Færsluflokkur: Hjólreiðar

Sheldon Brown er dáinn

sheldon_brown_posse

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi frábæri maður hefur haldið úti ágætri vefsíðu fyrir þau okkar sem þykir vænt um reiðhjól, viljum gera við þau sjálf og vita allt um þau.

Ég var að frétta af andláti hans úr M.S. sjúkdómnum.  Ég fékk sting í hjartað og gerði mér þá grein fyrir því að þessi maður var farinn að skipta mig máli.  Hann gerði mitt líf aðeins betra.

Kíkið endilega á vefsíðuna hans, hún er alfræðiorðabók fyrir hjólafólk.

 

R.I.P.


Dr.Rúv

Þátturinn Dr.Rúv á Rás 1 fjallar um lýðheilsutengd málefni.  Í dag 10.mars er hann helgaður hjólreiðum og í því tilefni er viðtal við mig og félaga minn, Morten Lange.

Þátturinn er sendur út kl.15.30.


Hvenær drepur maður mann?

Í morgun ætlaði ég á bílnum en hann fór ekki í gang.  Hann var dauður enda hef ég hjólað uppá síðkastið og því ekki notað hann.  Ég hjólaði í vinnuna og það var í góðu lagi.

Á leiðinni datt mér samt í hug hvað þetta væri bagalegt, að loksins þegar ég þyrfti að nota bílinn væri hann ónothæfur af því ég hefði ekki verið að nota hann.

Þá datt mér í hug að snúa þessu við:  hvernig væri ef ég ætlaði að nota líkamann, en hann væri dauður þegar til ætti að taka, af því hann hefur staðið svo lengi ónotaður?

Þá er betra að koma bílnum ekki í gang...

 


Parísarhjólið

Hér er frétt utan úr heimi sem kom aldrei í fjölmiðla á Íslandi mér vitanlega:

15.júlí 2007 vöknuðu Parísarbúar við að 20.600 reiðhjól voru komin í  hjólagrindur víðs vegar um borgina.  Á 1.450 stöðum í borginni er nú  hægt að nálgast reiðhjól og skila þeim aftur.

Leigan er mjög lág, nánast ókeypis.  Tölva fylgist með því hversu  mörgum hjólum er lagt á hverjum stað.
PB290019-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hjólakerfið í París var sett upp eftir að góð reynsla var komin á  sambærilegt framtak í borginni Lyon.  Borgarlandslagið þar umbreyttist  með tilkomu hjólanna en langflestir borgarbúar þar nýta sér þau.

Borgarstjóri Parísar gerir sér vonir um að það sama muni gerast þar og  að borgin verði lífvænlegri fyrir vikið.

Könnun á ferðalögum innan Parísar var gerð þar sem borinn var saman  ferðatími með bíl, leigubíl, hjóli og fótgangandi.  Niðurstaðan var sú  að ferðalag með reiðhjóli var iðulega fljótlegast.

Þetta er fljótlegra en strætó eða neðanjarðarlest, þetta er góð  líkamsrækt og næstum ókeypis, sagði Vianney Paquet, 19 ára nemandi í  lögfræði í Lyon.

Fyrirtækið sem sér um rekstur hjólanna heitir Cyclocity og er  dótturfyrirtæki JCDecaux sem sér um strætóskýlin í Reykjavík.  Það sér  nú þegar um sambærilega hjólaþjónustu í Brussel, Vín, Cordoba og  Girona.  London, Dublin, Sydney og Melbourne eru að íhuga að taka upp  þetta kerfi.

Kerfið þróaðist upp úr grasrótarhreyfingu í Amsterdam þar sem hippar  gerðu við fullt af gömlum hjólum, máluðu þau hvít og skildu þau eftir  víðs vegar um borgina.  Hjólin urðu ónothæf vegna skorts á viðhaldi  eða þeim var stolið en þau voru mjög vinsæl.  Kerfið hjá Cyclocity byggist á sterklegum hjólum  sem er læst í  hjólagrindurnar og það þarf kreditkort til að losa þau.  Fyrstu 30 mínúturnar eru ókeypis, síðan kostar næsti hálftíminn 100  kr.

Kerfið í París er það langstærsta sinnar tegundar og samkomulagið við  JCDecaux er til tíu ára.

JCDecaux útvegar öll hjólin (1300$ stykkið) og byggir stöðvarnar fyrir  þau.  Hver stöð er með á bilinu 15 til 40 hjólastæði.  París borgar  fyrir kerfið með því að gefa JCDecaux aðgang að 1.600  auglýsingaskiltum víðs vegar um borgina sem JCDecaux er frjálst að  selja auglýsingar á.

Mér finnst þetta vera ein af stórfréttum ársins 2007.
PB290017-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild:  Washington Post



Drasl og skrapatól

Kunningja mínum sem vinnur við hjólreiðaviðgerðir líst ekki á blikuna.

Hann er farinn að fá reiðhjól í viðgerð sem eru með einni handbremsu að aftan og engu öðru. Þessi eina bremsa er ekki einu sinni vönduð enda eru hjólin ódýr.  Ef hún bilar er voðinn vís.

Hjólin eru seld svona þrátt fyrir að vera ólögleg.

Samkvæmt lögum á að vera bremsa bæði að framan og aftan. Reiðhjól eiga líka að vera með bretti, ljós, bjöllu, keðjuhlíf og sitthvað fleira.  Lögin eru úreld því fæstir eru með keðjuhlífar í dag og enginn eftirlitsaðili virðist heldur framfylgja þeim, þetta eru "þannig lög".

Í framhaldi af þessu nefndi hann að reiðhjólin sem væru seld í stórmörkuðunum hristust í sundur við fyrsta tækifæri - og hann fær þau í viðgerð. Það er peningur í að gera við druslur en það er ekki skemmtileg vinna.

Öxullinn sem fótstigin eru fest á (sem heitir "Krankur") þarf að vera vandaður.  Stálið þarf að vera sterkt í honum og legunum sem hann snýst í.  Þarna er hjarta hjólsins og það sést ekki með berum augum.

Í ódýru hjólunum slitnar krankurinn og legurnar sem hann situr í mjög fljótt.  Fótstigin verða því losaraleg eftir nokkra mánuði. Það er hægt að skipta um krank, en það er ódýrara að borga aðeins meira og fá gæðastál í mikilvæga hluti hjólsins frá byrjun. Ef maður er búinn að kaupa þvottabala þá breytir maður honum ekki í alvöru reiðhjól eftirá.

Að síðustu ræddum við um fjallahjól í borgarakstri.  Við erum sammála um að þau henti ekki í innanbæjarakstur því þau eru of þung og rúlla illa.  Dempararnir taka líka til sín orku sem hefði átt að fara í að koma hjólinu áfram. Upp-og-niður hreyfing fótanna á að fara út í keðjuna en ekki til að hossa hjólinu.  Þá er betra að kaupa létt hjól á stórum gjörðum.  Fjallahjól eru samt ómissandi á malarslóðunum þar sem þau eiga heima.

Vinur minn á engra hagsmuna að gæta annara en að börn í Reykjavík fari sér ekki að voða, og að rangir fararskjótar gefi fólki ekki slæmar minningar um  hjólreiðar.

 biketree


Hjólafólk á 1.farrými

Ég hef oft hugsað hversu mikið af góðum hjólaleiðum hefði mátt merkja og malbika  fyrir peningana sem fóru í að gera stóru brýrnar yfir Hringbraut:
dyrt

 

 

 

 

 

 

 

Brýrnar eru nauðsynlegar ef menn gefa sér að bílar megi aldrei hægja á sér.  Þær  forsendur eiga ekki við inní borg.  Það er hægt að nota hringtorg og það er  pláss í hringtorgum fyrir bíla, hjólandi og gangandi ef hringtorgin eru rétt hönnuð.

Núna bý ég í Rennes sem er á stærð við Reykjavík.  Forráðamenn hér hafa gert  Rennes ákaflega hjólavæna án þess að byggja dýr mannvirki.  Við getum mikið lært af þeim.

Næsti bær við Rennes heitir Cesson-Sevigne, það má segja að hann sé Garðabær.  Á milli  bæjanna liggur akbraut.  Vinstri akreinunum hefur verið breytt í sérakgrein  fyrir reiðhjól, strætó og hópferðabíla:

 

 

 

 

 

 

 

 

adalbraut_hjola

 

 

 

 

 

 

Með reglulegu millibili koma hringtorg.  Þau eru með sérstaka akgrein fyrir reiðhjól og líta svona út:
rettur_i_hringtorgi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Græna reinin er fyrir reiðhjól og þar eru hjólreiðamenn í rétti, þeir sem ætla út úr torginu eiga að bíða.

Þar sem hægri akgreinin endar lenda einkabílar á biðskyldu áður en þeir komast inn í hringtorgin:
adalbraut_hjola_endar

 

 

 

 

 

 

 

Á öllum götum Rennes hefur verið máluð mjó renna sem er hjólastígur. Á aðalbraut eru reiðhjól í rétti eins og bílar, og vegmerkingin sýnir það glögglega:hjol_i_retti

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er ekki eins og á Íslandi þar sem reiðhjól verða að stöðva þótt þau séu á aðalbraut:
isl_adalbraut

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á stöðvunarskyldu stöðva hjólin fyrir framan bílana á sérstakri stöðvunarskyldu með sérstöku umferðarljósi sem sést  lengst til vinstri á myndinni:bidskylda

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Strangt til tekið átti bifhjólið að stoppa á aftari stöðvunarskyldunni, ökumaðurinn hefur flokkað sig með reiðhjólum.

Stundum hallar gatan hér svo menn freistast til að leggja upp á stétt, rétt eins og  menn gera við Hringbraut og í Þingholtunum heima. Hér hafa menn valið að merkja  stæðin upp á gangstétt þannig að bílarnir eru ekki að brjóta lög:
lagt_a_gangstett

 

 

 

 

 

 

Yfirvaldinu hér finnst mikilvægt að annað hvort sé lögunum fylgt eða þeim breytt. Þetta ættu íslendingar að skoða.  Lögin eiga að vera þannig að það þurfi  ekki að "horfa í gegnum fingur sér" við lögbrjótum eins og lögreglan gerir við  Hringbraut daglega þegar hún keyrir fram hjá bílunum uppi á stéttum. Annars spyrja menn sig:  Hvaða lögum þarf að fylgja og hvaða lög má brjóta?

Þetta er mikið himnaríki fyrir hjólreiðamann.  Mér líður eins og íkornanum í Ice Age þegar hann loksins náði hnetunni.

ice_age_2_1

 

 

 

 

 

 

PS: Myndin af íslenskri aðalbraut © Íslenski fjallahjólaklúbburinn.


Alvöru gírkassar

Þegar ég var strákur átti ég þriggja gíra hjól eins og flestir jafnaldrar mínir. Gírarnir voru inní afturöxlinum sem var fáanlegur frá tveim framleiðendum, annars vegar Sturmey-Archer í Bretlandi, og hins vegar Sachs í Þýzkalandi.

Gíraöxlarnir voru yfirleitt til friðs nema ef litla "gírkeðjan" slitnaði sem tengdi öxulinn við barkann upp í handfangið.  Það gerðist yfirleitt þegar hjólið datt á hliðina því gírkeðjan stóð út um afturöxulinn og á hann datt hjólið.  Það breytti samt ekki því að gírarnir inní öxlinum voru alltaf í lagi.

1133635210940_hub_sturmey_archer_tc6

 

 

 

 

 

 

 

 

Um 1980 komu keppnishjólin til Íslands og eftir það voru gírar utanáliggjandi, sennilega vegna þess að fólki fannst betra að hafa fleiri gíra en bara þrjá.  Það er alveg rétt, þrír gírar nægja ekki.

Keppnishjólagírar láta keðjuna ekki ganga beint milli tannhjóla eins og í  flestum vélum sem nota keðjur, heldur er undið upp á vesalings keðjuna til að beina henni á mismunandi tannhjól.

Keðjan er send gegnum lítinn gaffal sem beinir henni inn á stórt eða lítið tannhjól að framan, og svo í S beygju gegnum tvö tannhjól úr plasti að aftan sem halda henni strekktri og beina henni á fimm og upp í átta tannhjól.  Þannig geta gírhlutföllin orðið frá því að vera 2x5=10 og upp í 3x8=24.  Mörg gírahlutföllin eru of svipuð til að þekkjast sundur í reynd svo það er hálfgerður skáldskapur að segja að "24 gíra" hjól sé það í raun og veru.

Utanáliggjandi gírar eru léttir og ódýrir en það þarf að stilla þá reglulega því annars er ekki hægt að velja alla gírana, og stundum lafir keðjan á milli tveggja gíra með tilheyrandi skrölti.

Slabb og slyddudagar eru algengir á Íslandi, og tjara og vegryk sest í keðju og gíra.  Þetta sandleðjuparsl slítur og eyðileggur gírana á einum vetri ef þeir eru ekki þrifnir reglulega.  Svo er heldur ekki hægt að setja keðjuhlíf utanyfir.


57211866.IMG_3841

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þeir sem treysta sér ekki til að þrífa og stilla utanáliggjandi gíra ættu að skoða þetta:

speedbild2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta gæti verið gírkassi úr vörubíl en er afturöxull með fjórtán gíra í stað þriggja áður.  Engin tvö gírhlutföll eru eins, þau nýtast því öll.

Öxullinn er meiri fjárfesting en í utanáliggjandi gírum og um það bil hálfu kílói þyngri, en mér er sagt að hann sé viðhaldsfrír og skipti létt um gíra í öllum veðrum eins og fínasti jeppi.

Hjólið sjálft verður einfaldara:

  • Keðjan er alltaf bein en þannig líður keðjum best.
  • Keðjan getur verið stór og sterk og því minna viðkvæm fyrir sliti og skít.
  • Það er hægt að setja keðjuhlíf á hjólið.
  • Aðeins einn gírskiptir á stýrinu velur alla gírana fjórtán.

P8088455

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Framleiðandinn að öxlinum heitir Rohloff.  Til eru ódýrari gíraöxlar frá Shimano sem heita Nexus.  Þeir eru átta gíra og ku ekki þola eins mikil átök, enda ætlaðir í ferðir til og frá vinnu, ekki hamagang á hálendinu.

Ef þessir gírar fást ekki á Íslandi er það vegna þess að enginn vill þá og þess vegna selur þá enginn, en enginn vill þá, af því þeir fást ekki.  Þannig er vítahringurinn oft.  Það sakar samt ekki að spyrja eftir þeim, og svo má panta reiðhjól á netinu.

Það er dálítið mótsögn að smíða sterkleg fjallahjól en með utanáliggjandi gírum. Ég sé mig í anda keyra upp á hálendið í jeppa með loklausan gírkassa, opinn fyrir vegarykinu.

Ef ætlunin er að fá sér gíra sem eru lokaðir og viðhaldsfríir, má í framhaldi fá sér vökvadiskabremsur til að hjólið verði álíka viðhaldsfrítt og japanskur bíll.

Þá vantar bara góða hjólastíga, sem minnir mig á borgarstjórnina í Reykjavík, en það þykir mér ennþá of sárt umræðuefni...

 


Nú er lag fyrir Dag

Í síðustu borgarstjórnarkosningum mætti ég á opinn kosningafund og spurði borgarstjóraefnin að eftirfarandi:

Í Reykjavík eru bílastæði yfirleitt ókeypis og allir sem byggja þurfa að skaffa  þau. Hér er viðmiðunin fyrir stæði fjórum sinnum hærri en í Osló, Stokkhólmi og  Kaupmannahöfn.

Fyrir tuttugu árum var Reykjavík eins og hinar höfuðborgirnar á norðurlöndum. Núna erum við að ná Houston í bílafjölda á þúsund íbúa.  Houston er mjög ljót  borg.

Í Reykjavík eru reiðhjól ennþá leiktæki og útivist fyrir sérvitringa.

Bílaeigendur eru frekir, þeir eru margir og þeir munu skrifa greinar og biðja um ennþá meiri umferðarmannvirki.  Þeir vilja fá að borga  fólksbílagjald í hvalfjarðargöngin á 5 tonna vörubílum sem þeir keyptu í gegnum gloppu í lögum.

Hafið þið hugrekki til að standa uppi í hárinu á þessum stóra hagsmunahópi?

 

Svar Vilhjálms var:

Íslendingar hafa valið einkabílinn.  Það er ekki okkar að segja þeim fyrir verkum.  Ef við gerum aðalbrautirnar ekki góðar færist aksturinn bara inn í hverfin þar sem hann á ekki heima.

 

Svo mörg voru þau orð.  Ekki líkaði mér svarið.  Ég vil sjá Reykjavík hætta að vera fyrirmynd amerískra bílaborga og byrja að líkjast Evrópskri borg.

Ég er vonbetri en ég var  í síðustu viku.

 


mbl.is Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Götubardagar

Ég fékk þessa mynd senda í framhaldi af blogginu um stelpur á hjólum: 

mass_transit

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hef stundum viljað setja skilti aftan á hjólið þar sem stendur "ég má líka vera hér" eða "don't tread on me" - eða eitthvað svoleiðis - en ég sá ekki alveg hvernig.

Þessi hefur fundið ágæta lausn.

Takk fyrir myndina.

 

 


Stelpur á hjólum í Köben

Ég rakst  á þessa vefsíðu tileinkaða stelpum á hjólum í Köben:

        http://copenhagengirlsonbikes.blogspot.com/ 

Hjólreiðamenn þurfa ekki að vera hallærislegir og síðan sannar það. 

471627793_e523648127

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reiðhjólið var lengi vel tákn kvenréttindabaráttunnar.  Ástæðan var að konur þurftu þægilegri föt til að geta notfært sér þessa spennandi uppfinningu sem hjólið var.

bike2

 

 

 

 

 

 

 

 

Kannski þurfa stelpur að skoða það mál aftur.. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband