Better living through technology

Ég rakst á notendahanbók Reiknistofnunar Háskóla Íslands frá 1983 í skápnum í gær.

Þar stendur að tölvur í eigu skólans séu tvær:

  • Stærri tölvan,  VAX-11/780 hefur minni sem er 4MByte að stærð.
  • Hún getur framkvæmt 0,8 milljón aðgerðir á sekúndu (MIPS)
  • Sú minni, VAX-11/750 er 2MByte.
  • Hún getur framkvæmt 0,5 milljón aðgerðir (MIPS) 

780-p1
Þetta voru tölvurnar sem allar útstöðvar í skólanum voru tengdar við og allir nemendur samnýttu til að keyra Pascal þýðendur, COBOL, Fortran og allt annað sem þurfti að gera...

Mig minnti að tölvur hefðu verið orðnar öflugri 1983.

 

 

 

 

 

 

Núna hef ég 2 GByte af minni útaf fyrir mig svo ég geti tekið á móti tölvupósti sem sýnir mér apa stinga puttanum í rassinn, lykta, og detta úr greininni  Smile

2001-Alcott3

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Ah, þetta vekur upp gamlar minningar. Púkinn byrjaði í HÍ haustið 1982 og vann í mörg ár hjá RHÍ, þannig að hann var vel kunnugur þessum vélum.  Það var nú annars mesta furða hvað þær gátu nú greyin, svona miðað við allt,

Púkinn, 4.6.2007 kl. 12:51

2 identicon

Gömlu góðu PDP vélarnar. Ég man eftir 30 Mb geymsludiskum sem voru tveggja manna tak, á stærð við góða kommóðuskúffu.

djassmunkurinn (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband