Hvers konar iðrun?

Í guðsspeki er til tvenns konar iðrun.  Annars vegar sú sem er kölluð á ensku "Contrition", sem er einlæg iðrun, hatur á syndinni, vilji til að syndga ekki framar.

Hins vegar "Attrition" eða þrælsótti, að þora ekki að syndga vegna ótta við afleiðingarnar, vítisvist (eða lélega útreið í kosningum).

Spyr sá sem ekki veit:  Hvers eðlis er iðrun sjálfstæðisflokksins í dag?  Þori ég að kjósa hann næst, trúa því að "hann sé búinn í meðferð" eins og Ómar Ragnarsson komst að orði.

 


mbl.is „Flokkurinn þoli stór orð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Kári! Auðvitað kýstu Stjórnmálaflokk Allra Landsmanna!

Flosi Kristjánsson, 2.3.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

"Iðrun" - þegar GUÐ var að fjalla um hvað felst í orðinu IÐRUN þá voru íslenskir stjórnmálamenn á bak við TRÉ (ekki skilningstréið) og fengu ekki skilning í það orð!  Mig minir að "útrásarskúrkarnir" hafi skrópað í þann tíma hjá GUÐ, alveg eins og þeir skrópuðu í tímann um "hvað felst í góðri hegðun" - ég mæti í alla þessa tíma hjá GUÐ og hafði bara lúmskt gaman af...

Jakob Þór Haraldsson, 2.3.2009 kl. 10:48

3 Smámynd: Einar Indriðason

Nei, þú gefur þeim frí í lengri tíma.  Og athugar á meðan fríinu stendur, hvort og hvernig þeir hafi bætt sig. Þeir þurfa jú að sanna sig aftur.

(Persónulega þá held ég að þessum flokki sé ekki viðbjargandi....)

Einar Indriðason, 2.3.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sendum þá í klaustur í eitt kjörtímabil til að skoða iður sín (felst í orðinu). Kannski koma þeir endurfæddir til baka. Annars eru þeir svo totalitarian í kleptókrasíunni að engin leið verður fyrir þá að setja mannlega velferð í forsætið. Ritningin mun ávallt vera í fyrsta sæti eins og í svo mörgum skyldum hugmyndakerfum.

Það er alveg í anda Pápískunnar að segja að glöpin séu ekki stefnunni að kenna heldur mannlegum brestum. Einmitt það sem Páfagarður hefur borið við til hvítþvottar á 600 ára ofsóknum, bælingu þekkingar og morðæði og raunar 1500 ára myrkri í mannkynsögunni.  Þeir sem hafa lesið ritninguna bíta nú í vör við slíkar útskýringar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta er mun þroskaðra hjá íhaldinu en Samfylkingunni.

Ágúst Ásgeirsson, 2.3.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband