10.10.2008 | 15:11
SyncToy
Ég fann lausn á gömlum vanda. Ég færi oft gögn milli heimilistölvunnar, vinnutölvunnar og kjölturakkans á minnislykli. Þetta geta verið Word skjöl, forrit, tónlist og fleira.
Það er leiðinda handavinna að samræma hvað er til á hvaða stað. Nú er loksins komið forrit sem sér sómasamlega um þetta, það er ókeypis, og frá engum öðrum en Microsoft.
Forritið heitir SyncToy og það má nálgast hér.
Hér er lýsing Microsoft á forritinu:
There are files from all kinds of sources that we want to store and manage. Files are created by our digital cameras, e-mail, cell phones, portable media players, camcorders, PDAs, and laptops. Increasingly, computer users are using different folders, drives, and even different computers (such as a laptop and a desktop) to store, manage, retrieve and view files. Yet managing hundreds or thousands of files is still largely a manual operation. In some cases it is necessary to regularly get copies of files from another location to add to primary location; in other cases there is a need to keep two storage locations exactly in sync. Some users manage files manually, dragging and dropping from one place to another and keeping track of whether the locations are synchronized in their heads. Other users may use two or more applications to provide this functionality.
Now there is an easier way. SyncToy, a free PowerToy for Microsoft Windows, is an easy to use, highly customizable program that helps users to do the heavy lifting involved with the copying, moving, and synchronization of different directories. Most common operations can be performed with just a few clicks of the mouse, and additional customization is available without additional complexity. SyncToy can manage multiple sets of folders at the same time; it can combine files from two folders in one case, and mimic renames and deletes in another case. Unlike other applications, SyncToy actually keeps track of renames to files and will make sure those changes get carried over to the synchronized folder.
3.10.2008 | 11:52
Land hinna dauðu
Hér í Frakklandi er kreppan ekki mikið rædd af venjulegu fólki, hún er fyrst og fremst hausverkur banka og fjárfesta á þessu stigi.
Fólk á mínum vinnustað er að ræða hvað það ætlar að gera næstu helgi, skipuleggja heimboð og hjólakeppnir og sinna föstum liðum eins og venjulega.
Mér sýnist staðan á Íslandi vera talsvert ólík.
Vinur minn álpaðist eitt sinn til þess að skrifa upp á víxil fyrir samstarfskonu sína þegar hann var ennþá svo blautur á bak við eyrun að hann vissi ekki hvað það þýddi að vera ábekingur. Konan borgaði ekki og skuldin féll á félaga minn sem bölvaði sjálfum sér fyrir aulahátt í fjármálum.
Vinur minn var samt ekki jafn mikill auli og Davíð sem einkavæddi bankana og gerði mig og þig ábyrg fyrir því að þeim yrði bjargað ef þeir færu á hausinn þótt þeir stunduðu ekki lengur venjulegan bankarekstur heldur áhættufjárfestingar.
Eða var almenningur aularnir? Ég hafði sjálfur ekki gert mér grein fyrir því að hann hefði gert þjóðina ábyrga fyrir hinum stórkostlega áhættusömu fjárfestingum sem útrásarvíkingarnir réðust í. Mér finnst ótrúlegt eftirá að umræða um þetta hafi aldrei komist upp á yfirborðið. Þeir sem gagnrýndu útrásina voru bara öfundssjúkir og púkó, málið dautt. Ég hafði gefið mér að þeir væru að leika sér að annara fé, ekki mínu. Var málið aldrei rætt því fjölmiðlarnir voru allir í eigu þeirra sömu sem léku fjárhættuspilin í bönkunum og Group þetta og hitt?
Ef þjóðin er ábyrg fyrir spilafíkn bankanna langar mig að fá fram svart á hvítu hvernig það gat gerst. Ég hefði aldrei samþykkt að gerast ábekingur fyrir þessari útrás. Ég óttast bara að sú rannsókn fari ekki fram því of margir valdamiklir menn eru tengdir málinu, aðrir en Davíð.
Líklega ætti erlendur dómstóll að rétta yfir þeim sem störfuðu við Seðlabankann. Það er ekki útilokað að erlendir aðilar sem neyðast til að rétta Íslandi hjálparhönd geri þá kröfu að þeir sem stjórnuðu þessari helför í fjármálum verði leiddir fyrir alþjóðarrétt og málið skoðað í kjölinn.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2008 | 12:53
Ísland geldur fyrir óhóf í fjármálum
Á síðari hluta ársins 2007 versnaði ástandið í húsnæðislánum á Bandaríkjamarkaði. Blaðagreinar fóru þá að birtast um að Ísland væri sem "kanarífuglinn í kolanámunni". Sett var fram sú kenning að slæmt ástand á Íslandi væri ávísun á versnandi horfur hjá öðrum löndum.
Eftir þetta hefur ástandið á Íslandi hríðversnað. Framleiðsuvísitalan hefur lækkað um 4% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar hafa fallið um þriðjung (skrifað í Júlí 2008).
Skuldir þjóðarbúsins eru út úr kortinu á alþjóðlegan mælikvarða. Viðskiptajöfnuður var neikvæður um 25% af þjóðarframleiðslu árið 2006 og 17% árið 2007. Skuldir þjóðarbúsins voru fimmtánfaldar eigur seðlabanka landsins eða 200 prósent af þjóðarframleiðslu. Langtímaskuldir þjóðarbúsins bæta svo við 350 prósentum af þjóðarframleiðslu. Bankaeignir voru orðnar tíföld þjóðarframleiðsla í lok ársins 2007. Þetta ójafnvægi kemur til vegna innkaupa íslenskra fyrirtækja í Bretlandi, Danmörku og annars staðar.
Hvernir getur svona lítill stubbur valdið svona miklu? Svarið er að finna fyrir árið 2000 þegar flestir bankar voru ennþá reknir eins og deildir í ríkisstjórninni. Raunvextir voru lágir og jafnvel neikvæðir á stundum.
Til að bregðast við eftirspurn eftir lánsfé breyttust bankarnir í pólítiskar stofnanir sem lánuðu aðeins þeim sem voru í náðinni. Óhagræðið sem af þessu hlaust kom fram sem skuldasöfnun erlendis og lengstu vinnuvikur í vestur-Evrópu. Þrátt fyrir allt var niðurstaðan sú að Ísland varð ríkt miðað við höfðatölu.
Bankarnir voru einkavæddir árið 2000 með fljótfærum og pólítískum hætti. Eignarhald á bönkunum fór til manna með náin sambönd í íhaldsflokkunum sem höfðu lítið vit á bankarekstri. Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið voru rekin af fólki sem vildi eins lítil afskipti og hægt var.
Bankarnir breyttust fljótt úr venjulegum bönkum í fjárfestingabanka. Hvorki þeir né ráðuneytin eða seðlabankinn gerðu greinarmun á þeirri ábyrgð og tryggingu sem fylgir venjulegum bankarekstri annars vegar og hins vegar á áhættustarfseminni sem fylgir fjárfestingabankarekstri. Það að ríkið og þar með þegnarnir skyldu ábyrgjast rekstur fjárfestingabankahlutans gerði þeim kleift að taka mjög áhættusamar ákvarðanir bæði heima og erlendis. Þeir ráku starfsemina með erlendum lánum í stað þess að byggja á innlánum viðskiptavina.
Seðlabankinn batt viljandi hendur sínar og ákvað að reyna aðeins að stjórna með ákvörðun vaxta. Hann neitaði sér um að ákvarða bindiskyldu á þeirri forsendu að bankarnir vildu það ekki, og hann reyndi heldur ekki að tala um fyrir bönkunum á siðferðislegum grundvelli. Tilraunir seðlabankans til að hefta verðbólguna með því að hækka vexti (upp í 15% 2008) höfðu þau áhrif að enn meira erlent fjármagn sogaðist til landsins og áhrif vaxtahækkana urðu því engin. Krónan hækkaði í verði þrátt fyrir gífurlegar erlendar skuldir.
Vegna styrks krónunnar á fyrstu árum aldarinnar fóru íslensk heimili og fyrirtæki að taka lán eins og enginn væri morgundagurinn. Nú er svo komið að skuldir íslendinga eru miklu hærri en möguleikar seðlabankans til að gangast í ábyrgðir og aðrir bankar í Skandinavíu hugleiða að aðstoða seðlabankann þótt ekki væri nema til að koma í veg fyrir að hrun Íslands smiti út frá sér.
Þetta gífurlega hrun sem nú á sér stað er útkoma óhófs sem byggðist upp í umhverfi lítils sem einskis eftirlits, sem var ekki til staðar vegna fljótfærnislegrar einkavæðingar. Nú er ríkisstjórn Íslands í mjög alvarlegum vandræðum. Sögusagnir herma að næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, sósíaldemókratar, sem komst til valda í maí 2007 í fyrsta sinn í fjórtán ár muni slíta samstarfi við stærsta flokkinn, hinn íhaldssinnaða sjálfstæðisflokk og koma af stað nýjum kosningum.
Skoðanakannanir gefa til kynna að sjálfstæðisflokkurinn muni tapa mjög miklu fylgi og sósíaldemókratar sem hafa beðið minni hnekk á mannorði vegna fjármálahneykslisins gætu fengið nægt fylgi til að mynda nýja ríkisstjórn með öðrum flokkum.
Þetta gæti orðið byrjunin á vel þeginni stefnubreytingu í íslenskum stjórnmálum í átt að norrænu samfélagi þar sem samfélagið stjórnast ekki af duttlungum fjármálamanna og skuldir eru teknar föstum tökum.
Þýtt úr grein sem kom í Financial Times í júlí 2008. Höfundurinn, Robert Wade er prófessor í hagfræði við London School of Economics.
Þeir sem einkavinavæddu bankana og veittu þeim svo ekki nauðsynlegt aðhald en sváfu á verðinum meðan þeir fóru í fjárhættuspil með fjöregg þjóðarinnar munu ekki láta af völdum af sjálfsdáðum þótt það eina sem haldi þeim uppi núna sé drambssvipurinn og jakkafötin. Hvenær mun doðinn breytast í reiði?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 08:22
Fuglagarg og blómafýla
Ég er aftur kominn til Frakklands. Ég hjóla í vinnuna eftir merktum hjólaleiðum og læt ilm af blómum, nýbökuðu brauði og ilmvatni á leiðinni gera mig meyran.
Borgarbúar Rennes eyða sínum sveiflulausu Evrum gegndarlaust í blóma- skreytingar meðfram vegum, skraut á húsmæna og málningu þótt húsin séu ekki orðin almennilega þakin veggjakroti eða flögnuð af þeim málningin.
Náttúran bruðlar með gjafir sínar til kvennanna sem ganga berleggjaðar og mittisgrannar í tísku sem hlýtur að hafa kostað eitthvað. Af hverju geta þær ekki verið hraustlegar með ístru undir flíspeysum fyrir aftan barnavagna um táningsaldurinn eins og heima?
Í stuttu máli er ég í góðu skapi því hér er alltaf sama helvítis blíðan, fuglagarg og blómafýla*.
Ég ætla að blogga stutt og sjaldan á næstunni og reyna að fylgjast sem minnst með fréttum frá Íslandi því áhyggjur af afleiðingum óráðsíunnar eru slítandi og tímafrekar.
Kveðja, Kári
* Tilvitnun frá Sigurði Rúnari Sæmundssyni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.8.2008 | 23:35
Don't tread on me.
Ingi Þór Einarsson hjólreiðamaður sendi þessa fyrirspurn til vegagerðarinnar vegna þess að hann komst ekki leiðar sinnar:
Ég hjóla reglulega milla Voga og Keflavíkur. Þó ekki sé þægilegt að hjóla Reykjanesbrautina er hún á flestum stöðum með góða vegaöxl. Nú er hinsvegar bannað að hjóla í gegnum nýja umferðamannavirkið (mislægu gatnamótin) sem tengja Voga við Reykjanesbrautina.
Á að banna hjólreiðar á Reykjanesbrautinni? Ef svo hvernig eigum við sem notum hjólið (auk allra ferðamannanna) að komast á milli. Ef ekki, hvernig á ég þá að koma mér upp á Reykjanesbrautina þegar ég kem úr Vogunum?
Hér er svarið sem hann fékk frá Magnúsi Einarssyni deildarstjóra þar:
Við hönnun Reykjanesbrautar er gengið út frá því að hjólreiðar verði bannaðar á nýrri breikkaðri Reykjanesbraut enda fari hjólreiðar ekki saman við þunga og hraða umferð.
Í hönnun verksins er gert ráð fyrir að það verði farið í nauðsynlegar ráðstafanir til að unnt sé að beina hjólreiðaumferð um gamla Keflavíkurveginn og Vatnsleysustrandaveg. Vegagerðin hefur verið í samvinnu við sveitarfélögin á þessu svæði og hafa farið fram umræður hvernig á að útfæra hugmyndina, en samkvæmt lögum þá er skipulag og göngustígar á forræði sveitarfélaga.
Mér líst ekkert á þetta. Í fyrsta lagi er Ingi Þór að rekast á skilti þar sem honum er bannað að hjóla án þess að fá neina aðra leið í staðinn. Það er dónaskapur. Hann þurfti að spyrja hvað gengi á?
Svo fær hann svar um að það eigi einhvern tímann að lagfæra úr sér genginn malarstíg til að hjólreiðafólk neyðist til að fara fáfarnar malarslóðir, ekki hluti af vegakerfinu. Fyrst þurfi fullt af fólki sem mun ekki hafa samráð við hjólafólk samt að hittast og ræða málin og þangað til verður hjólafólk strandaglópa.
Svona vinnubrögð verða að vera algerlega bönnuð. Vegir sem eru eingöngu hannaðir fyrir bíla eru nýlunda hér á landi og þeir eru ekkert sjálfsagt fyrirbæri.. Hjólreiðamenn eru ekki 2.flokks fólk og það má ekki loka vegum á hjólreiðamenn án þess að bjóða upp á aðra leið í staðinn sem er hluti af einhverju vegakerfi en ekki bara slóði sem á eftir að teikna, byrjar hvergi og endar hvergi.
Þetta minnir mig á þegar indjanarnir voru reknir frá heimkynnum sínum í Florida til auðnanna í norðri sem þeim var sagt að væru frábærar en voru það ekki. Hjólreiðafólk verður að taka svona slagi núna eða sætta sig við að hjólreiðar endi sem útivistarskemmtun. Ef menn segja að það sé sjálfsagt að banna hjólafólki aðgang að "alvöru vegum" vil ég benda á að í bílalandinu Bandaríkjunum er oft leyfilegt að hjóla í öxlinni á hraðbrautum og eru þá jafnvel sérmerkingar fyrir hjólamenn þar.
Ég legg til að hjólreiðar verði leyfðar á vegöxl Reykjanessbrautar þangað til Vegagerðin treystir sér til að lokka hjólreiðafólk af brautinni með einhverju betra, ekki að loka fyrst á hjólafólki en koma svo með óljós loforð um "Pie in the sky".
Bandaríkjamenn notuðu þennan fána þegar þeir börðust fyrst gegn Bretum. Hjólafólk ætti kanski að fara að nota hann.
25.8.2008 | 23:54
Sniðugt!
Ég sá þessa stóla í Norræna húsinu:
Eins og sjá má eru þeir notaðir undir ferðatölvur. Hér eru upplýsingar um þá:
Hér er svo annað sniðugt sem ég sá í bænum, reiðhjól án keðju:
Enginn sóðaskapur og ekkert viðhald. Gírarnir eru inni í afturöxlinum.
Tölvur og tækni | Breytt 26.8.2008 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
23.8.2008 | 15:48
Maraþon nördaskapur
Ég hljóp hálfmaraþon og er ágætlega sáttur við 2:14 enda er ég þungur með eindæmum þetta árið. Eldra blogg mitt um megrunaraðferðir stóð svosem fyrir sínu en þar er bara svo, að það er ekki nóg að langa til að langa til að grennast, mann verður að langa til að grennast.
Ég hljóp með Garmin úr sem sýnir mér hlaupið í ótrúlegum smáatriðum. Hér er hjartsláttur (rauður) og meðaltími á kílómetra (blár) og hæð yfir sjávarmáli (græn):
Og hér er kortið af Reykjavík sem sýnir hvert ég fór:
Ef ég "Zooma inn" sé ég allar göturnar í Reykjavík. Kortið sem fylgir úrinu er ekki svona nákvæmt af Íslandi, en mér var bent á kort sem hægt er að sækja ókeypis hér:
http://www.ourfootprints.de/gps/download/msislandtopo.exe
Það þarf bara að ná í hugbúnaðinn og velja "install", eftir það birtist flipi í Garmin forritinu fyrir úrið, sem leyfir að nýja kortið sé valið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.8.2008 | 15:34
Íslenska handboltaliðið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.8.2008 | 11:39
Ef ekki súrefni, þá hvað?
Ég skil ekki hvers vegna rörið innihélt ekki andrúmsloft. Hvaða lofttegund var þá í rörinu? Ef ég tæmi vatnstank sogast venjulegt andrúmsloft inn í tankinn í staðinn fyrir vatnið.
Ég hef lesið að fólk í grennd við eldfjöll kafni vegna þess að eitraðar gufur setjast í dali í grenndinni ef veðrið er stillt. Fylgja þessar sömu eiturgufur vatnsgufunni sem við erum að virkja?
Það er ekki hægt að ætlast til að Rúmenarnir viti um eiturgufur en hvað með starfsmenn Orkuveitunnar?
![]() |
Fóru inn í gufulögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.8.2008 | 12:10
Hvenær á að einkavæða?
Í tvær nætur hefur mig dreymt að svört daunill drulla komi úr vatnskrananum þegar ég skrúfa frá kalda vatninu og ég ræð drauminn þannig að hlutir sem eigi að vera í lagi í borginni séu gengnir úr skorðum og áhrifanna sé farið að gæta á mínu heimili.
Það er slæmt þegar borgarmálin eru farin að ásækja mig í draumi.
---
Einkavæðingu fylgja kostir og gallar. Ég myndi vilja sjá greinargerð frá þeim sem lögðu tillöguna fram, um hvaða kosti og galla þetta nýja fyrirkomulag geti haft, og hvaða væntingar þeir hafi til nýja fyrirkomulagsins, og hvernig þeir hyggjast meta hvort það hafi orðið til góðs eða ills. Á kannski bara að einkavæða alla sorphirðu eftir þrjú ár án þess að meta árangurinn?
Ef plagg sem lýsir þessu er ekki til og aðgengilegt mér, legg ég til að upphafsmenn tillögunnar vinni vinnuna sína og komi svo aftur með tillöguna. Ég óttast nefnilega að nú eigi einhver Tony Soprano í Reykjavík að fá bitling frá borgaryfirvöldum.
Ég myndi líka vilja fá skýrar línur um hvað eigi almennt að einkavæða. Hvað með kalda vatnið? Ég sé fyrir mér að hægt verði að kaupa grunnáskrift með volgu gruggugu vatni, og gæðaáskrift með köldu hreinu vatni. Svo verður lúxuspakki þar sem kók verður sett í vatnslögnina en þeir sem eru ekki í áskrift verða vatnslausir rétt á meðan kókið er í boði.
Hvað varð um "keep it simple" og "if it ain't broken, don't fix it?"
![]() |
Vilja að sorphirða sé boðin út í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |