Nýjasta tækni og vísindi

Toyota Prius er með bensínvél sem nýtur aðstoðar rafmótors og rafhlöðu. Bíllinn  er hálfgerður rafmagnsbíll og hálfgerður bensínbíll og þaðan er nafnið "hybrid"  komið, því bíllinn er "hvorki eitt né annað".  tilgangurinn með tækninni er að  gera bílinn sparneytinn.

Nú er bandaríski herinn farinn að skoða aðra notkun "hybrid" tækninnar og  markmiðið er ekki sparneytni heldur betri torfærueiginleikar og sitthvað fleira.

Það hefur löngum þekkst í járnbrautalestum að láta díselvélar búa til rafmagn  sem síðan er látið knýja hjól lestarinnar. Þessi sama aðferð er notuð í amk.  tveim nýjum farartækjum sem herinn er að fikta með. Það fyrra heitir HEMMT A3:

 033447.2-lg

Kosturinn við þessa hönnun er að ekkert pláss fer undir öxla, mismunadrif og  gírkassa.  Hönnun undirvagnsins verður því einfaldari.

 

 

 

Rafmagsmótor er inní hverri hjólaskál fyrir sig enda er bíllinn með aldrifi. 

Þar sem díselvélarnar  framleiða þriggja fasa riðstraum er hægt að nota þessa bíla sem raforkuver en  hernaður hefur víst aldrei verið rafmagnsfrekari.

Í stað þess að vera með rafhlöður eru notaðir þéttar sem geta gefið auka 190  hestöfl í tíu sekúndur.  Þéttarnir eru hlaðnir upp þegar ferlíkið bremsar.

AHED-chassis-cutaway

 

 

 

 

 

 

 

Hér er lítil og létt útgáfa sem notar þessa sömu tækni:

aggressor_mil

 

 

 

 

 

 

 

Farartækin geta keyrt með slökkt á díselvélinni og ferðast þannig hljóðlega og án þess að koma fram á hitamynd.

Ég spái því að "hybrid" tæknin verði komin til íslenskra jeppamanna fyrr en síðar og að höfuðmarkmiðið verði ekki að spara eldsneyti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Nokkrir vírar eru nú líka töluvert léttari en gírkassi, drifskaft og drif. Ætli það sé ekki bara tímaspursmál hvenær maður geti fengið svona kit?

Jón Ragnarsson, 9.9.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband