Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Magna Carta

Í Matteusi stendur að Jesú hafi hent "víxlurunum" út úr musterinu. 

Hér er mynd sem var tekin á staðnum:

christus_austreibt.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var bannað í gamla testamenti og í Torah, trúarriti gyðinga að innheimta vexti.  Það var talsvert alvarlegra en kynvilla, held ég því Jesú barði ekki á hommum meðan hann gekk meðal vor, en hann sleppti sér alveg í musterinu.

Gyðingar gerðu seinna undantekningu á okurlánareglunni:  Það mátti taka vexti af útlendingum.

Það var út af þessari undantekningu sem gyðingar urðu óvinsælir í Evrópu og sögur eins og "Kaupmaðurinn í Feneyjum" voru skrifaðar (af Shakespeare).

Árið 1215 gerðu englendingar með sér samning um að halda lög og frið, skjalið heitir  Magna Carta enda skrifað á latínu.

490px-magna_carta.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í honum stendur ýmislegt merkilegt, en þar á meðal að ef einhver Englendingur deyr og hann skuldar gyðingi peninga, þurfa erfingjar hans ekki að borga gyðingnum okurvextina þótt sá sem dó hafi álpast til að semja upp á þá.

Hér er ensk þýðing á latnesku málsgreininn (undirstrikun mín):

If one who has borrowed from the Jews any sum, great or small, die before that loan be repaid, the debt shall not bear interest while the heir is under age, of whomsoever he may hold; and if the debt fall into our hands, we will not take anything except the principal sum contained in the bond. And if anyone die indebted to the Jews, his wife shall have her dower and pay nothing of that debt; and if any children of the deceased are left under age, necessaries shall be provided for them in keeping with the holding of the deceased; and out of the residue the debt shall be paid, reserving, however, service due to feudal lords; in like manner let it be done touching debts due to others than Jews.[14]

 

Í fljótu bragði sýnist mér að Englendingar séu orðnir Gyðingarnir, nema við eigum að borga vextina en ekki höfuðstólinn.  Hvar er okkar Magna Carta sem ver okkur fyrir þeim?

Ef við ætlum að lifa hér áfram þurfum við að ákveða hvort við ætlum að umbera þessa óværu sem er stjórnlaus bankastarfsemi og okurlán.  Kannski Jesú og fortíðin hafi eitthvað að kenna okkur þarna? 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í "góðærinu" sem var hreint ekkert góðæri, var því haldið fram að hin nýja kynslóð bankamanna væri ekki sníkjudýr á samfélaginu.  Annað hefur komið fram.  Þurfum við ekki að taka afstöðu til þessa hluta alheimsvæðingar og kapítalisma áður en enduruppbyggin hefst?

 

 


Takk fyrir samfylgdina

michaeljackson.jpgfarrah-fawcett-07.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Drauma myndavélin

Loksins er komin lítil nett vél með útskiptanlegri linsu og sem tekur jafn góðar myndir og reflex vél.  Hún heitir Olympus E-P1.

 

ep1-3q-17mm.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Linsan sem fylgir er nett og lætur vélina líta venjulega út, en sjáið svo þessar linsur:

ep1ftlenses.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vélin tekur nýjan staðal sem er kallaður Micro 4:3 en getur líka tekið gömlu Olympus Zuiko linsurnar sé notað millistykki.

Svo sakar ekki að geta þess að hún getur tekið upp High Definition video, 1280x720.  Hér eru sýnishorn af kvikmyndum.

Hér er grein um vélina frá dpreview.com

 


Apple Approved?

Apple heimurinn er með eindæmum lokaður, eins og hálfgerður sértrúarsöfnuður.  Ég átti ágæt Bluetooth heyrnartól en þau virkuðu ekki með iPhone af því þau eru ekki frá Apple heldur frá Plantronics.  Samt er Bluetooth opinn staðall.

Ég vona að nýja lifrin hans Jobs geri það sem hún á að gera þótt hún sé ekki "Approved Hardware" fyrir hans sálarhulstur.  Sennilega hafa læknarnir blekkt líkama Jobs til að taka hana í notkun.  Jobs sjálfur myndi lögsækja þá fyrir það ef hann hugsaði um líkama sinn eins og tölvurnar sem hann selur.  Ojæja...

 

latest-app-store-rejections-me-so-holly-and-drivetrain.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Jobs aftur til vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint frá býli

Ég rakst á þessa frétt og varð spenntur:

Á Seljavöllum er nú hægt að kaupa nautakjöt beint frá bónda. Þau hjónin Eiríkur Egilsson og Elín Oddleifsdóttir hafa innréttað litla kjötvinnslu heimafyrir. Nautunum er slátrað í sláturhúsi Norðlenska á Höfn, en síðan taka þau kjötið heim og það er látið hanga í kæli í u.þ.b 2 vikur til að það meyrni.

Kjötið selja þau síðan úrbeinað, fullsnyrt og pakkað í heilum, hálfum og ¼ hluta skrokks. ¼ hluti úr skrokk er að gefa u.þ.b 30 – 40 kg af beinlausu kjöti sem selt er á 1400 kr /kg sama kílóverð jafnt fyrir t.d fille, gúllas og hakk. Þetta ætti því að vera töluverð búbót fyrir neytendur, en jafnframt segja þau mikinn kost að fólk getur verið öruggt með að þetta er 100 % kjöt sem engu er blandað saman við, en það mun vera algengt að það hakk sem er á boðstólnum í verslunum sé blandað ýmsum aukaefnum til að gera kjötið þyngra.

Getur einhver miðlað af reynslu sinni með innkaup?

 bugs_bull1.jpg


Hvað á maður að borga í hússjóð?

Einu sinni keyptum við íbúð í húsi þar sem húsfélagið rukkaði mjög lág húsgjöld.  Stóra systir mín réði okkur frá kaupunum en við hjónin ákváðum samt að kaupa íbúð þar.

Sameignin var öll í lamasessi og þegar vanræksluskemmdir komu í ljós á þakinu þurfti hver íbúð að borga hálfa milljón vegna vanrækslu fyrri ábúenda.  Þetta gerðist rétt eftir að við fluttum inn svo ég var lítið hrifinn.  Eftirá að hyggja voru mistök að kaupa íbúð þarna.  Margir höfðu gert íbúðirnar sínar rosalega flottar, en húsið sjálft var slömm.

Fjölbýlishús rétt hjá var með húsgjöldin þó nokkuð hærri, en öll sameign var til fyrirmyndar, nýmálað, flott teppi og lýsing, þvottahús, hjólageymsla og o.sfrv.  Ég horfði löngunaraugum þangað þegar tímar liðu.

Sumir tala eins og að lágir skattar séu eitthvað markmið í sjálfu sér, en verður maður ekki að sjá hvað maður fær fyrir peninginn?

Er fyrri húseignin rekin í anda kapítalisma og sú seinni í anda félagshyggju? Er maður sjálfkrafa kommi  ef maður vill búa í seinna húsinu?

 


Veljum íslenskt & verum frumkvöðlar (ef við getum)

Kunningi minn breskur var að stofna lítið fyrirtæki hér í Reykjavík (sem gárungarnir kalla víst Krísuvík núna).  Fyrirtækið gerir upp og selur handsmíðuð reiðhjól.

Hann þurfti að gráta á öxlina á mér og ropa einum súrum ropa.  Hann hafði ætlað að nálgast ósköp venjulegan trékassa sem hann hafði skilið eftir heima hjá sér í Bretlandi, kassinn innihélt varahluti í reiðhjól, keðjur, gíra og fleira smálegt.  Það lítur út fyrir að hann verði að vera án kassans, því í fyrsta lagi átti innflutningurinn að kosta 50 þúsund kall samkvæmt skipafélaginu hér, og svo er allt of mikil vinna að koma svona blandi í poka í gegnum tollinn.  Hann hafði bara ætlað að póstsenda einn kassa en þetta varð að stórmáli.  Hann virðist þurfa að eyða vinnuviku og arði mánaðarins til þess.

Hann segist vera farinn að skilja hvers vegna allt er svona dýrt hér.  Hann var alvarlega að hugsa um að fara til Bretlands og koma aftur með kassann í ferðatösku af því það yrði fljótlegra og ódýrara.  Hvernig eiga menn að stofna fyrirtæki þegar Ísland hagar sér eins og Norður Kórea í þessum málaflokki?  Ég hvatti hann til að skrifa grein og útskýra fyrir íslendingum muninn á Íslandi og því sem hann er vanur.

Ég held að svona sandur í tannhjól atvinnulífsins sé gífurlega letjandi og láti marga íslendinga gefast upp fyrirfram.  Þeir vita betur en að reyna, eru bara vanir þessu.  (Þessi einangrun er reyndar aðal ástæðan fyrir því að ég vil ganga í ESB).

Á tyllidögum nefna menn alltaf "frábær fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP".  Af hverju eru fyrirtækin í setningunni alltaf þau sömu, og alltaf bara þrjú?

 

Hér eru nokkrar hugmyndir sem ég vil skjalfesta fyrst ég er byrjaður að skrifa um vöruþróun.

---------------------

Næringarfræðingur sagði mér að íslendingar flytja inn eggjahvítu (prótein) fyrir milljónir í formi alls konar dufts (herbalife, orkudrykkir o.s.frv.) en mjólkursamsalan hendir undanrennudufti sem er ekkert nema prótein.  Synd ef satt.  Ég hef reynt að kaupa stamp með undanrennudufti til að nota sem prótein viðbót í "Boozt" shake, en duftið leysist illa upp og er ekki gott á bragðið.  Þarna vantar kannski vöruþróun?

 pgnc1-4243556dt.jpg    7505.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

---------------------

Ég lýsi líka eftir hörðum íslenskum osti.  Ég kaupi ítalskan Parmesan en myndi frekar vilja íslenskan. Sá ítalski er væntanlega á okurverði hér af því hann er ofurtollaður til að verja íslenska Parmesaninn?

Spaghetti er ekki að fara neitt og fólk setur parmesan ofan á það svo markaður fyrir harðan ost er frekar öruggur.

---------------------

Meðan ég bjó í Frakklandi keypti ég oft súpur í fernum.  Hér fást súpur bara sem innflutt duft eða niðursuðuvara, og úrvalið er ekki gott.  Ég lýsi hér með eftir ferskum súpum úr íslenskum hráefnum.

krakus_zupy_soups_red_borscht_sour_soup_zur_zurek_white_borscht_tomato_soup_pomidorowa_49105313.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

---------------------

Getum við búið til rúmdýnur úr íslenskri ull?  Bandaríkjamenn virðast geta sofið á henni.  Dýnan á myndinni er úr ull.

wool_mattress.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég spurði mann hvort rúmdýnur úr stálgormum væru ekki það fínasta fína?  Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu fundið upp á því að nota stál í rúmdýnur af því þeir væru stáliðnaðarþjóð.  Þeir búa til bíla úr stáli þótt það sé níðþúngt og láti bílana eyða allt of miklu, þeir gera meira að segja skrifborð úr stáli.  "Fínustu dýnurnar eru úr ull og svampi en hann er bara dýrari en stálið".  Svo mörg voru þau orð.  Kannski erum við eskimóar að kaupa ísskápa þarna.

---------------------

Í lokin er vöruþróun sem ég er ánægður með: Kötturinn okkar er hrifinn af íslenskum kattamat.  Hann fæst bara í Bónus. katttamatur_001.jpg


Aðallinn myrti Gústaf kóng



Fyrirsögnin kemur fyrir í lagi eftir Megas sem minnir okkur á hlutskipti Gústafs III Svíakonungs en hann var stunginn í bakið af manni sem var handarhöggvinn og hengdur um sama leyti og sárin drógu konunginn til dauða árið 1792.  Morðinginn vildi halda því fram að kóngafjölskyldan sænska væri orðin rangeyg af úrkynjun.  Svíar voru ekki meira ósammála morðingjanum en svo, að eftir aftökuna fluttu þeir inn nýjan kóng frá Frakklandi.  Þaðan komu Bernadotte kóngarnir sem eru ennþá við lýði þar ídag.  Svíar urðu ekki nýlenda frakka fyrir vikið.

alexander_roslin_-_gustav_iii.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér datt þetta í hug í tilefni af ESB umræðunni.  Fjórflokkakerfið er okkar Kong Gustav.  Sonur Davíðs og besti vinur voru settir í Hæstarétt, og sjálfur valdi hann sér embætti seðlabankastjóra -- sem hann gat ekki valdið.  Fjórflokkakerfið leyfði þessi vinnubrögð.

Það voru vaxtahækkanir Davíðs sem drógu erlent lánsfjármagn til landsins og gerðu bönkum kleift að dansa hrunadansinn sem sökkti þjóðarskútunni.  Bankamenn léku ruddalegan leik en samkvæmt reglunum og það var Davíð sem skrifaði þær. Ég get ekki samþykkt að Davíð hafi varað við eða verið valdalaus.

Davíð er enginn Neró - og Neró var víst ekki svo slæmur heldur .  Hann var öflugur í slökkvistarfinu í Róm, en fékk harða útreið í sögubókunum og var sagður hafa spilað á fiðlu meðan Róm brann bara af því hann var tónelskur.  Svona getur sagan verið grimm þegar andstæðingarnir fá að skrifa hana.

Ég segi Davíð það til einhvers konar hróss að jafnvel Mahatma Gandhi hefði ekki þolað átján ára valdasetu. Það er freistandi að fá sér kók án þess að borga þegar maður á að passa sjoppuna, þótt maður álíti sig strangheiðarlegan og ég held reyndar að menn gerist ekki betri en Davíð.  Vandinn er bara hvað sjoppan er lítil og eftirlitslaus.  Hér tíðkast að umbera afglöp í starfi sem myndu kosta sparkið í löndunum í kringum okkur.

Það er bara þannig þegar maður rekur litla sjoppu að innra eftirlit er oft ekki gott.  Því ekki að flytja inn þá hluta stjórnkerfisins sem við virðumst ekki geta rekið sjálf?  Mörg húsfélög velja að láta aðila út í bæ sjá um bókhaldið, mála húsið og snyrta lóðina.  Þessir þjónustuaðilar verða ekki ekki sjálfkrafa eigendur að öllum íbúðum í húsinu eins og sumir andstæðingar ESB virðast halda.

Algengustu rökin gegn inngöngu í sambandið eru einhvers konar últra þjóðernishyggja og svo ótti við hið óþekkta.  "Better the evil you know" segir enskt máltæki.  Spurningin sem við þurfum að svara er: hversu "evil" má það verða áður en best er að taka stökk inn í óþekkta framtíð?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband