Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Geðveikur

Umræða síðustu daga um meint veikindi Ólafs borgastjóra hefur vakið athygli á þunglyndi.

Britney Spears virðist vera komin í sitt eigið persónulega helvíti.  Það er ekki ólíklegt að manía og þunglyndi séu hlutskipti hennar þótt ég viti það ekki.

Einn af uppáhaldstónlistarmönnunum mínum er Jaco Pastorius.

jaco20

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann lést 1987 þegar honum var hent út af skemmtistað svo harkalega að hann hálsbrotnaði. Hann var maníódepressívur og hafði ekki verið með sjálfum sér þegar þetta gerðist.  Hann var 35 ára gamall.

Í þessari grein segir Mary dóttir Jaco sögu föður síns og sjálfrar sín, en hún berst sjálf við sama sjúkdóm og faðir hennar.

Hér er úrdráttur úr greininni:

The stories surrounding his increasingly erratic behavior, during his later years, have become folklore, almost mythical. But, the reality is that my father was only a man, and at times a very sick man who needed help. No myth in that. Not exciting nor romantic, but the truth nonetheless.

All I knew was that daddy wasn't daddy anymore. He kind of looked like him, but this guy was weird, irresponsible, untogether, and had a strange look in his eye. My dad was the antithesis of these qualities, so this sudden transformation was especially perplexing.

My father got away with a lot of outrageous behavior, because he was Jaco. A "regular" person would never have been allowed to be that out of control and still receive the liberties he received. This seemed to work in his favor, but in hindsight, I believe this worked against him. It prevented him from getting help he desperately needed. 

There are no words nor language to accurately convey the madness, loss, and empty terror that is clinical depression. I think of it as a place. It's the place you are left to wander, aimlessly, after everything you are has been stripped from you, and your soul has been seized by invisible marauders. I vividly remember when I realized that this must have been the place where daddy lived. This only intensified my ever-present, ever-growing terror.

Reykt síld og fonduepartý

Á ensku er reykt síld kölluð "Red herring".
800px-Kipper

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hundar voru þjálfaðir til refaveiða með því að kenna þeim að eltast  við slóð eftir reykta síld sem hafði verið dregin yfir fjöll og  firnindi.

Síðan þurfti að kenna þeim að eltast ekki lengur við síldarslóðir  heldur slóðir eftir refi. Þegar menn elta vitlausa slóð er því talað  um "Red Herring" á ensku.

Umræðan um veikindi Ólafs borgarstjóra er "Red Herring", hún er á  vitlausri slóð.

Nú er ekki talað um annað en illa meðferð  spaugstofumanna á Ólafi og sennilega fær hann ómaklegt fylgi vegna þess að sumum finnst að maður eigi að vera góður við minni máttar.

Sjálfstæðismenn hefðu ekki getað beðið um betri villu því hún beinir sjónum manna frá réttu spurningunni:  Eiga Ólafur og Vilhjálmur að  vera borgarstjórar?

Löglega geta þeir krafist þess, rétt eins og sá sem tekur fram úr  öðrum í umferð og bremsar snögglega að tilefnislausu getur krafist fullra bóta vegna aftanákeyrslu.  Löglegt en siðlaust.

Það var siðleysið sem krakkarnir mótmæltu á pöllunum.  Vonandi var það  ekki örvæntingaróp áður en lýðræðisneistinn var slökktur í þeim.

Ég veit ekki hvort Ólafur getur orðið góður borgarstjóri en ég veit að hann hafði ekki fylgi og það ætti að vera brot á einhverjum  lögum.

Ég vil ekki að Vilhjálmur verði borgarstjóri, því ég  treysti honum ekki eftir REI málið.  Sennilega braut hann ekki lög þá, en ég hélt að það væri augljóst að hann ætti að halda sig til hlés eftir  það axarskaft.

Vilhjálmur tapaði minni tiltrú fyrst þegar ég spurði á kosningafundi hvað hann ætlaði að gera í umferðarmálum í borginni.  Hann svaraði:  Íslendingar hafa valið einkabílinn og það er mitt hlutverk að hjálpa þeim að komast hindrunarlaust milli staða.  Annars keyra þeir bara í gegnum íbúðahverfin og það væri verra.

Í þessum anda á að byggja mislæg gatnamót Miklubrautar og  Kringlumýrarbrautar.  Það finnst mér gamaldags.

Í fyrsta lagi finnst mér ótækt að fólk komist upp með að kaupa hús í úthverfi á lágu verði og fá svo niðurgreiddar samgöngur fyrir einkabílinn sinn inn í bæ.  Hvaða heimtingu á fólk á því að komast  fljótt í vinnuna þegar það kaupir húsnæði útí rassgati?  Og það á kostnað þeirra sem búa við Miklubraut.  Hvaða hvatning er þá fyrir fólk að haga sér ekki eins og hálfvitar þegar það kaupir hús?

Ég veit um konu sem fer úr Vesturbæ Reykjavíkur í miðbæ Hafnarfjarðar á einkabíl til þess að láta klippa köttinn sinn.  Ef menn eins og Villi halda áfram að malbika verður konan farin að láta klippa köttinn  í Keflavík.

Meiri steinsteypa niðrí bæ kallar bara á meiri umferð.  "Build it and  they will come".

Í öðru lagi finnst mér mislæg gatnamót ekki eiga heima inní miðborgum  heldur í útjaðri þeirra.  Þau eru risastór og ljót og klippa  borgarhverfi í sundur eins og ferkílómeters stórt geimskip sem  brotlendir.  Þessi mynd  gæti verið af nýju gatnamótunum.

Ætlar  einhver að segja að þetta sé fallegt?  Geta nýju gatnamótin orðið  fallegri?


Gamli góði Villi sagði í kosningabaráttu sinni að hann hefði búið í  sama húsinu í Breiðholti í tugi ára.  Það hefur kosti og ókosti. Ef  hann hefði eytt einhverjum tíma erlendis hefði hann kannski myndað sér aðrar skoðanir á einkabílisma og væri tilbúinn að læra af mistökum annara þjóða.

Þegar Vilhjálmur segir "mislæg gatnamót" finnst mér ég vera staddur í  fortíðinni.  Hann gæti alveg eins sagt: "Höldum Fondue  partý?"

fondue-party-los-angeles-1968

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Hvenær drepur maður mann?

Í morgun ætlaði ég á bílnum en hann fór ekki í gang.  Hann var dauður enda hef ég hjólað uppá síðkastið og því ekki notað hann.  Ég hjólaði í vinnuna og það var í góðu lagi.

Á leiðinni datt mér samt í hug hvað þetta væri bagalegt, að loksins þegar ég þyrfti að nota bílinn væri hann ónothæfur af því ég hefði ekki verið að nota hann.

Þá datt mér í hug að snúa þessu við:  hvernig væri ef ég ætlaði að nota líkamann, en hann væri dauður þegar til ætti að taka, af því hann hefur staðið svo lengi ónotaður?

Þá er betra að koma bílnum ekki í gang...

 


Hvenær á borgaraleg óhlýðni rétt á sér?

Pabbi minn hét Hörður Ólafsson og var hæstaréttarlögmaður. Árið 1989 þýddi hann á íslensku greinina "The justification of Civil Disobedience" sem var skrifuð 1969 af heimspekingnum John Rawls, sem fæddist 1921 (eins og pabbi) og kenndi stjórnmálaheimspeki við Harvard.

JohnRawls

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

John Rawls

Ég veit ekki hvort pabbi ætlaði að gefa þýðinguna út og fæ varla að vita það úr þessu því ég fékk þýðinguna í hendur þegar hann dó árið 1994.  Hún hefur verið uppí skáp hjá mér síðan.

Í tilefni af uppákomunni í ráðhúsinu hefur mikið verið rætt um hvort hróp og köll væru skrílslæti eða lögmæt borgaraleg óhlýðni.  Mér datt því í hug að efni greinarinnar sem pabbi þýddi ætti erindi við þá sem vilja kynnast fyrirbærinu betur.

Ég tölvuskannaði því handritið með von um að það nýtist einhverjum og vinna pabba fái notið sín.

 

Handritið er í viðhenginu að neðan.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Verðstríð á fjarskiptamarkaði

breidband

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Undanfarið ár hefur verð á netsambandi lækkað um 40% og útlit er fyrir  að lækkanir muni halda áfram.

Nú kostar 4Megabita tenging 2000 krónur á mánuði.

Verðstríðið kemur í kjölfar sambærilegs verðstríðs á farsímamarkaði  þar sem kostnaður á símtölum hefur hrunið niður á stuttum tíma.

Þráðlaust samband upp á 1,5 Megabit kostar núna 1690 krónur á mánuði  en heimasími og 2 Megabit tenging saman í pakka kosta 1990 krónur á mánuði.

Þetta er 33% ódýrara en fyrir einu ári.


PS:  Þetta er því miður ekki íslensk frétt heldur dönsk.  Hér á landi  fara símagjöldin hækkandi.  Maður spyr sig hvers vegna?

 


Nýir borgarstjórar

renandstimpy

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Mér duttu þessir tveir í hug þegar ég fylgdist með fréttum í gær enda eiga þeir sitthvað sameiginlegt með nýju borgarstjórunum.  Þetta er svo mikill farsi að ég neita að taka þetta alvarlega.


Hver eru grunngildi íslensks samfélags?

Miriam Rose sem fór í fangelsi fyrir að mótmæla Kárahnjúkavirkjun með friðsamlegum hætti flutti ræðu í Reykjavíkurakademíunni 20.nóvember síðastliðinn.

Ræðan í heild sinni var upphaflega birt hér og einnig er til íslensk þýðing á henni.

Hér er bútur úr ræðunni.  Í neðri málsgreinunum tveim vitnar Miriam í Arundhati Roy sem skrifaði "The god of small things":

Icelandic media is controlled by a few private groups and a small state run element, which accepts private finance. What are their interests? Can company owned and sponsored media really criticise its own, or associated companies, or report fairly on their economic abuses? In whose interest was it that lies about the payment of Saving Iceland activists were published by RÚV and never revoked despite complaints made through all the official channels?

"The only way to make democracy real is to begin a process of constant questioning, permanent provocation, and continuous public conversation between citizens and the State. That conversation is quite different from the conversation between political parties. (Representing the views of rival political parties is what the mass media thinks of as 'balanced' reporting.)

It is important to remember that our freedoms such as they are, were never given to us by any government, they have been wrested from them by us. If we do not use them, if we do not test them from time to time, they atrophy. If we do not guard them constantly, they will be taken away from us. If we do not demand more and more, we will be left with less and less." (Roy, 2005)


Hvað ætlar þú að verða?

Konan mín var að koma heim frá Köben.  Hún sagði mér að nýja neðanjarðarlestin  hafi nú verið lögð til flugvallarins í Kastrup og að nú taki 17 mínútur að  komast þaðan til Frederiksberg.  Þegar við bjuggum þar tók ferðin 40  mínútur með leigubíl ef hann lenti ekki í umferðarteppu.

Ég er að drepast úr öfundssýki.  Mér finnst innviðir Reykjavíkur vera að grotna  niður á sama tíma og evrópskar borgir byggja sína upp.  Ætlum við aldrei að verða að  borg?  Hvað hefur Reykjavík gert fyrir mig og fasteignagjöldin mín nýlega?  Við byggjum ekkert upp og höldum ekki í horfinu.

Mér fannst Reykjavík eitt sinn falleg en mér finnst það ekki lengur.  Mér finnst hún ljót, ljót, ljót.

Sá sem  heldur að Reykjavík sé falleg ætti að slökkva á sjónvarpinu og fá sér göngutúr.  Kannski sé ég þetta af því ég fer um á hjóli?


100_0027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Reykjavík er að verða eins og heimili sem ekkert hefur verið gert fyrir því  ábúendurnir elska ekki hvorn annan.  Laxableik baðker og sinnepsgul teppi í stofunni, postulínshrafn ennþá útí glugga.

Íslendingar hafa haft Bandaríkin sem fyrirmynd í þó nokkurn tíma og það er varla skrýtið að Reykjavík fari að líkjast bandarískri borg en þær voru margar með niðurnídda miðbæi á tímabili.  Fólk vill kaupa flott hús og grill en tímir ekki að leggja í púkkið til að byggja upp innviðina.  Það er ekki kommúnismi að ganga vel um sameignina, það er spurning um heilbrigða lífssýn.


161_6172

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bandarískar borgir urðu fyrir því sem má kalla "The doughnut effect".  Miðbærinn verður einskis manns land og þeir sem einhvers mega sín flytja í kraga í kringum hann.  Kraginn í Reykjavík er Grafarvogur, Kópavogur, Garðabær og Seltjarnarnes. Í  gamla kjarnanum eru skemmdar tennur á Laugavegi og veggjakrot, og kaupmenn sem  vilja flytja.

---

Við hjónin byrjuðum okkar búskap í gömlu húsi í Hafnarfirði sem hét Langeyri.  Þótt við séum löngu flutt höfum við fylgst með húsinu. Það hefur staðið  mannlaust í mörg ár en fékk að standa í friði lengst af.

Einn dag fundu skemmdarvargar á sér að húsið væri ekki elskað lengur.  Eins og  hendi væri veifað voru allar rúður í húsinu brotnar og það breyttist í rústir.

140_4056

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er stutt þar til það verður rifið og blokk byggð þarna á vegum íslenskra aðalverktaka.  Ég efast ekki um að nýtingin á landinu verður góð.  Reykjavík er dálítið eins og þetta hús.  Skemmdarvargarnir finna að þeir geta  valsað um og sprautað á veggi því öllum er sama.

 P7030010

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að skemmdarvargar séu eins og hrægammar, þeir ráðast ekki á heilbrigða einstaklinga, heldur þá sjúku sem standa einir og varnarlausir.

Ég lít á veggjakrotið sem einkenni á undirliggjandi meini en ekki aðal vandamálið. Sá sem hugsar ekki um sig verður illa lyktandi og skítugur.  Skítalyktin er ekki ástæðan fyrir því að róni er róni heldur er hún einkenni á  róna.  Þannig er veggjakrotið einkenni á borg sem er að fara í hundana.


P7030007

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Veggjakrotið pirrar mig því ekki.  Það sýnir öllum hvað við erum að verða enda tími til kominn.

 


Framtíð heimilistölvunnar

Marta Helgadóttir benti réttilega á í bloggi sínu að gamla "desktop" heimilistölvan væri að verða úrelt því kjölturakkarnir ("laptop") hafa tekið við hlutverkinu að mörgu leyti. 

Ég hef verið að hugsa um þetta upp á síðkastið.  Ég vil benda á að heimilistölvan hefur ennþá hlutverk þótt hún eigi ekki skrifborðspláss skilið lengur.

Það er ekki forsvaranlegt að geyma ljósmyndir fjölskyldunnar á kjölturakka því þeir detta í gólfið, þeir týnast og þeim er stolið.  Svo þarf einhver tölva að vera tengd við prentara og skanna, tæki sem maður vill ekki tjóðra kjölturakkana niður með.

Það er líka dýrt að fá risastóra harða diska í kjölturakka. 1000 Gigabyte eru ekki fráleit diskastærð fyrir vél sem á að geyma alla tónlist, ljósmyndir og videosafn fjölskyldunnar.  Að síðustu þarf að vera skipulögð afritataka því fólk sem missir mörg ár af ljósmyndum er mjög óhamingjusamt.

Framtíð "desktop" tölvunnar á heimilinu er að vera "File Server" eins og fyrirtæki hafa haft í bakherbergjunum lengi.  Tölvan þarf ekki skrifborð heldur getur hún staðið inni í eldtraustri og þjófaheldri geymslu.

Heima hjá okkur er millibilsástand eins og hjá fleirum:

Í stofunni er XBOX 360 leikjatölva sem  getur sýnt bíómyndir, ljósmyndir og spilað tónlistina sem er á gömlu heimilistölvunni, en hún stendur ennþá inná skrifstofunni þótt við setjumst sjaldan við hana núorðið.  XBOX tölvan er tengd við netið sem liggur um allt heimilið.   Hún er í raun mjög ódýr PC tölva með engu lyklaborði og úttaki fyrir venjulegt sjónvarp.

Við hjónin erum með sinnhvorn kjölturakkann sem tengist stóru tölvunni þráðlaust og allir geta notið myndanna og tónlistarinnar sem þar er.  Sonurinn er með gamla desktop tölvu inni hjá sér.  Samtals eru fimm tölvur fyrir þrjár manneskjur ef XBOX vélin er talin með.

Sonurinn vill Macintosh kjölturakka og þarmeð fer ein desktop vél á haugana.  Gömlu heimilistölvunni verður fljótlega skipt út fyrir hljóðláta nýja vél með engum skermi en stórum diski og sjálfvirkri afritatöku.  Hún þarf ekki dýrt grafíkkort en það er oft dýrasti hlutinn í nýrri "desktop" vél.  50 þúsund krónur ættu að vera eðlilegt verð fyrir svona "File Server".

"Windows Home Server" er stýrikerfi sem er ætlað sérstaklega fyrir svona "skermlausa" file server vélar.  Með fylgir hugbúnaður til að afrita sjálfkrafa kjölturakkana yfir á stóru vélina þegar þeir standa ónotaðir.  Vafalaust má keyra Linux á svona vél fyrir þá sem eru ævintýragjarnir.

Það má setja sjónvarpsupptökukort í stóru tölvuna til að taka upp úr sjónvarpi og leggja þar með gamla videotækið í stofunni niður.  Sjónvarps loftnetið þarf þá að liggja inn í geymsluna þar sem tölvan stendur.   Eftir það má nota XBOX tölvu tengda við stofusjónvarpið eða bara kjölturakka til að horfa á upptökurnar.

Ég sé fyrir mér að myndlykill frá símanum eða 365 muni fá minna hlutverk eftir því sem tímar líða og fólk venst því að sækja bíómyndir og fréttaþætti yfir netið.


steampunkcasemod222 





























Framtíðartölva úr fortíðinni ?

 


Ferðalög um flækjustig dauðans

Bíllinn tók upp á því fyrir ári að verða rafmagnslaus í tíma og ótíma.  Nýlega skildi ég hvers vegna.  Það er hægt að opna bílinn með  þráðlausri fjarstýringu.  Eftir að nágranninn fékk sér þráðlausa  veðurstöð sem sýnir hitann úti, hlustar bíllinn á útsendingar  veðurstöðvarinnar á mínútu fresti, vekur bíltölvuna og eyðir öllum  straumi á bílnum ef hann stendur ónotaður í 2-3 daga.

Það var engin veðurstöð í grennd við bílaverkstæðið og því fannst ekkert að bílnum.

Að lokum var það leit á Google sem kom mér á sporið. Viðgerðin felst í  að skipta um móttakara í bílnum, nýi móttakarinn vekur ekki tölvuna  nema alvöru bíl-lykill sé á ferðinni.

Mig dreymdi þetta vandamál á nóttunni þegar verst lét.

---


Mótórhjólið mitt drap á sér og hagaði sér eins og það væri  bensínlaust. Skýringin var að ljósið í mælaborðinu sem átti að sýna að  hjólið væri bensínlaust var raðtengt við bensíndæluna eins og pera í  jólatrésseríu. Þegar peran sprakk, hætti bensíndælan að dæla bensíni.  Þetta var Yamaha Virago XV535, fyrir þá sem vilja forvitnast um þessa  merkilegu hönnun.

Ég skipti um peruna og hjólið fór í gang en þá hafði ég líka eytt  miklum tíma í lítið.
Yamaha XV535

 

 

 

 

 

 

 

 

 

---


Vinur minn rak vatnskassann á glænýjum jeppa í íshröngl þegar hann  keyrði yfir ársprænu.  Kælivatnið lak af bílnum, en af því  vatnshitamælirinn mældi hitann í vatnskassanum en ekki í vélinni seig  mælirinn hægt niður á við í stað þess að hækka og blikka rauðu ljósi.  Vélin bræddi úr sér, sú nýja kostar rúmlega milljón.

Það má spyrja hvort þetta var ekki hönnunargalli á bílnum.  Ætti ekki  sex milljóna jeppi að vera með hitamæli á vélinni?  Ætti vatnskassinn  að vera neðsti púnkturinn á jeppa sem rekst í eitthvað?

---


Mér varð það á um jólin, að segjast vera fæddur 17.september 2007  þegar ég skráði nýja leikatölvu sonar míns hjá Microsoft.  Eftir það  sagði forritið að ég þyrfti samþykki foreldra minna.  Ég  gat ekki bakkað út úr skráningarferlinu því nú var ég barn og því ekki  treystandi samkvæmt Microsoft sem mundi eftir mér næst þegar ég reyndi  að tengjast.

Ég þurfti því skrá mig tvisvar og er nú barn sjálfs mín og væntanlega  afi sonar míns, samkvæmt leikjatölvudeild Microsoft.  Ég hef á  tilfinningunni að ég sé ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta  axarskaft.

---


Læknir í London að nafni John Snow fann upptök kólerufaraldurs í borginni með því að fylgjast grannt með því hvar fólk veiktist og ályktaði að vatnsból á Broad Street væri mengað.  Þessi saga er notuð sem dæmi um ályktunargáfur greindra manna og setti John Snow í mannkynssöguna.

snow_cholera_map_lg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég þarf jafn mikla rökhyggju ef ekki meiri til að berjast við draslið  sem ég er að kaupa út í búð þessa dagana, en ekki kemst ég í mannkynssöguna fyrir það.

Framleiðendur eru alltaf að finna hjólið upp aftur og alltaf kemur eitthvað  nýtt uppá.  Ég enda á að aflúsa hönnunina fyrir framleiðandann í sjálfboðavinnu.

Niðurstaða mín ætti að vera að lifa einföldu lífi og kaupa einfalda og þrautprófaða hluti, en ónei.  Ég er svo  nýungagjarn að ég held áfram að kaupa þessa vandræðagripi og berjast við þá eins og hetja Cervantes barðist við vindmyllur.

 personal-data-breaker

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband