Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Íslenskur Celsius

Við gengum í sund áðan, konan mín og ég. Við vorum bæði í stuttbuxum og sammála um að það væri hlýtt. "Samt er bara fimmtán stiga hiti úti" sagði konan mín. "Það er vegna þess að íslenskar fimmtán gráður eru hlýrri en útlendar tuttugu gráður" sagði ég.

Þegar við bjuggum í Bandaríkjunum féll hitinn niður í tuttugu gráður í Október og það var merki um að haustið væri að koma. Þá fórum við í síðbuxur og sokka, og ekki langt í að við færum í peysu.

Í framhaldi af þessu datt mér í hug að íslendingar ættu að taka upp íslenskar Celsius gráður rétt eins og íslenska krónu. Þá getum við haldið hitastiginu á Íslandi stöðugu í tuttugu og fimm gráðum og hér verður virkilega eftirsóknarvert að búa. Ef veturinn er erfiður breytum við genginu á íslensku celsiusgráðunni sem því nemur.

Ég er sannfærður um að ef við værum komin með íslenskar gráður myndum við alls ekki vilja hætta að nota þær, því ef þær væru lagðar niður kæmi í ljós að á Íslandi væri frekar kalt.

Á sama hátt er rétt að vilja ekki Evru því hún myndi lækka laun og leiða í ljós að hér eru þau ekkert sérstök. Þá er betra að trúa því að við séum með há laun en hér sé allt svo dýrt.

standard-weather-thermometer.jpg


Opinn hugbúnaður - opin gögn

Microsoft (MS) Office pakkinn sem flestir þekkja kom fyrst út sem Office 3.0 árið 1989 og er því orðinn nítján ára gamall.  Hann er orðinn stór hluti af lífsreynslu flestra sem nota tölvur á annað borð, rétt eins og QWERTY lyklaborðið og músin.

picture1.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef menn vilja nota annan pakka kostar það endurþjálfun.  Þessi rök voru notuð gegn því að hætta að nota Office pakkann en nú hefur Open Office pakkinn (sem er ókeypis) orðið sífellt líkari MS Office og þessi þjálfunarkostnaður er því orðinn lítill sem enginn.

Skjöl sem voru vistuð með MS Office voru aðeins læsileg í MS Office.  Þessi rök mæltu einnig gegn því að nota annan hugbúnað, því annars gætu starfsmenn ekki auðveldlega skipst á skjölum.  Open Office getur lesið og skrifað MS Office skjöl svo þessi röksemd er líka orðin veigaminni.

Það að Microsoft kostar peninga en Open Office er ókeypis skiptir ekki miklu máli.  Ég held ekki að kostnaðurinn við að kaupa Microsoft hugbúnað eigi að stjórna umræðunni, kostnaðurinn er varla meiri en kostnaður við að kaupa kaffi fyrir starfsmenn.

Það sem skiptir meira máli er að opinberar stofnanir eiga ekki að vista skjöl á skráarsniði sem aðeins einn hugbúnaðarrisi hefur stjórn á.  Það væri í mínum huga eins og að leggja vegi um landið sem aðeins einn bílaframleiðandi hefur heimild til að þróa bifreiðar fyrir.

Íslenskar stofnanir ættu frekar að huga að því að vista reikniarkir og ritvinnsluskjöl samkvæmt opnum stöðlum eins og ODF en ekki lokuðum eins og DOC og XLS.  Hvaða forrit eru valin til að búa þessi skjöl til er ekki eins mikilvægt.

Ég er ekkert hrifnari af Open Office en Microsoft Office.  Það er kaldhæðnislegt, en til þess að verða nógu boðlegt fyrir vanadýr sem hafa alist upp við Microsoft Office þurfti Open Office að verða næstum nákvæmlega eins og Microsoft Office.  Munurinn er því nánast enginn.

Ég endurtek: Það sem skiptir máli er að skjölin séu læsileg öllum forritum sem vilja lesa þau.  Einhver, einhverntímann getur þá búið til forrit sem les og skrifar öll þessi ráðuneytaskjöl, forrit sem verður betra og vinsælla en Microsoft Office og Open Office samanlagt, eða getur hluti sem höfundum Office pakkanna datt ekki í hug.

 


mbl.is Allt opið og ókeypis?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þín bíður sending

Í morgun barst tilkynning um pakka frá pósthúsinu en pakkinn sjálfur barst hins vegar ekki. Var sendandinn ekki að borga póstinum fyrir að láta mig fá pakka? Af hverju ber pósturinn bara út tilkynningar um pakkana en ekki pakkana sjálfa?  Fljótlega svarið er að bréfalúgan er svo lítil, en af hverju er hún það? Ef pósturinn biður mig að setja upp stærri póstkassa myndi ég glaður gera það.  Eigum við ekki bara að drífa í því?

Þjónustan sem pósturinn er að selja er að spara manni bæjarskutlið en samt þarf ég yfirleitt að fara í bíltúr til að sækja póst og alltaf ef ég ætla að senda hann.  Þegar maður er einu sinni kominn af stað með bréfið eða pakkann, ætti maður þá ekki bara að fara með hann alla leið?

Ég skoðaði tilkynninguna til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem lægi á eða hvort ég gæti afgreitt þetta í næstu bæjarferð, hvort þetta væri lítill pakki sem ég get sótt á hjólinu eða stór kassi sem ég þarf bíl til að sækja. Hins vegar stendur ekkert á miðanum nema sendingarnúmer upp á 13 stafi til innanhússnota fyrir starfsmenn póstsins, engar upplýsingar fyrir mig. Nafn sendanda, borg, land, hvenær sent, innihald, ekkert slíkt tekið fram.

"Hvert á ég að sækja pakkann?" hugsaði ég næst. Á miðanum stendur. "Vinsamlega framvísið þessum miða á pósthúsinu, sjá bakhlið". Ég kíki á bakhliðina og þar stendur: "Upplýsingar um staðsetningu pósthúsa er að finna á heimasíðu póstsins". Það er ekki einu sinni hægt að segja á miðanum hvaða pósthús sendi miðann! Hefði ekki mátt setja þær upplýsingar á miðann, ásamt opnunartíma? Þeir eru jú að bera út þó nokkra pakka frá þessu pósthúsi og ættu að geta fjármagnað sérstaka prentun á tilkynningarmiða með upplýsingum um pósthúsið, litla mynd sem sýnir hvar þeir eru o.s.frv.



mailbox-776204_618508.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumir kannast kannski við flöggin á póstkössunum í Ameríku.  Pósturinn setur flaggið upp til að íbúi geti séð að til hans er kominn póstur eða pakki.  Póstkassinn er nefnilega nógu stór fyrir flesta pakka.  Færri vita kannski að íbúinn getur líka sett flaggið upp ef hann vill að pósturinn sæki umslag eða pakka til sín í kassann, pósturinn virkar með öðrum orðum í báðar áttir í Bandaríkjunum! Þetta er ótrúlega mikilvægt. Ef ég vil senda manni pakka get ég sett pakkann í minn póstkassa með frímerkjum á og pósturinn tekur hann.  Ég þarf ekki að fara út á pósthús.

Bandaríkjamenn panta mikið af vörum á netinu en þeir eru vanir því að geta notað póstinn og þeir þurfa ekki heldur að tollafgreiða vörur.  Ég pantaði tölvu frá Idaho þegar ég bjó í Norður Karolínu. Hún barst daginn eftir, sendingarkostnaður var innifalinn því varan var yfir einhverju hámarksverði, annars hefði hann víst verið 15$.   Fjarlægðin frá Idaho til Norður Karólínu er 3.340 km sem er lengra en frá Reykjavík til Barcelona en samt fannst mér búðin í Idaho vera í næsta húsi.  Það má venjast þessu.

Góðar pakkapóstsamgöngur eru kannski eitthvað sem íslendingar ættu að þróa til jafns við góðar vegasamgöngur því ef íslenski pósturinn ynni vinnuna sína jafn vel og sá bandaríski myndi bæjarskreppunum kannski fækka og bensínnotkun myndi minka.  Nú ætla ég að keyra 5 km til að sjá hvað bíður mín á pósthúsinu.

Eftirmáli

Pakkinn reyndist vera bíómynd á geisladiski í póstkröfu.  Sendandinn vildi fá 3000 krónur fyrir diskinn en sendingakostnaðurinn var 950 krónur.  Ég þurfti að keyra lengra til að ná í diskinn en ef ég hefði farið heim til sendandans, því hann býr í Reykjavík en pósthúsið fyrir vesturbæinn er á Seltjarnarnesi.  Það hefði líka komið betur út að borga leigubíl undir diskinn.

Best af öllu hefði verið ef sendandinn hefði sent mér bíómyndina í tölvupósti því báðir erum við jú með internet heima hjá okkur - eða hvað?

star-wars-postbox_618505.jpg


Það borgar sig ekki að endurvinna

Þessi grein birtist á heimasíðu Neytendasamtakanna:

Ég rak augun í auglýsingu í blaði um daginn sem sýndi Gísla Martein Baldursson setja dagblöð í endurvinnslutunnu.  „Endurvinnum - umhverfisins vegna“ stendur á myndinni.

Mín reynsla er sú að flest fólk endurvinnur, þegar öllu er á botninn hvolft, frekar peninganna vegna en umhverfisins vegna. Ég heimsótti Þýskaland og Tékkland í byrjun árs og það vakti athygli mína hversu mikið var endurunnið á heimilum vina minna. „Af hverju flokkið þið ruslið ykkar?“ spurði ég tékknesku vini mína. „Vegna þess að það kostar svo rosalega mikið að láta urða óflokkað rusl“. Á götuhorni hjá næstu sporvagnastoppistöð stóðu ólæstir gámar sem borgin hafði sett upp fyrir gler, plast, málm, og pappír.

Ég sé um bókhald lítils húsfélags í Reykjavík. Við erum með tvær sorptunnur, þó að ein tunna myndi næstum því duga, og fyrir hverja sorptunnu borgum við 16.300 kr. á ári. Fyrir ári síðan fengum við að auki endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni, en borgum 11.876 kr. á ári fyrir hana. Sorptunnurnar eru losaðar á viku fresti. Endurvinnslutunnan, sem er alltaf yfirfull löngu fyrir losun, er losuð á fjögurra vikna fresti. Við borgum þá 313 kr. á losun fyrir sorptunnu og 914 kr. á losun fyrir endurvinnslutunnu.

Niðurstaðan er skýr: endurvinnslutunnan borgar sig ekki. Best fyrir pyngju húsfélagsins og íbúa væri að hætta að flokka, senda tunnuna aftur til Gámaþjónustunnar, og setja dagblöð, pappír, plast og málma beint inn í ruslið.

Árangur í endurvinnslu mun ekki nást fyrr en flokkun er orðið hagsmunamál hvers og eins, eins og í mörgum Evrópulöndum. Til þess þarf endurvinnsla að kosta minna en urðun, sem er ennfremur eðlilegt ef það eru verðmæti í endurunnu efni og samfélagslega hagkvæmt að minnka sorpmagnið. Mér skilst að sum sveitarfélög, t.d. Seltjarnarnes og Stykkishólmur, hafa fundið heppilegri og raunhæfari leið til að hvetja íbúa til endurvinnslu. Ég held að Reykjavíkurborg geti gert það líka og vonast sannarlega til þess að svo verði.

Ian Watson 

 


Hvar er best að búa?

Samkvæmt CNN Money er Fort Collins í Colorado einn af bestu stöðunum til að búa í Bandaríkjunum.  Eitt af því fyrsta sem nefnt um borgina er að þar er "bicycle library", borgin leigir út reiðhjól.

Það væri gaman að beita mælikvörðum CNN á Reykjavík og sjá hvernig hún kæmi út í samanburði.  Hvernig er veðursældin, hvað kostar að kaupa í matinn, hvað kostar að kaupa hús, hvað eru menn lengi í vinnuna, o.s.frv.  

Bandaríkjamenn hafa lengi gert svona "cost of living" og "quality of life" kannanir fyrir þá sem eru á faraldsfæti.  Það má segja að Reykjavík hafi haft einokunaraðstöðu á Íslandi og þurfi því ekki að keppa við aðrar borgir um aðstöðu til kayakróðra, fjölda kílómetra af hjólastígum, útimarkaði á sumrin, meðalfjarlægð í vinnu.  Ég vissi að það er fákeppni á Íslandi en ég hafði ekki hugsað um hana í þessu samhengi.

Hins vegar má segja að það sé álíka mikið mál að flytja frá Reykjavík til Kaupmannahafnar eins og frá einni borg í Bandaríkjunum til annarar og því þurfi Reykjavík að keppa við aðrar borgir.  Kosturinn við borgarflutninga í Bandaríkjunum er að fólki tekst yfirleitt að halda viðskiptum við sama tryggingafélag og banka og kostnaður við að flytja búslóðina er lítill miðað við kostnað af gámaflutningi yfir haf.

Bandaríkjamenn gera svo mikið af því að flytja milli borga að þeir hafa gert það að listgrein, liggur mér við að segja.  Það má segja að þeir séu orðnir "nomadic" eða flökkufólk.  Í því ljósi er merkilegt að þeim skuli ekki koma betur saman við Araba sem eru komnir af flökkufólki.  Halo

 


Domino áhrifin

Samkvæmt kennslubókum í hagfræði eiga gjaldmiðlar landa sem skulda mikið að  lækka í verði miðað við gjaldmiðla þeirra landa sem eiga pening. Við það eykst  útflutningur og innflutningur minnkar og þannig minnkar skuldin að lokum.  Bandaríkin skulda mest allra landa enda hefur dollarinn fallið samviskusamlega  síðan árið 2002. Hins vegar hafa mörg lönd sem skulda mikið verið með óeðlilega  sterka gjaldmiðla þangað til núna nýlega. Loksins virðast markaðirnir hafa  tekið eftir þessum löndum.

Bretland, Ástralía, Nýja sjáland og Ísland skulda öll mjög mikið (þau hafa líka  verið með lána og byggingarbólur eins og Bandaríkin). Samt hafa gjaldmiðlar  þessara landa hækkað þar til á miðju árinu 2007, miðað við gjaldmiðla Japan og  Sviss sem skulda þó ekki peninga. Japan hagnast um 4,9% af landsframleiðslu á  hverju ári en hefur þó mátt horfa upp á gengi Yensins falla um 13% frá 2002 til 2007.  Nýja-sjáland, þar sem skuldirnar eru 8% af landsframleiðslu horfði aftur á móti  upp á gjaldmiðil sinn hækka um 28% á sama tíma.

Þessi mótsögn er komin til út af því að alþjóðlegir fjárfestar sóttu í háa vexti  og geymdu því peninga þar sem þá var að finna, í Bretland, Ástralíu, Nýja-sjálandi og Íslandi. Háu vextirnir áttu að bæta fjárfestum upp áhættuna sem þeir  tóku með því að kaupa gjaldeyri sem átti á hættu að falla. Eftir því sem  fjárfestar fengu lánaða peninga þar sem vextir voru lágir, (t.d. í Yenum) til að  leggja þá inn hjá bönkum þar sem vextir voru háir, þá hækkaði verð gjaldmiðla í  síðarnefndu löndunum. Við það framlengdist ójafnvægið því síðarnefndu löndin áttu auðvelt með að slá lán fyrir vikið.

Eftir að hagkerfi heimsins fór úr skorðum á síðasta ári og fjárfestar misstu lystina á áhættu hafa þessi viðskipti undið ofan af sér og það er orðið miklu  erfiðara að fjármagna skuldir.  Fyrir vikið eru skuldir aftur farnar að hafa  áhrif á gengi gjaldmiðla eins og vera ber.  Myndin að neðan sýnir að gjaldmiðlar hafa veikst mest í löndum þar sem skuldir eru miklar, Bretlandi og suður Afríku.  [Ísland er ekki nefnt í greininni en er augljóslega ýktasta dæmið á myndinni].  Hins vegar hafa Yenið og  Svissneski Frankinn styrkst. Sama mynd hefði verið nánast spegluð fyrir ári  síðan.

cfn543.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ástralía, Póland og Ungverjaland eru með óeðlilega sterka gjaldmiðla miðað við skuldastöðu -- líklega eru þau næstu dóminóin sem falla.

Lauslega þýtt úr Economist

 


Góðærið sem aldrei var

Þegar góðærið stóð sem hæst mátti lesa í flestum blöðum að allir væru að verða ríkir. Þetta var ranghugmynd sem mér fannst fæstir fjölmiðlamenn setja út á.  Aðgengi almennings að lánsfé var lagt að jöfnu við góðæri, þótt kaupgeta hans væri í raun að lækka.

Ég fann á eigin skinni í miðju góðærinu að launin mín entust ekki eins og þau gerðu. Um aldamótin gat ég fengið mér hádegismat á Kringlukránni en ég var farinn að láta Sómasamloku duga þegar góðærið var lofsungið hvað mest. Ég hélt á tímabili að ég væri eitthvað skrýtinn og ég væri ekki að fatta einhverja nýja hagfræði en hef svo komist að því að svo var ekki.  Því var líka haldið fram að þótt bankarnir högnuðust væri enginn í raun að tapa því kakan væri að stækka. Það reyndist líka rangt.

Hvað var að gerast? Af hverju fóru peningarnir frá fólki til bankanna? Af hverju hækkaði allt þótt enginn talaði um verðbólgu? Hér er mín skýring:

Í gamla daga prentaði ríkið peninga þegar það þurfti að fjármagna framkvæmdir. Ef peningar eru prentaðir án þess að verðmæti í landinu aukist heitir það "Verðbólga". Ríkið á nýja seðla og getur fjármagnað brýr og sjúkrahús, en þeir seðlar sem fyrir eru falla í verði sem nemur nýju seðlunum. Peningaprentunin er því sem ósamþykktur skattur sem leggst harðast á þá sem eiga seðlabúnka einhversstaðar.

Verðbólgan var orðin svo óvinsæl (sérstaklega hjá peningaeigendum) að yfirvöld fundu nýja leið til að auka hagsæld án þess að þurfa að nota orðið "Verðbólga". Hún var að gefa bönkum leyfi til að prenta peninga í staðinn fyrir að ríkið gerði það.  Nú skyldi einkageirinn byggja brýr og sjúkrahús með bankalánum.

Áður máttu bankar bara lána þá peninga sem þeir áttu til.  Nú máttu þeir lána án þess að þeir ættu innistæðu fyrir láninu því bankarnir geta skráð væntanlega endurgreiðslu lána sem sína eign.  Sá sem biður bankann um lán fær þá, eins og fyrir kraftaverk, innistæðu á reikninginn án þess að úttekt hafi verið færð af öðrum reikningi innan bankans. Nýjir peningar verða þannig til og bankinn hagnast um vexti af peningum sem hann átti ekki til að byrja með.

Heimildin til að prenta svona peninga heitir því saklausa nafni "Bindiskylda" á Íslandi. Lág bindiskylda jafngildir leyfi til að prenta mikla peninga.  Sjá á vísindavefnum um bindiskyldu hér:   http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=841

Þetta er peningaprentun eins og þegar verðbólgan var upp á sitt besta en hún heitir bara ekki verðbólga núna.  Verð á laxveiðileyfum og fínum mat hækkar niðrí miðbæ og húsnæði þrefaldast í verði en samt segja fjölmiðlar að verðbólgan sé lítil sem engin.  Þeir sem eiga þegar hús og landareignir verða ríkari á pappírnum meðan launþegar finna launaseðlana hjaðna í höndunum á sér af því þeir fá stærri lán til að kaupa sömu húsin og voru til fyrir.

Ríkið gaf bankamönnum leyfi til að prenta peninga.  Það gat aldrei staðist að menn sem voru ekkert sérstaklega mikið faglærðir, áttu ekki verðmæti svo sem landareignir og bjuggu ekki til nein áþreifanleg verðmæti með höndunum skyldu verða svona ríkir svona hratt.

Það má segja að bólan hafi orðið til vegna þess að almenningur hafði svo gott aðgengi að bankalánum, en ég held að skýringin að ofan svari því hvers vegna bankarnir höfðu svona stórar fjárupphæðir til að lána almenningi til að byrja með.

Kannski er ekkert sérstakt að krónunni sem gjaldmiðli.  Kannski þurfum við frekar að skoða hvort við höfum flutt inn of mikið af nútíma bankamenningu?  Við ættum að reyna að skilja hvað gerðist hjá fjármálafyrirtækjum á undanförnum árum áður en við göngum næst í kjörklefana.

Hagfræði virðist eiga mikið skylt við heimsspeki.  Þegar menn byrja að rýna í undirstöðurnar er ekkert augljóst hvað peningar eru í raun og veru.  Sjá ágæta umræðu hér um fyrirbærið "Fractional Reserve Banking"

http://www.tickerforum.org/cgi-ticker/akcs-www?post=16342

 


Tíkallakassarnir

 tikallakassi.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir kassar voru í öllum sjoppum þegar ég var táningur.  Þeir virðast hafa verið frá Noregi því nú hefur norðmaður gert tölvuspil á netinu þeim til heiðurs.

 


Sjónvarp sl. viku

Ég gerði það að gamni mínu að taka sjónvarpsdagskrá sl. viku og lita íslenskt efni blátt, bandarískt efni rautt og breskt efni grænt.  Annað er svart.

Tilgangur sjónvarpsins er að gera bláa dagskrárefnið.   Grænu, svörtu og rauðu dagskrána getur hvaða stöð sem er sent út, hún þarf ekki einu sinni að vera staðsett á Íslandi.

Ég get ekki séð að sjónvarpið sé að uppfyllta neitt sérstakt menningalegt hlutverk út frá þessari dagskrárlýsingu.  Helstu bláu liðirnir eru fréttir og veður, nokkuð sem Stöð 2 virðist fullfær um að gera líka án nokkurra milljarða í ríkisstyrk.

Varðandi hlutfall útlends efnis þá er listinn hér að neðan er full rauður og grænn fyrir minn smekk og ekki nógu mikið svart í honum.

Ég vil ekki leggja sjónvarpið niður, en ég held þeir séu á villigötum.  Ég get séð þetta ameríska og breska drasl á kaplinum.  Sjónvarpið ætti að einbeita sér að íslensku efni og menningu eða fara af ríkisspenanum.

 

19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
20.00 Skyndiréttir Nigellu Nigella Express (7:13) Í þessari þáttaröð sýnir breska eldhúsgyðjan Nigella Lawson hvernig matreiða má girnilega rétti með hraði og lítilli fyrirhöfn.
20.35 Hvað um Brian? What About Brian? (11:24) Bandarísk þáttaröð um Brian O'Hara og vini hans. Brian er eini einhleypingurinn í hópnum en hann heldur enn í vonina um að hann verði ástfanginn. Meðal leikenda eru Barry Watson, Rosanna Arquette, Matthew Davis, Rick Gomez, Amanda Detmer, Raoul Bova og Sarah Lancaster.
21.15 Svipmyndir af myndlistarmönnum Portraits of Carnegie Art Award 2008: Anna Tuori Í stuttum þáttum er brugðið upp svipmyndum af myndlistarmönnum sem taka þátt í Carnegie Art Award samsýningunni 2008. Sýningin verður sett upp í átta borgum í sjö löndum, þar á meðal á Íslandi.
21.25 Omid fer á kostum The Omid Djalili Show (2:6) Sprengfyndnir breskir gamanþættir með grínaranum Omid Djalili sem er af írönskum ættum.
22.00 Tíufréttir
22.25 Aðþrengdar eiginkonur Desperate Housewives IV Ný syrpa af þessari vinsælu bandarísku þáttaröð um nágrannakonur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séðar. Aðalhlutverk leika Teri Hatcher, Felicity Huffman, Marcia Cross, Eva Longoria og Nicolette Sheridan.
23.10 Lífsháski Lost (74:86) Bandarískur myndaflokkur um hóp fólks sem komst lífs af úr flugslysi og neyddist til að hefja nýtt líf á afskekktri eyju í Suður-Kyrrahafi þar sem ýmsar ógnir leynast. Meðal leikenda eru Naveen Andrews, Emilie de Ravin, Matthew Fox, Jorge Garcia, Maggie Grace, Dominic Monaghan og Josh Holloway. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna. e.



19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós

20.00 Í sálarháska H-E Double Hockey Sticks Bandarísk fjölskyldumynd frá 1999. Ungdárinn Griffelkin er sendur upp á yfirborð jarðar til að stela sálinni úr efnilegum íshokkíleikara. Leikstjóri er Randall Miller og meðal leikenda eru Will Friedle, Matthew Lawrence og Gabrielle Union.
21.40 Líkaminn The Body Bandarísk bíómynd frá 2001. Í gröf í Jerúsalem finnst forn beinagrind og af beinunum má draga þá ályktun að dánarorsökin hafi verið krossfesting. Leikstjóri er Jonas McCord og meðal leikenda eru Antonio Banderas, Olivia Williams, Derek Jacobi, Jason Flemyng og Ian McNeice. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.
23.30 Svartstakkar Men in Black Bandarísk bíómynd frá 1997. Tveir menn sem hafa eftirlit með geimverum í New York reyna að bjarga jörðinni þegar gestirnir hóta að sprengja hana í tætlur. Leikstjóri er Barry Sonnenfeld og meðal leikenda eru Tommy Lee Jones, Will Smith, Linda Fiorentino og Vincent D'Onofrio. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e.


19.00 Fréttir
19.35 Veður
19.40 Út og suður George Hollanders og Aðalgeir Egilsson 888 Viðmælendur Gísla Einarssonar að þessu sinni eru George Hollanders leikfangasmiður að Öldu í Eyjafjarðarsveit og Aðalgeir Egilsson safnbóndi á Mánárbakka. Dagskrárgerð: Freyr Arnarson. Textað á síðu 888 í Textavarpi.
20.10 Julie Julie (2:2) Þýsk/frönsk sjónvarpsmynd í tveimur hlutum. Julie de Maupin er ungri bjargað frá því að verða fórnað við svarta messu. Þegar hún vex úr grasi verður hún afbragð annarra kvenna og heillar hirð Loðvíks 14. með fegurð sinni og sönglist. En af hverju er henni veitt eftirför? Af hverju eru nánustu vinir hennar drepnir og hverjir eru foreldrar hennar? Leikstjóri er Charlotte Brändstorm og meðal leikenda eru Sarah Biasini, Pietro Sermonti, Pierre Arditi, Thure Riefenstein, Jürgen Prochnow, Gottfried John og Marisa Berenson.
21.50 Sunnudagsbíó - United United Norsk bíómynd frá 2006. Kåre og Anna búa í smábæ á vesturströnd Noregs. Þau hafa verið saman síðan í æsku og elska hvort annað en ekki síður fótboltaliðið Manchester United. Leikstjóri er Magnus Martens og meðal leikenda eru Håvard Lilleheie, Berte Rommetveit, Vegar Hoel og Sondre Sørheim.
 

19.00 Fréttir
19.35 Veður
19.40 Sápugerðin Moving Wallpaper (6:12) Leikin bresk gamanþáttaröð um framleiðslu sápuóperunnar Bergmálsstrandar sem sýnd er á eftir þættinum. Meðal leikenda eru Ben Miller, Elizabeth Berrington, Raquel Cassidy, Sarah Hadland, Sinead Keenan, Dave Lamb, James Lance og Lucy Liemann.
20.05 Bergmálsströnd Echo Beach (6:12) Bresk sápuópera um Susan og Daniel, fyrrverandi kærustupar í strandbænum Polnarren á Cornwall-skaga, og flækjurnar í lífi þeirra. Meðal leikenda eru Martine McCutcheon, Ed Speleers, Jason Donovan og Hugo Speer.
20.30 Friðarspillirinn A Room For Romeo Brass Kanadísk bíómynd frá 1999. Tveir tólf ára vinir lenda í hremmingum eftir að einkennilegur náungi vingast við þá. Leikstjóri er Shane Meadows og meðal leikenda eru Martin Arrowsmith, Paddy Considine, Andrew Shim, Ben Marshall og Bob Hoskins.
22.00 Hefndarhugur A Man Apart Bandarísk bíómynd frá 2003. Fíkniefnalögreglan á í stríði við mann að nafni Diablo sem gerist foringi eiturlyfjahrings eftir að fyrri höfuðpaur hans er fangelsaður. Leikstjóri er F. Gary Gray og meðal leikenda eru Vin Diesel, Larenz Tate og Timothy Olyphant. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.
23.50 Hetjan frá Sjanghaí Shanghai Noon Bandarísk hasarmynd frá 2000. Sagan gerist á 19. öld og segir frá Kínverja sem fer til villta vestursins að bjarga prinsessu úr klóm mannræningja og lendir í ýmsum ævintýrum. Leikstjóri er Tom Dey og meðal leikenda eru Jackie Chan, Owen Wilson og Lucy Liu. e.


19.00 Fréttir
19.30 Veður
19.35 Kastljós
19.55 Aþena Athens (1:2) Bresk þáttaröð um sögu Aþenu
20.45 Vinir í raun In Case of Emergency (5:13) Bandarísk þáttaröð
21.10 Lífsháski Lost Bandarískur myndaflokkur
22.00 Tíufréttir
22.20 Sportið Íþróttaviðburðir helgarinnar, www.ruv.is/sport/
22.45 Herstöðvarlíf Army Wives (12:13) Bandarísk þáttaröð


Verð á gasi

Í Útilífi sá ég að gaskútur fyrir útilegur sem inniheldur 450 grömm er kominn upp fyrir 1.200 kr (2.750 krónur kílóið).    Ég man að útilegu-gas-brúsinn kostaði 700 kr. brúsinn í fyrra svo hækkunin er mikil og undarleg, finnst mér.  Þá er 170 krónur kílóið af bensíni ekki dýrt í samanburði og því þá ekki að kaupa prímus sem notar bensín?

primus002_002340_596421.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi sami kútur kostar 8$ í Bandaríkjunum sem gera 608 kr.  Nú er fyrirtækið Primus í Sviþjóð svo ekki skýrir flutningskostnaðurinn verðið á Íslandi.  Við erum jú nær Svíþjóð eða hvað?

 

Ég vil líka benda á þetta sniðuga millistykki sem gerir kleift að setja gas á þau tæki sem nota það, kveikjara, lóðbolta, grillkveikjara o.s.frv.

primus004_007340.jpg

9008.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Viðbót 10.júlí

Ég fór í Ellingsen sem tilheyrir Olís.  Fyrir utan dýru gaskútana fást þar einnig gasbrúsar sem eru ætlaðir fyrir logsuðu:

126216179vb.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir eru með sama skrúfgang og sama gas en eru óvart orðnir ódýrari valkostur, því gasið úr þeim kostar 2.220 kr. kílóið þrátt fyrir að vera minni pakknig.

Ég kíkti líka í Byko.  Þeir bjóða þrjá gaskúta í pakka fyrir þriðjung af því sem gasið kostar hjá Ellingssen, eða þrjá 190 gramma kúta ( 570 grömm af gasi) fyrir aðeins 590 kr.  Það gerir aðeins 1.040 krónur kílóið.   Því miður eru þeir ekki með sama skrúfgang heldur er kúturinn stunginn með nál.

img_0170_597475.jpg

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband