Ætti ég að hafa áhyggjur?

Ég skokkaði fram hjá Nauthólsvík á mánudag og sá að nýja hús Háskólans í Reykjavík er þegar farið að stingast upp úr jörðinni rétt hjá veitingastaðnum Nauthól.

Ég fékk smá hland fyrir hjartað, því ég veit að tækni og verkfræðideild skólans opnar þarna strax haustið 2009 og það verða margir nemendur og kennarar sem keyra þangað.

Hér er mynd af svæðinu.  Rauði bletturinn er nýja svæði skólans:

hrvatnsmyri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Loftmyndin sýnir veg sem liggur fram hjá hótel Loftleiðum niður í Nauthólsvík.  Vegurinn byrjar á gatnamótunum við slökkvistöðina.  Það er líka malarvegur þarna niðureftir, sem hlykkjast í gegnum kjarrið í Öskjuhlíð fram hjá kirkjugarðinum.  Sá vegur er ekki til stórræðanna.

Ég velti fyrir mér hvernig biðröðin á eftir að verða á vinstri beygjunni hjá slökkvistöðinni.  Ég efast um að núverandi vegamót beri umferðina.

Haustið 2009 verður komið von bráðar.  Vonandi er borgarstjórnin búin að skoða málið og á bara eftir að segja frá lausninni í fjölmiðlum.  Ég get varla beðið að sjá hvernig skipulagið á svæðinu verður svo ég geti byrjað að láta mig hlakka til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Er þetta ekki allt skipulagt, samþykkt og frágengið? Samgöngumiðstöð og Háskólinn í Reykjavík ofl. Framkæmdaleyfi fengist ekki ella. Ætli fólk hópist svo niðureftir að mótmæla þegar allt er hálfrisið?

Ívar Pálsson, 6.2.2008 kl. 21:23

2 Smámynd: Kári Harðarson

Það getur verið að þetta sé samþykkt og frágengið, en hefði þá ekki átt að koma 1-2 bls. einhversstaðar í blöðunum þar sem þessu er lýst, eða ef ekki fer það þá ekki að verða tímabært?

Kári Harðarson, 6.2.2008 kl. 21:27

3 identicon

Þetta er einfalt Kári. HR og HÍ ættu að stíga það skref sem flestir háskólar í Evrópu hafa aldrei þurft að stíga: bjóða ekki upp á bílastæði fyrir nemendur.

Einfalt og það virkar vel. Vinsælt;nei. Gáfulegt: já. Eru þetta ekki háskólar? Stúdentar eiga hvort sem er ekki pening fyrir neinu (segja þeir).

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:58

4 identicon

Eða þá að hvetja alla háskólanema að leggja niðri í kirkjugarði og labba yfir hæðina í skólann ... glætan að það leysi nokkurn vanda.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 07:23

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta verður eitt klúðrið í viðbót. hefði vilja hafa þetta svæði friðað fyrir öllum framkvæmdum en þetta er algjör perla fyrir þ.e. útivistarsvæði. 

Valdimar Samúelsson, 7.2.2008 kl. 11:22

6 identicon

Mér sýnist þetta nú allt stefna í rétta átt.

Skv. plaggi sem ég fann á vef Reykjavíkurborgar er búið að samþykkja tilboð frá verktökum í gatna- og lagnagerð þarna á þessu svæði:
http://www.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skjol/svid/thjonustu_og_rekstrarsvid/innkaup_rekstur/nidurstodur/2008/12054_H_sk_linn___Rvk_gatnag._og_lagnir_2._f_-_nidurstada_IKR.pdf 

Annað plagg sem ég fann með venjulegri "gúglun" sýnist mér vera einhver kynning á áætluðum framkvæmdum borgarinnar hjá Samtökum Iðnaðarins árið 2008. Þar kemur fram að 300 milljónir fari í gatna- og lagnagerð á þessu svæði:
http://www.si.is/media/mannvirkjagerd/20080125-utbth-rvk.pdf
(Vatnsmýrin er kynnt á bls. 28 í þessu plaggi og þar má sjá einhverjar útlínur á því hvernig götum verður potað niður á svæðinu).

Ég reyndar veit ekki hvað þetta þýðir í raun... þ.e. hversu langt þessi gatnagerð verður komin þegar komin verður þörf fyrir hana, en það er þó allavega verið að vinna í þessu. Hversu skynsamleg sú vinna er ætla ég að bíða með að leggja mat á. Ég þykist líka vita að við munum hafa ólíkar skoðanir á því Kári þar sem ég man varla einu sinni hvort ég á hjól .

Stefán Freyr Stefánsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Kári Harðarson

Þarna varstu fundvís!  Ég var búinn að svipast um eftir teikningu en fann ekki.

Mér sýnist þetta vera í rétta átt.

Kári Harðarson, 7.2.2008 kl. 15:30

8 Smámynd: Sturla Snorrason

Ég hef verið að setja myndir, teikningar og tengla af þessu svæði á bloggið hjá mér. Að mínu viti er þetta eitt allsherjar klúður, stenst hvorki skipulags eða umhverfislög.

Þetta er góður puntur hjá Bjarna Gautasyni að skipuleggja höfuðborgarsvæðið í heild sinni, Það er fáránlegt að borgarfulltrúar og borgastjóri sem situr tímabundið geti gefið stóra lóð með það að markmiði að koma flugvellinum burt. síðan á ríkið að leysa umferðarvandan með Öskjuhlíðargöngum, göngum undir Kópavog og ofan á það að byggja nýjan flugvöll einhver staðar á kolómlegum stað. 

Sturla Snorrason, 8.2.2008 kl. 12:45

9 Smámynd: Kári Harðarson

Það er hárrétt.  Ákvarðanir borgar yfirvalda geta gert menn að milljarðamæringum eða öreigum á einni nóttu.

Þess vegna verður borgarskipulag að vera njörvað niður til margra áratuga.  Eins og staðan er núna sýnist manni sjálf borgarlandið vera eins og skiptimynt þegar gera á pólitíska greiða.

Ég myndi til dæmis vilja eiga land undir sjoppu í grend við nýja Háskólann - eða amk.pláss fyrir lítið hjólaverkstæði.    Ætli ég geti fengið því úthlutað?

Kári Harðarson, 8.2.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband