4.6.2007 | 13:34
Heimsborgarar bragðast best
Í gær sá konan mín að hún hafði gleymt gemsanum sínum á hótelherbergi í Brussel þar sem hún var að vinna fyrir Evrópusambandið í síðustu viku.
Hún hringdi á hótelið og bað afgreiðslufólkið að senda gemsann til vinkonu sinnar í Danmörku.
Hún er að fara í aðra vinnuferð þangað eftir tvær vikur og sækir gemsann í leiðinni.
Ég spurði strax: Af hverju léstu ekki senda hann til Íslands, hann yrði kominn eftir nokkra daga?
Hún svaraði: "Nei, það yrði svo mikið vesen. Ég myndi þurfa að borga aðflutningsgjöld og toll eða reyna að sanna að ég ætti hann".
Þetta svar hennar sýnir mér, að Berlínarmúrinn okkar er enn á sínum stað. Atlantshafið er okkar Berlínarmúr.
Hann hefur gefið stjórnvöldum hér afsökun til að halda landinu lokuðu, hvað sem hver segir. Reynið bara að panta varahlut í golfkerruna ykkar - eða ostbita.
Þótt bankar hafi hagnast á frjálsum viðskiptum eru þau ekki komin til okkar hinna.
Hún hringdi á hótelið og bað afgreiðslufólkið að senda gemsann til vinkonu sinnar í Danmörku.
Hún er að fara í aðra vinnuferð þangað eftir tvær vikur og sækir gemsann í leiðinni.
Ég spurði strax: Af hverju léstu ekki senda hann til Íslands, hann yrði kominn eftir nokkra daga?
Hún svaraði: "Nei, það yrði svo mikið vesen. Ég myndi þurfa að borga aðflutningsgjöld og toll eða reyna að sanna að ég ætti hann".
Þetta svar hennar sýnir mér, að Berlínarmúrinn okkar er enn á sínum stað. Atlantshafið er okkar Berlínarmúr.
Hann hefur gefið stjórnvöldum hér afsökun til að halda landinu lokuðu, hvað sem hver segir. Reynið bara að panta varahlut í golfkerruna ykkar - eða ostbita.
Þótt bankar hafi hagnast á frjálsum viðskiptum eru þau ekki komin til okkar hinna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.6.2007 kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Töfra"lausnin" á þessu vandamáli er samt, að mati margra, að Íslandi gangi í Evrópusambandið í stað þess að Ísland felli bara niður þessa tolla og aðflutningsgjöld og hvað það heitir. Ef vilji er fyrir því að gera það, af hverju þá ekki bara að gera það án milliliðanna í Brussel til að segja okkur að gera það?
Geir Ágústsson, 5.6.2007 kl. 21:32
Hverjum dytti í hug að panta varahlut í ostbita?
Og Geir hér að ofan: heyr heyr! (rímar líka við Geir)
Mundi (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 13:11
Nei, ég meinti ostbita í golfkerruna !
Kári Harðarson, 9.6.2007 kl. 01:30
Satt og rétt. Niður með þessa tolla!
Sigurjón, 12.6.2007 kl. 21:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.