Lögbrjótar á fínum bílum

 

Þessi mynd birtist á visi.is og sýnir bíla fyrir utan stjórnarfund 365 miðla ehf.

bilde

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna eru umferðarreglur brotnar, bílarnir eru uppá kanti þar sem er bannað að leggja.  Fyrirtækið er í skólahverfi og þarna þurfa börnin að troðast á milli.

Þetta minnir mig á ökumenn diplómatabíla frá sumum þjóðum sem safna umferðarsektum og borga þær aldrei.

Hafa ökumenn gefið sér að þeir væru hafnir yfir lög?  Ef svo er, þá erum við uppi á Sturlungaöld.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er með öllu óþolandi. Þessir sömu aðiliar, sem ég fæ ekki betur séð en að séu allir á rúmlega 10 milljón króna bílum trompast síðan ef það er rekist utan í þetta eða ef þetta rispast.

Þeir geta þá bara sjálfum sér um kennt. Tillitsemi við aðra samborgara er nákvæmlega engin.  

Pétur Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 13:33

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Óþolandi, Þessi "bílamenning" hér á landi. Ég hef stundum sett athugasemdir undir rúðuþurrkarann á þessu fína fólki. Þegar maður er gangandi eða hjólandi er gott að hafa nokkra miða tilbúna.

Úrsúla Jünemann, 6.9.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

húslykillinn virkar fínt á svona dót 

Óskar Þorkelsson, 6.9.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hef orðið verulega var við það í umferðinni að eftir því sem menn eru á dýrari og flottari bílum, þeim mun meira eykst frekja þeirra og yfirgangur, eru oft komnir alveg í rassgatið á manni trylltir af óþolinmæði yfir því að maður sé að dóla sér á löglegum hraða, lendi nær eingöngu í þessu með rándýrar flottræfils drossíur...hvernig sem stendur á því.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.9.2007 kl. 20:59

5 Smámynd: Sigurjón

Það er reyndar fátt skemmtilegra en einmitt að dóla sér á undan svona liði.  Ég geri mér far um það...

Sigurjón, 8.9.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband