Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Frjáls verslun ?

Ég er með bissnesshugmynd: 

Hvernig væri að fara til Bandaríkjanna og kaupa 50 stk af Ipod á  12.000 krónur hvern, og koma með heim aftur í ferðatösku.

Þegar taskan kemur á færibandinu opna ég hana og tek upp Ipoddana. Svo  sel ég hverjum sem vill Ipod á 17.000 í stað 19.999 í Elko í  fríhöfninni við hliðina á.

Ég myndi græða 250 þúsund (sem nægja vel fyrir farmiðanum til  Bandaríkjanna) og hver kaupandi myndi samt græða þrjúþúsund á því að  versla ekki við Elko.

Mig grunar samt að starfsmenn Leifsstöðvar myndu reyna að stoppa mig.  Ég myndi spyrja hvort Leifsstöð væri ekki í ríkiseigu og landareign  almennings samkvæmt lögum, og hvort ég þyrfti leyfi til að stunda  viðskipti þarna í einskismannslandi utan lögsögu, tolla og  virðisaukaskatts?

Svo yrði mér gefin einhver skýring og mér hent út, og Ipoddarnir  gerðir upptækir svo ég hugsi mig tvisvar um áður en ég reyni aftur að  stunda frjáls viðskipti.  

Baggage


Your call is important to us...

Þegar ég kom út til Frakklands opnaði ég bankareikning.  Mér var bent inn til þjónustufulltrúa sem  heitir Madame Elisabeth Chevalier.  Ég er ekki vanur að muna nöfn en ég gleymi ekki hennar nafni.

Hún benti mér á að hafa samband  við sig hvenær sem væri og lét mig hafa  kortið sitt með símanúmerinu sínu á.  Áður en ég flutti heim heimsótti  ég hana og við kvöddumst með virktum. 

Ég var einu sinni með þjónustufulltrúa hjá Glitni, mig rámar í að hún hafi heitið Svandís Kristinsdóttir.  Svo hætti Glitnir að leyfa viðskiptavinum að hringja beint í starfsfólkið, væntanlega til að  trufla ekki starfsmenn svo þeir gætu sinnt starfi sínu betur !?

Þess í stað hringi ég í aðalnúmer Glitnis og fæ nafnlausan þjónustufulltrúa eftir að hafa beðið í smástund.  Allt voða hagkvæmt og nútímalegt, eins og í Bandaríkjunum.  "Til að bæta þjónustu okkar eru öll samtöl tekin upp".  Hvernig batnar þjónustan við það?  "Your call is important to us so please hold".  Er það ekki mótsögn?

Ef sambandið slitnar og ég verð að hringja aftur þarf ég að bera erindið fram á ný.  Aldrei tek ég eftir nafni þess sem ég tala við.

Öll hin íslensku risafyrirtækin eru búin að taka upp þessar bandarísku aðferðir til að geta betur þjónustað þessa risastjóru smáþjóð.  Viðskiptaskólar kenna hvernig eigi að skapa viðskiptavild og auglýsa bætt þjónustustig á sama tíma og þjónustan verður ópersónulegri.

Ég var orðinn samdauna þessu og hélt að nútíminn væri  bara svona, en svo sá ég að í milljóna landi og í borg þar sem búa jafn margir  og í Reykjavík, er ennþá hægt að fá bissnesskortið hjá  þjónustufulltrúanum úti í banka og hún þekkir mann með nafni og hringir til að láta mann vita ef maður geymir peningana á reikningi sem bera ekki nógu háa vexti.

Kannski eru frakkar bara gamaldags - en - við erum bara þrjúhundruðþúsund for crying out loud.  Af hverju ætti  ég ekki að vita hvað bankafulltrúinn minn heitir?  Ég held að íslensk fyrirtæki séu farin yfir strikið í að hagræða og það er á kostnað neytenda.

 


Hvaða kvóti er þetta?

Ég gerði smá verðkönnun á leið heim til Íslands enda er ég alltaf að leika  neytendafrömuð. Ég tók tvær algengar vörur, Ipod og Xbox og bar saman í  raftækjaversluninni "FNAC" í Frakklandi og svo í Elko í Leifsstöð.

Ipod

Út úr búð í Frakklandi kostar svartur 8GByte Ipod Nano 209 Evrur. Evran er 91 kr  svo það gera 18.810 kr.  Í Frakklandi er 19% söluskattur.  Ef ég fæ söluskatt  endurgreiddan á leið úr landinu kostar Ipod mig því 15.237 kr.

Verslunin Elko í Leifsstöð selur þennan sama svarta 8 gigabyte Ipod fyrir 19.999 kr.  Hann er því dýrari án skatta og tolla hjá þeim en með sköttum og tollum í  Frakklandi.

Venjulegar verslanir í Evrópu eru ekkert sérstaklega ódýrar. Þessi Ipod kostar  199$ á heimasíðu Apple í Bandaríkjunum. Dollarinn er 63 krónur svo það gera  12.537 kr. með sköttum í Bandaríkjunum.  Ókeypis heimsending er innifalin í því  verði.

ipod

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Xbox 

Næst er það Xboxið.

Út úr búð í Frakklandi get ég keypt Xbox 360 með leiknum "Call of duty"  inniföldum fyrir 385 Evrur.  Leikurinn innifaldi kostar annars 60 evrur. Með  tölvunni og leiknum fylgir afsláttarmiði upp á 50 Evrur.  Síðan fást 56 evrur  endurgreiddar í skatt á leið úr landinu.  Því er endanlegt verð á sjálfri Xbox  tölvunni (385-50-60-56) * 91 kr = 19.929 kr.

Í Elko í Leifsstöð kostar þessi sama Xbox 360 tölva 30.999 kr.  Aftur kem ég því  betur út með því að versla ekki í Leifsstöð.

 

Hvers vegna?

Mér finnst það skrýtið að svokölluð "Duty Free" verslun skuli ekki geta keppt  betur við venjulegar búðir í Evrópu.

Enginn heilvita maður kaupir svona tæki í bænum, flestir kaupa þau úti á  flugvelli á leið inn í landið.  Þarna er því hálfgerð einokun í gangi.  Af  hverju er þetta eina búðin úti á flugvelli?  Af hverju geta menn ekki bara  framvísað farmiðanum í Heimilistækjum eða bræðrunum Ormsson og fengið skattinn  dreginn af þar?

Ef Elko borgar ríkinu sérstaklega fyrir þau forréttindi að selja íslendingum  raftæki án tolla og skatta, þá er þarna um úthlutun á kvóta að ræða.  Hvenær var  þessi kvóti boðinn út og hvaða "auðlindagjald" þarf Elko að greiða fyrir réttinn  til að vera sá sem selur öllum Ipod og Xbox?

Er auðlindagjaldið kannski svo hátt að það útskýrir hvers vegna Elko getur ekki  keppt við venjulegar verslanir í Evrópu (hvað þá Bandaríkjunum)?


Tökum slaginn!

Á heimasíðu neytendasamtakanna í gær setti Jóhannes formaður inn grein sem heitir "Bjartari tímar í neytendamálum".  Þar stendur meðal annars þetta:

Íslenskum neytendum er oft legið á hálsi að vera værukærir og hugsa lítið um sinn hag. Sá sem þetta skrifar hefur starfað lengi að þessum málum og af fenginni reynslu hefur þar orðið mikil breyting til batnaðar. Þannig eru neytendur miklu harðari á því að ná fram rétti sínum en ekki síður að afla sér upplýsinga áður en t.d. dýrari neysluvörur eru keyptar. Einnig má minna á að miðað við íbúafjölda eru Neytendasamtökin hlutfallslega ein þau fjölmennustu í heimi. Það hjálpar hins vegar lítið að státa af því í fámenninu hér á landi. Og það er einmitt fámennið og skilningsleysi stjórnvalda sem gera það að verkum að staða neytendamála er önnur hér á landi borið saman við nágrannalönd okkar. Þess má einnig geta að á vegum Neytendasamtakanna er nú verið að hringja í neytendur og bjóða þeim aðild að samtökunum. Miðað við viðbrögð neytenda er greinilegt að margir þeirra telja nauðsynlegt að hafa öflug Neytendasamtök. 

 

Vonandi er þetta rétt.  Vonandi eru íslenskir neytendur að vakna til meðvitundar.

Ég á mér draum.  Hann er að geta farið heim frá útlöndum án þess að fá þann njálg að þurfa að gera einhver hagstæð innkaup áður en ég fer heim í gúlagið.  Ef vöruverð hér yrði um það bil svipað og annars staðar væri svo miklu auðveldara að búa hér.

Fjarlægðin frá Íslandi til annara landa skýrir á engan hátt vöruverðið.  Það er lengra frá Taiwan til Bandaríkjanna og ekki eru sjónvörpin dýr þar.  Verðið stafar af fákeppni og einokun, hefur alltaf gert, og við getum breytt því.

Ég skora á alla að ganga í samtökin svo þau fái þann slagkraft sem þau þurfa.  Gefið ykkur þetta í jólagjöf.

high noon


Leiðbeiningar fyrir ferðamenn í Frakklandi

Í tilefni af heimferð minni til Íslands frá Frakklandi hef ég tekið reynslu mína saman í pistil svo aðrir megi njóta.

Frakkland er miðlungs stórt útland í miðri Evrópu.  Það er mikilvægur meðlimur í  samfélagi þjóðanna en ekki eins mikilvægt og það heldur sjálft.  Það liggur upp að Þýskalandi, Spáni, Sviss og nokkrum minni þjóðum þar sem ekki er gott að  versla.  Frakkland er mjög gamalt land með mikla menningarfjársjóði eins og  Louvre safnið og Eurodisney.  Framlag þess til menningar vesturlanda er meðal  annars kampavín, Camembert ostur og fallöxin.  Þótt Frakkland líti á sjálft sig  sem nútíma land þá er engin loftræsting og það er ekki hægt að panta  mexíkanskan mat.  Það er viðvarandi vandamál að fólk sem maður hittir hér reynir að tala við mann frönsku þótt margir endi með því að tala ensku ef maður æpir nógu hátt.  Eins og í öðrum útlöndum er mikilvægt að passa vel hvað maður fær til baka af  skiptimynt.

Etxe_PlanABC

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Fréttirnar berast hratt" 

 

Í Frakklandi eru 54 milljónir íbúa sem reykja og drekka mikið, keyra illa, eru kynóðir, og geta ekki beðið í biðröð.  Frakkar eru yfirleitt í vondu skapi,  skapstyggir, stoltir, dramblátir og óagaðir, og þetta eru kostirnir.  Flestir  frakkar eru kaþólskir þótt maður geti ekki séð það á framferðinu.  Margir eru  kommúnistar og topplaus sólböð eru algeng.  Menn hér hafa stundum kvennmannsnöfn eins og "Marie" og þeir kyssa hvorn annan þegar þeir afhenda  medalíur.  Ferðamenn ættu að fara um í hópum í litríkum fötum og með hornaboltahúfur til að geta fundið hvorn annan.

Frakkland er yfirleitt öruggur staður að ferðast á, þótt öðru hvoru sé ráðist á það af Þýskalandi.  Hefðin er sú að Frakkar gefast strax upp og lífið heldur áfram lítið breytt burtséð frá skorti á viskýi.  Göng til Bretlands voru opnuð nýlega til að auðvelda ríkistjórninni að flýja.

Frakkland var uppgötvað af Karlamagnúsi á miðöldum.  Aðrar mikilvægar persónur úr sögu Frakklands eru Loðvík fjórtándi, Húgenottarnir,  Jóhanna af Örk, Jacques  Costeau og Charles de Gaulle sem var forseti í mörg ár en er nú flugvöllur.

Frönsk stjórnmál eru lýðræðisleg en mjög hávær.  Kosningar eru alltaf í gangi.  Stjórnmálalega skiptist landið í svæði, hreppa, sýslur, borgir, þorp, kaffihús, bása og gólfflísar.

Þingið samanstendur af tveimur deildum, efri og neðri deild en þær eru samt  báðar á jarðhæð.  Þeir sem í þeim eru skiptast í Gaulverja og Kommúnista og hvorugum ætti að treysta.  Aðal verkefni þingsins eru að sprengja kjarnorkusprengjur í Kyrrahafi og bregðast illa við kvörtunum þaraðlútandi. 

Frakkar eru stoltir af menningu sinni þótt það sé ekki auðvelt að sjá af hverju.  Öll frönsk lög hljóma eins, og þeir hafa yfirleitt ekki gert bíómyndir sem fólk nennir að sjá nema út af nektarsenunum.  Að sjálfsögðu er ekkert leiðinlegra en frönsk skáldsaga.

Þegar öllu er á botninn hvolft er sama hvað þú notar mikinn hvítlauk, snigill er  bara slumma með skel ofaná.  Frönsk hveitihorn eru hinsvegar ágæt þótt það sé ómögulegt að bera fram "Croissant" til að panta þau.  Ferðalöngum er bent á að halda sig við ostborgara á Sheraton en þar er töluð enska.

Í Frakklandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sem er merkilegt því fólk vinnur yfirleitt ekki.  Ef þeir eru ekki í fjögurra tíma hádegismat þá eru þeir í verkfalli að loka vegunum með traktorum.  Helstu útflutningsvörur frakka raðað eftir þjóðartekjum eru: vín, kjarnorkuvopn, ilmvötn, flugskeyti, kampavín, byssur, eldvörpur, jarðsprengjur, skriðdrekar, árásarþotur, ýmis smávopn og ostur.

Frakkland hefur fleiri frídaga en nokkuð annað land.  Af 361 frídegi eru 197 helgaðir dýrðlingum, 37 helgaðir frelsun landsins, 16 helgaðir yfirlýsingu lýðveldis, 18 helgaðir Napóleoni á leið í útlegð og 17 helgaðir Napóleóni á leið úr útlegð.

Frakkland hefur fjölbreytta sögu, fallegt og fjölbreytt landslag, og þægilegt loftslag. Það væri frábært land ef það væri ekki fullt af frökkum.  Það besta  sem hægt er að segja um Frakkland er að það er ekki Þýskaland.

gaston

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í alvöru talað er þetta lauslega þýtt héðan

 


"Þá er sú freisting frá" sagði ofvitinn

"Kynlíf án ástar er tilgangslaus lífsreynsla, en það er samt langbesta tilgangslausa lífsreynslan sem í boði er" sagði Woody Allen.  Hann sagði líka að ekki mætti tala illa við sig um sjálfsfróun því þar væri um að ræða kynlíf með aðila  sem hann elskaði mjög mikið.

Mér finnast eldrauðar ástarsögur  vera á mjög lágu plani.  Þær ofbjóða mér.  Mér finnst við hæfi að lýsa þeim með orðinu  "socioporn" eða "félagsklám".  Ég hef samt ekki viljað banna þær því ég veit að margar óuppgötvaðar prinsessur lesa þær til að létta á einsemdinni og ekki vil ég taka þá ánægju frá þeim.

index

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Klám er ekki skilgreint í landslögum frekar en alkóhólismi.  Mín skilgreining á honum er að alkóhólisti er sá sem drekkur meira en ég og mér er í nöp við.  Með sömu rökum get ég sagt að klám sé kynlíf annara sem ég fíla ekki.  Þetta hljómar ekki eins og eitthvað sem ætti að setja í lög en engu að síður hefur það verið gert.

Internetið er eins og risastórt skólprör inn á heimili landsmanna.  Ég myndi benda lesendum á að kíkja á www.youporn.com til að sjá hversu auðvelt er að nálgast klám á netinu, en þá væri ég að stuðla að útbreiðslu kláms og það er bannað með lögum.  Það er alveg tímabært að taka þessa umræðu.

Það má segja að klámvæðing geri út á fíkn í endorfín og sú fíkn er eins og hver önnur fíkn.  Hins vegar er erfit að setja lög um fíknir, hefur reynslan sýnt.  Tóbak og brennivín er leyft, hass ekki.

Grein 210 tekur ekki á skilgreiningunni á klámi en bannar það einfaldlega.  Femínistar eru því í fullum rétti að kæra Visa og það verður athyglisvert að fylgjast með málinu.  Hvort sem þessi málatilbúnaður er slæmur fyrir málstað femínista eða ekki, þá vekur hann samt athygli á lagabókstaf sem þarf sennilega að endurskoða í ljósi klámvæðingar.

Íslendingar hafa ekki verið mikið fyrir að byggja lög og reglur á grunngildum en tjasla bara saman reglum eftir hentugleikum, samanber lög um skatt á geisladiskum,  bann við  bjór og fleira mótsagnakennt.

Svona málaferli koma því skiljanlega illa við þá sem álita að þeir sem eru prinsippfastir séu bara með vesen.  Ég er fylgjandi þessum málaferlum vegna þess að ég álít að íslendingar hafi gott af því að verða aðeins prinsippfastari.


PS: Hér er lagagreinin fyrir þá sem vilja setja sig inn í málið.

210. gr. Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum …1) eða fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum.]2)
Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti.
[Hver sem flytur inn eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt].3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)


mbl.is Femínistafélagið kærir Vísa-klám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jolie hvað?

Þarna á að vera kominn listinn yfir kynþokkafyllstu leikkonur allra tíma um allan heim.  Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. 

Það er skrýtið hvernig leikkonur eins og Sophia Lauren, Catherine Deneuve, Marylin Monroe, Jane Mansfield, Grace Kelly, Hedy Lamarr og Audrey Hepburn komast ekki einu sinni ofarlega á þennan lista.

Mig grunar að þeir sem settu þennan lista saman séu fastir á einum stað í tíma og rúmi, með öðrum orðum "heimskir".

hedyFull

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í óspurðum fréttum þá var það Hedy Lamarr á myndinni hér að ofan sem fann upp "Spread Spectrum" radíósenditæknina í seinni heimsstyrjöld og er því óbeint kveikjan að því að þráðlaus net og gemsar virka eins vel og þau gera.

 

PS:  Greta Garbo, Lana Turner, Judy Garland, Ingrid Bergman, Katharine Hepburn, ég get haldið áfram...

 


mbl.is Jolie kynþokkafyllst enn og aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðu mér tilboð sem ég get ekki hafnað

Eitt lærði ég í bók með heilræðum um hvernig ætti að versla hagkvæmt, og það var að verða ekki ástfanginn af vörunni sem ég er að fara að kaupa.  Ef ég verð að eignast Golf GT Sport og ekkert annað kemur til greina mun reyndur sölumaður sjá það á mér langar leiðir og ég er ekki í neinni aðstöðu til að  semja um afslætti við hann eftir það.

Maður þarf því að vera hæfilega áhugalaus til að gera góð kaup.

Ég var að láta mér detta í hug aðferð við að ná niður vöruverði. Vefsíða væri búin til þar sem þeir sem vilja kaupa ákveðna vöru geta hizt og sammælst um 4-5 tegundir af þeirri vörutegund sem kaupa skal.  Síðan er tilboða leitað.  Sá sem selur hópnum vöruna á lægstu verði fær að selja öllum hópnum.

Skilyrði væri að allir sættu sig við allar tegundirnar áður en þeir skrá sig inn á tilboðssíðuna og skuldbintu sig til að kaupa af þeim kaupmanni sem býður bestu kjörin.

Dæmi um þetta væri kaup á flatskjá.  Ég gæti vel hugsað mér tvö tæki frá Panasonic, tvö frá Sony og eitt frá Toshiba.  Ef ég keypti þetta tæki í slagtogi með tuttugu öðrum hlyti verðið að geta orðið mjög hagstætt.

Eina spurningin í mínum huga er:  Hversu góðan afslátt mætti fá ef keypt eru tuttugu tæki í stað eins?  Hvað með fimm?  Hvað með fimmtíu?

Mismunandi vörur eru á mismunandi verði til að byrja með, hvernig er hægt að gera stuðul sem sýnir óvéfengjanlega hver bestu kaupin eru? Væri kannski hægt að bera verðið saman við verðin í Evrópu eða Bandaríkjunum og sjá hver kemst næst uppgefnu verði erlendis?

Er eitthvað til í þessari hugmynd?

Ég enda pistilinn á tilvitnun í Brynhildi Pétursdóttur hjá Neytendasamtökunum:

Að lokum mæli ég með því að upplýsingum um gengi Nasdaq og FTSE í lok fréttatímans verði skipt út fyrir upplýsingar um verð á mjólkurlítra, bensínlítra og annarri nauðsynjavöru. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst það einhvern veginn nærtækara.


Geturðu lánað mér 210 þúsund kall?

Ég hef aldrei getað skilið þessar stóru tölur.  Það hjálpar mér samt að segja sem svo,  að ef þjóðin ætlaði að leggja saman í púkkið fyrir þessum 63 milljörðum sem vantar á borðið núna þá væru það 210 þúsund krónur á hvern íslending.  Önnur leið við að horfa á þetta er að segja að þetta séu rúmlega tíu þúsund árslaun venjulegs manns (ekki fjárfestis).

john_hurt1

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef heyrt svo oft að fjárfestingar séu ekki alvöru fyrr en þær eru seldar í skiptum fyrir peninga.  Ég hef samt aldrei skilið það almennilega.  Þetta er ennþá að vefjast fyrir mér hvernig sumir geta mætt í vinnuna alla ævi og fengið borgað í þessari sömu mynt og er notuð í þessum kaupum og sölum.

Launin hjá venjulegu fólki verða svo óraunveruleg við hliðina á þessum upphæðum.  Hvernig getur maður vaknað og drifið sig í vinnuna þegar næsti maður við hliðina á græðir tíu árslaun á einu augnabliki?

Eina svarið sem ég hef er, að maður verður að vinna að einhverju sem maður vill gera og láta peningana vera aukaatriði.  Ef maður einblínir á þá  verður maður sturlaður.

 

 


mbl.is Forstjóraskipti hjá FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband