilvirkasta aðhaldið við verslanir sem hægt er að hugsa sér.
Ég geri orð Ian Watson að mínum. Hann segir þetta í grein á ensku sem má lesa hér.
Hann segir það sem ég hef sagt lengi, að skrifræði tollsins á Íslandi er stærsti óvinur neytenda í dag.
Hér er úrdráttur úr greininni:
Our import rules hinder us from taking advantage of these innovations. If you live in Iceland, ordering something online catapults you into a nightmare of forms, charges, delays, and errands. It feels as if society has decided to punish you for the simplest and most innocent wants and needs, like a good book, a funny movie, a spare part or a comfortable shirt. Customs charges, VAT, service charges for collecting customs and VAT, delivery delays, and trips to the post office suck all the value out of participation in this new consumer culture and keep all the power in the hands of retailers.
Í gamla daga máttu Reykvíkingar ekki vinna í Hafnarfirði fyrir verkalýðsfélögunum. Við þurfum að uppræta svona haftastefnu í eitt skipti fyrir öll ef við ætlum að komast inn í nútímann.
Þörf á lögum um hópmálsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Neytendamál | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Virkilega góð ábending, Kári. Mér hefur alltaf fundist einkennilegt, að fólk geti gengið í gegnum tollhliðin í Keflavík með varning upp á tugi, ef ekki hundruði þúsunda, þess vegna milljónir, án þess að greiða virðisaukaskatt, tolla og vörugjald, en ef maður fær eina bók senda í pósti, þá liggur við að það hafi verið ódýrara að fljúga til London og kaupa bókina þar en að standa í öllu því veseni sem fylgir því að koma henni í gegnum tollinn. Vegna þess að ég get gert innkaupinn heiman frá mér, þá sit ég ekki við sama borð og þeir sem kaupa sér flugfarseðil undir innflutinginn. Þetta er úrelt fyrirkomulag.
Marinó G. Njálsson, 21.5.2007 kl. 12:57
Hverju orði sannara.. Sendu þetta á Haarde og ISG. Ég tel að þau séu sammála að þurfi breytingar.
Ingi Björn Sigurðsson, 21.5.2007 kl. 22:42
AMEN!
Sigurjón, 22.5.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.