Brynna vil ég fola mínum...

Sú kvöð er sett á fyrirtæki í borginni, að þau útvegi bílastæði, mismörg eftir stærð fyrirtækis.  Ókeypis bílastæði eru jafn mikil tímaskekkja og ókeypis sígarettur í fermingarveislum.

Þess í stað væri hægt að leyfa fyrirtækjum að velja hvaða ferðamáta þau vilja niðurgreiða með sömu upphæð.

Fyrirtæki gæti tekið þátt í rekstri strætó eða uppbyggingu hjólabrauta í stað þess að borga fyrir gerð bílastæða.

Þessi niðurgreiðsla á bílastæðum skekkir kostnaðarmyndina við rekstur einkabíls rosalega og er ein megin ástæðan fyrir því að umferðin í háskólana á morgnana er jafn þung og raun ber vitni. Þegar nemandi hefur keypt sér bíl þá er bílastæðið ókeypis.

Segjum að eitt bílastæði sé 18 fermetrar og hver fermetri borgarlands kosti 150 þúsund krónur.

Segjum einnig að útlánsvextir séu 15% óverðtryggðir. Ég reikna ekki með kostnaði við sjálfa innkeyrsluna eða malbikun, bara fermetrana. Samt fæ ég út að verð stæðisins er 2,7 milljónir og árleg afborgun af þeirri upphæð væri 405 þúsund krónur eða 1.600 krónur á dag. Ég held að þessi upphæð sé nærri lagi en leiðréttið mig endilega.

  

Ég kem á hjólinu í vinnuna og spara bílastæði. Samt get ég ekki ráðstafað þessum peningum í eitthvað annað.

Vilhjálmur borgarstjóri gæti viljað bjóða fyrirtækjum að borga strætó eða hjólastíga sem eins konar syndaaflausn í stíl við kolviðarverkefnið sem virðist leggjast svo vel í fólk.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vil byrja á því að þakka fyrir góð blog - hef verið að fylgjast með bloginu þínu í rúman mánuð og er líklega áhugaverðasta íslenska blog sem ég hef lesið. Það þarf einmitt fólk eins og þig í pólitík - fólk sem hefur opnar og frumlegar skoðanir á því hvernig hægt er að bæta samfélagið okkar. Ef maður skoðar blog flestra stjórnmálamanna þá er þetta eins og að lesa slúðurblað fyrir pólitíkusa og verður fljótt þreytt og óáhugavert. Í stað þess að vera einmitt bloga um hluti sem það vill breyta þá er það að skíta yfir hina og þessa aðila o.s.frv. Vonandi verður þetta einhver hvatning fyrir þig!

Egill (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 19:26

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Góður punktur. Annað sem mér finnst athugavert er að margir fá bílastyrk, það er skattfrjáls upphæð og innan ákveðinna marka er ekki strangt eftirlit með því að fólk skili akstursdagbókum svo þetta eru í raun dálítil launauppbót. En þetta gerir auðvitað kröfur um að fólk sé á bíl.

Af hverju er ekki bara ferðastyrkur og fólk ræður þá hvort það fer gangandi, hjólandi eða með öðru móti?

Dofri Hermannsson, 2.6.2007 kl. 22:45

3 identicon

Þetta skekkir myndina, það er rétt.  Ég hef líka heyrt dæmi um opinbera stofnun sem hafði sem smá launauppbót að styrkja starfsmann til að greiða fyrir bílastæði.  Viðkomandi notaði ekki bíl til að fara í vinnuna og missti því af aurnum

Þórður (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 13:51

4 Smámynd: Kári Harðarson

Ég þakka hlý orð, Egill!  Það er gott fyrir sálartetrið að finna hljómgrunn.

Þótt ég fari ekki á þing hefur mér fundist gagnlegt að blogga.  Ég finn að skriftirnar fá mig til að hugsa skýrar og  leysa hugann undan hugsunum sem trufla ró mína.  Það er líka ákveðin frelsun fólgin í því að koma "út úr skápnum" með sínar skoðanir.

Mér finnst líka gott að lesa blogg annara.   Ég sé að fleiri hugsa eins og ég, og að fjölmiðlarnir voru  að draga upp þröngsýna mynd af Íslandi.

Ég hvet sem flesta til að skrásetja sínar hugsanir og mynda sér skoðanir.  Við fáum þá ríkisstjórn og þá valdamenn sem við eigum skilið.

Kári Harðarson, 3.6.2007 kl. 18:22

5 identicon

Það er rétt að hvetja góða menn til dáða, því þakka ég fyrir mig..

Sigurður Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 20:47

6 identicon

Ég tek undir með hinum og þakka fyrir mig.

Stefán Freyr Stefánsson (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband