Vits er þörf þeim er víða ratar (og GPS tækis)

Fyrir löngu gáfu landmælingar Íslands út Íslandskort sín á geisladiskum. Forritið sem fylgdi diskunum heitir LMI Visit 4.22. Það leyfir notendum að skoða kortin og teikna slóðir á þau en lítið annað.

Sér í lagi er hvorki hægt að lesa slóðir né vista þær eða færa yfir í GPS tæki enda voru Garmin tæki varla til þegar landakortin komu út.  Þessir diskar eru ennþá til sölu mér vitanlega en með algerlega úreltum hugbúnaði.

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég lítið forrit sem les skrá frá forriti Landmælinga (VIP format) og breytir henni í skrá sem Garmin MapSource eða Google Earth geta lesið (GPX format) og öfugt.

Þessi mynd er af slóða úr Garmin tæki sem ég hef opnað í kortaforriti Landmælinga.  Slóðinn er frá kajakróðri upp á Skaga en það er svo annað mál.


kajakferd.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir sem hafa áhuga á að nálgast forritið mega hafa samband við mig, tölvupósturinn er karih@ru.is


Ég get ekki gert marga hluti í einu

Ég er fullfær um að jórtra tyggjó meðan ég stikla upp á Baulu en að öðru leyti líkar mér illa að hafa of margt á könnunni í einu.  Ég rakst á grein sem byrjar svona:

Í einu fjölmargra bréfa til sonar síns, ráðleggur Chester lávarður eftirfarandi: Dagurinn er nógu langur ef þú gerir einn hlut í einu, en ef þú reynir að gera tvo hluti nægir árið ekki til".

Að mati hans var einbeiting að einum hlut í einu ekki aðeins skynsamleg heldur vitnisburður um greind viðkomandi:  "Stöðug einbeiting sem hvikar ekki er merki um afburðargáfur rétt eins og flýtir og æsingur vitna óskeikult um veikgeðja og léttvæga hugsun".

 

Sammála.

 

 


Eyðsla og bensínverð - og Metangas

Fyrir nokkrum árum áttum við bíl sem eyddi 8 á hundraðið og bensínið kostaði 100 kr lítrinn.  Við keyrum 14 þúsund km á ári svo kostnaðurinn var 112 þúsund á ári.

Nú eigum við jeppa sem eyðir 18 á hundraðið og bensínið kostar 180 kr lítrinn svo nýja árseysðlan er 453 þúsund á ári eða 37.750 á mánuði.

Ef við hendum jeppanum (fáum ekkert fyrir hann býst ég við) og kaupum bíl sem eyðir 6 lítrum á hundraðið færi bensínkostnaðurinn niður í 151.200 á ári eða 12.600 á mánuði, sem er sparnaður upp á 25.150 á mánuði.

Afborganir af nýjum bíl væru meira en það og því rekum við jeppann áfram.

Hins vegar gætum við breytt jeppanum fyrir Metangas.  Mér sýnist bretar vera búnir að taka við sér í þessu, og land rover eigendur eru að láta breyta jeppunum sínum þar.

Hér er heimasíða hjá fyrirtæki sem hefur breytt Land Rover jeppum:

http://www.wains-classic-rebuilds.co.uk/

rr_94_99_08.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru almennar upplýsingar um breytingar á bensínbílum:

http://www.autogas.ltd.uk/conversion.htm

Hér á landi er aðeins einn áfyllingarstaður fyrir Metangas.   Mér þykir freistandi að taka áskorun Geirs Haarde og láta breyta jeppanum en á meðan engin stefna er komin frá stjórnvöldum um verð og framboð á metangasi þori ég ekki að slá til.  Mikið vildi ég að stjórnvöld tækju af skarið þarna!

Ef ég gæti fengið afslátt eða styrk til að láta breyta bílnum, eða fengið loforð um fleiri áfyllingarstöðvar væru þetta meira en orðin tóm.

Hér er slóð á fyrirlestur Björns H. Halldórssonar um Metanbíla.

---

Fyrir ykkur sem viljið hugleiða bensínkostnað má hér sjá árlegan kostnað í bensínkaup ef keyrðir eru annars vegar 14 þúsund km á ári og hinsvegar 35 þúsund km á ári.  Dálkarnir eru verð í krónum á lítra en línurnar eru eyðsla í lítrum á hundraðið.

  90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190
5 63.000 70.000 77.000 84.000 91.000 98.000 105.000 112.000 119.000 126.000 133.000
6 75.600 84.000 92.400 100.800 109.200 117.600 126.000 134.400 142.800 151.200 159.600
7 88.200 98.000 107.800 117.600 127.400 137.200 147.000 156.800 166.600 176.400 186.200
8 100.800 112.000 123.200 134.400 145.600 156.800 168.000 179.200 190.400 201.600 212.800
9 113.400 126.000 138.600 151.200 163.800 176.400 189.000 201.600 214.200 226.800 239.400
10 126.000 140.000 154.000 168.000 182.000 196.000 210.000 224.000 238.000 252.000 266.000
11 138.600 154.000 169.400 184.800 200.200 215.600 231.000 246.400 261.800 277.200 292.600
12 151.200 168.000 184.800 201.600 218.400 235.200 252.000 268.800 285.600 302.400 319.200
13 163.800 182.000 200.200 218.400 236.600 254.800 273.000 291.200 309.400 327.600 345.800
14 176.400 196.000 215.600 235.200 254.800 274.400 294.000 313.600 333.200 352.800 372.400
15 189.000 210.000 231.000 252.000 273.000 294.000 315.000 336.000 357.000 378.000 399.000
16 201.600 224.000 246.400 268.800 291.200 313.600 336.000 358.400 380.800 403.200 425.600
17 214.200 238.000 261.800 285.600 309.400 333.200 357.000 380.800 404.600 428.400 452.200
18 226.800 252.000 277.200 302.400 327.600 352.800 378.000 403.200 428.400 453.600 478.800
19 239.400 266.000 292.600 319.200 345.800 372.400 399.000 425.600 452.200 478.800 505.400
20 252.000 280.000 308.000 336.000 364.000 392.000 420.000 448.000 476.000 504.000 532.000
            
14000 km á ári          
            
  90 100 110 120 130 140 150 160 170 180 190
5 157.500 175.000 192.500 210.000 227.500 245.000 262.500 280.000 297.500 315.000 332.500
6 189.000 210.000 231.000 252.000 273.000 294.000 315.000 336.000 357.000 378.000 399.000
7 220.500 245.000 269.500 294.000 318.500 343.000 367.500 392.000 416.500 441.000 465.500
8 252.000 280.000 308.000 336.000 364.000 392.000 420.000 448.000 476.000 504.000 532.000
9 283.500 315.000 346.500 378.000 409.500 441.000 472.500 504.000 535.500 567.000 598.500
10 315.000 350.000 385.000 420.000 455.000 490.000 525.000 560.000 595.000 630.000 665.000
11 346.500 385.000 423.500 462.000 500.500 539.000 577.500 616.000 654.500 693.000 731.500
12 378.000 420.000 462.000 504.000 546.000 588.000 630.000 672.000 714.000 756.000 798.000
13 409.500 455.000 500.500 546.000 591.500 637.000 682.500 728.000 773.500 819.000 864.500
14 441.000 490.000 539.000 588.000 637.000 686.000 735.000 784.000 833.000 882.000 931.000
15 472.500 525.000 577.500 630.000 682.500 735.000 787.500 840.000 892.500 945.000 997.500
16 504.000 560.000 616.000 672.000 728.000 784.000 840.000 896.000 952.000 1.008.000 1.064.000
17 535.500 595.000 654.500 714.000 773.500 833.000 892.500 952.000 1.011.500 1.071.000 1.130.500
18 567.000 630.000 693.000 756.000 819.000 882.000 945.000 1.008.000 1.071.000 1.134.000 1.197.000
19 598.500 665.000 731.500 798.000 864.500 931.000 997.500 1.064.000 1.130.500 1.197.000 1.263.500
20 630.000 700.000 770.000 840.000 910.000 980.000 1.050.000 1.120.000 1.190.000 1.260.000 1.330.000
            
35000 km á ári          
            

Við þurfum fleiri svona menn

Ef fleiri stæðu með sjálfum sér og tækju slaginn eins og Vilhjálmur Bjarnason gerir þá væri enn betra að búa á Íslandi.

 


mbl.is Krefst 1.900 þúsund króna í bætur frá stjórnarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Don't try this at home

Það er freistandi að segja bara að unga fólkið hafi eytt stjórnlaust.  Hitt er svo annað mál að eldri kynslóðin sem selur þeim það sem þau vilja kaupa, smyr vel á.

Þegar ég útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum keyptum við strax hús og bíl og vitaskuld keyptum við í matinn í hverri viku.  Allt ungt fólk vill hús, bíl og mat í ísskápinn, ekki satt?

Svona leit dæmið út í Bandaríkjunum 1994:

  • Mánaðarlaunin 282 þúsund
  • Húsið 8,4 milljónir  (2,5 árslaun)  4.5% óverðtryggt lán
  • Nýr VW Passat 1,5 milljónir  (5 mánaðarlaun)
  • Viku matarinnkaup 7.500 kr með víni og bjór, bleyjum o.s.frv.  (1/37 úr mánaðarlaunum)
  • Bensínlítrinn 19 krónur

Ef ég gerði þessar sömu kröfur til lífsins á íslandi í dag væri ég gjaldþrota.  Svona er staðan í dag:

  • Mánaðarlaunin 400 þúsund ef þú ert heppinn
  • Húsið 40 milljónir (8,3 árslaun)
  • Nýr VW Passat 4 milljónir (10 mánaðarlaun)
  • Viku matarinnkaup 25 þúsund (1/16 úr mánaðarlaunum)
  • Bensínlítrinn 150 krónur

 


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein góð ástæða í viðbót

Ein góð ástæða í viðbót til að fara með lyfin til förgunar í næsta apótek, er að Rannsóknarstofnunin ætlar að fara í gegnum það sem kemur inn og reyna að slá á hvaða verðmæti er þarna um að ræða, og hvaða lyf er helst um að ræða.

Niðurstöðurnar gætu orðið til þess að hentugri lyfjaskömmtum verði ávísað í framtíðinni.

Við erum búin að laga til í lyfjaskápnum, ég og frúin, elsta draslið var orðið býsna gamalt!

 


mbl.is Vitundarvakning um förgun gamalla lyfja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glögg gestsaugu

Erlendur kunningi minn sem kemur í heimsókn til Íslands á 3-4 ára fresti kom í heimsókn í sl. viku og mætti í mat.

Það fyrsta sem hann þurfti að segja var að Reykjavík væri ryðguð.  Hann átti við að litríku þökin í gömlu borginni væru að víkja fyrir ryðkláfum, og svo væru gangstéttirnar allar sprungnar og mosavaxnar.

Svo sagði hann að íslendingar væru orðnir miklu feitari, þar á meðal ég...  Hann sagði að allir væru síétandi hvert sem hann færi.  Fólk væri með orkudrykk eða ís eða pylsu.  "Kann fólk ekki að borða á matmálstímum lengur?" spurði hann.

Mér varð svarafátt og við leiddum talið að öðru.

 


Hvernig á að pirra

Hér eru nokkur góð ráð til að vera pirrandi

  • Stilltu sjónvarpið þannig að allir verði grænir í framan. Segðu að þetta eigi að vera svona.
  • Heftaðu öll blöð í miðjunni.
  • Hengdu þjófavarnarhnappa á föt fólks sem er að kaupa í matinn.
  • Fáðu lánaðar spennusögur og skrifaðu nafn morðingjanns á fyrstu síðu.
  • Kallaðu halló til bláókunnugs fólks sem er að labba hinu megin við götuna.
  • Vertu alltaf í appelsínugulum fötum.
  • Sestu við barborð og kláraðu allar smáveitingarnar (hnetur, snakk o.f.l.) sem á því eru.
  • Borgaðu allt með kínveskri smámynt.
  • Endurtaktu allt sem aðrir segja eins og spurningu.
  • Labbaðu á milli borða inni á veitingahúsum og biddu fólk að gefa þér grænmetið.
  • Talaðu við sjálfan þig í strætó.
  • Hafðu alltaf kveikt á stefnuljósunum á bílnum.
  • Láttu hundinn þinn heita Hundur.
  • Spurðu fólk af hvaða kyni það sé.
  • Eltu einhvern með hreinsilög og þurrkaðu af öllu sem hann/hún snertir.
  • Ljúgðu þegar fólk spyr þig hvað klukkan er.
  • Ekki taka jólaljósin niður fyrr en í október. Hafðu kveikt á þeim allan tímann.
  • Breyttu nafninu þínu í Jón Aaaaaaaaaaaason og segðu að faðir þinn hafi verið grænlenskur. Segðu fólki að það eigi að það eigi að bera fram öll a-in.
  • Stattu við umferðargötu og miðaðu hárblásara að öllum bílum sem aka framhjá.
  • Nagaðu alla penna og blýanta sem þú færð lánaða.
  • Syngdu með þegar þú ferð á óperu.
  • Biddu þjóninn um aukasæti fyrir "ósýnilega" vin þinn.
  • Spurðu skólafélaga þína dularfullra spurninga og skrifaðu eitthvað í vasabók.
  • Spilaðu sama lagið 50 sinnum.
  • Búðu til "dularfulla hringi" í grasið í görðum nágranna þinna.
  • Segðu upphátt einhverjar tölur þegar afgreiðsufólk er að telja peningana.
  • Bókaðu þig á fund 31. september.
  • Bjóddu fullt af fólki í veislu annara.

Hawaii eða Háaleitisbraut ?

Það kostar 19 krónur að hringja úr heimasíma til Bandaríkjanna, 17 krónur að hringja í farsíma frá símanum en 25 krónur að hringja í farsíma frá Nova.

Það kostar bara 1,85 krónur að hringja í annan heimasíma.  Munurinn er því alltaf minnst tífaldur að hringja í gemsa.  Verðið á farsíma símtölum hér sýnist mér fara hækkandi á sama tíma og það lækkar í öðrum löndum. 

Finnst einhverjum öðrum en mér skrýtið að innanbæjarsímtal skuli vera dýrara en símtal til Hawaii bara af því viðmælandinn er hjá "hinu" símafyrirtækinu?  Mér sýnist Síminn vera að refsa þeim viðskiptavinum sem dirfast að gerast liðhlaupar í stað þess að herða sig í samkeppninni?

Ég tók eftir þessu vegna þess að heima-símareikningurinn okkar rauk upp eftir að helstu vinir sonar míns skiptu yfir til Nova. 

Það borgar sig fyrir soninn að ganga með tvo farsíma, með sitthvoru SIM kortinu og hringja í Nova notendur frá síma með Nova korti af því símtöl milli Nova síma eru ókeypis.  Eina vandamálið er að símanúmerin þekkjast ekki í sundur, frá hvaða félagi þau eru.

Í Danmörku er sama gjald, 1,30 DKR að hringja í farsíma frá heimasíma, sama hvaða félagi sá farsími tilheyrir.  Það þykir mér ætti að lögleiða hér á landi.

Ef mér leiddist gæti ég búið til þjónustu þar sem allir geta hringt úr heimasímanum í box eins og er á myndinni að neðan, svokallaðan "GSM Gateway".  Það myndi innihalda SIM kort frá Nova og leyfa þeim sem hringir í það að slá inn farsímanúmer Nova notanda.  Þannig gætu allir talað við Nova farsímaeigendur úr heimasímanum fyrir 1,85 krónur í stað 25 króna.  Ég þyrfti ekkert að borga nema fjárfestinguna í boxinu og mánaðargjaldið fyrir Nova SIM kort.

 GSM Gateway Dialer LARGE

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi box eru þegar til á markaði.  Ég ætla ekki að stofna þjónustuna sjálfur, ég er bara að benda á fáránleikann í gjaldskránni eins og hún er í dag.

 


Hvers vegna lögreglan skráir ekki stellnúmer - svarið er komið

Ég velti fyrir mér hvers vegna lögreglan skráir ekki stellnúmer þeirra hjóla sem koma inn til þeirra og gat mér í kvikindisskap til að þeir héldu ágóðanum af þeim hjólum sem færu á uppboð.  Satt að segja datt mér ekki í hug að það væri reyndin.

Ég fékk svo þetta svar frá starfsmanni innan lögreglunnar sem vill ekki láta nafns síns getið: 

 

Jú, þetta er nefnilega spilling. Lögreglufélag Reykjavíkur fær hlut af óskilamunauppboðinu sem haldið er einu sinn á ári.  Síðan útdeilir Lögreglufélag Reykjavíkur þessum aurum í einhver mál skv. einhverjum reglum.

Það er fáránlegt að skrá ekki raðnúmer hjóls í LÖKE (lögreglukerfið) því það bíður svo sannarlega upp á það.

Þetta er ekki alvarlegasta spillingarmál sem ég hef heyrt um, en það ætti samt ekki að láta þetta líðast. 

Kveðja, Kári

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband