Færsluflokkur: Bloggar

Flugvellir eru skemmtilegir (ef maður hefur sérstakan húmor)

Einhvern tímann bloggaði ég um undarlegheitin í flugvallaöryggi.  Nú heyrði ég nýja sögu frá kollega.

Hún var að fljúga heim í gegnum París, keypti Camembert ost á flugvellinum.  Hann var vel þroskaður og farinn að leka niður.  Osturinn var tekinn af  henni á þessum sama flugvelli af því öryggisvörðurinn sagði að þetta væri vökvi og það væri bannað að fara með vökva um borð.

Þá hafið þið það.  Munið að kaupa harða osta eins og Camembert eða Old Amsterdam ef þið eigið fyrir farmiðum og osti.

 camembert.jpg


Hamarinn var góður

Mikið hafði ég gaman af þáttunum "Hamarinn".  Þeir voru í sama gæðaflokki og besta danska eða enska sjónvarpsefni sem ég hef séð.  Leikararnir léku vel, mér fannst ég hafa kynnst söguhetjunum, þær voru það trúverðugar.

Ég óska öllum  sem að þáttunum stóðu til hamingju.


Euroshopper er hollenskt merki

Nú kemur upp í mér púkinn.  Ættum við að kaupa matinn okkar af hollendingum ;)

Í alvöru talað:  Ættum við að vera að kaupa vörur sem eru seldar í Evrum nú þegar hún er farin að kosta yfir 1,50$.

Ættu vörur frá Bandaríkjunum ekki að vera að verða ódýrari?


Boys in da hood

Ég er að hugsa um að skrifa gangster sögu.  Hér er úrdráttur:

Tupac and Malcolm drove to the warehouse, T-Bone was quickest to leave the car, he ran out looking for Jamal; when he came to the warehouse entrance, Jamal was waiting inside and hit him in the head with a fire axe so hard his skull cracked, he was dead before he hit the ground.  Tupac and Malcolm entered the house but Jamal then darted across the parking lot intending to make for the bushes.
 
Malcom fired at him with the pistol and got him in the leg.  He managed to continue but dropped the fire axe because he was so short of breath he couldn't hold it anymore.

It had become pitch dark outside.  When he made it across the parking lot he ran into the woods to try and hide.  Tupac and Malcom followed him and staked him out in the woods; he was so stiff and out of breath he could hardly walk and thought he could hear people coming at him from all directions.

 



Þetta er reyndar ekki originalt efni um inner city gangstera, ég stal þessu úr Gísla sögu Súrssonar og staðfærði.  Hér er originallinn:

Þeir Börkur róa að landi og verður Saka-Steinn skjótastur af skipinu og hleypur að leita Gísla; og er hann kemur í hamraskarðið stendur Gísli fyrir með brugðið sverð og keyrir þegar í höfuð honum svo að stóð í herðum niðri og féll hann dauður á jörð. Þeir Börkur ganga nú upp á eyna en Gísli hleypur á sund og ætlar að leggjast til lands. Börkur skýtur eftir honum spjóti og kom í kálfann á honum og skar út úr og varð það mikið sár. Hann kemur á brott spjótinu en týnir sverðinu því að hann var svo móður að hann gat eigi á haldið. Þá var myrkt af nótt. Er hann komst að landi þá hleypur hann í skóg því að þá var víða skógum vaxið. Þá róa þeir Börkur að landi og leita Gísla og kvía hann í skóginum og er hann svo móður og stirður að hann má varla ganga og verður nú var við menn alla vega frá sér.

 

Þetta hlýtur að selja!  -- en nú þegar ég hugsa út í það þá eru þessar gangster týpur kannski ekki mest þroskandi fyrirmyndirnar fyrir þjóðina?

 gangstachimp23.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Gott fólk

Við fórum í sunnudagsmat til tengdaforeldra minna í Hafnarfirði.

Eftir matinn vildi sonur minn finna tónlistarspilarann sinn, sagðist hafa gleymt honum í bílnum. Hann kom inn aftur og sagði að spilarinn hefði ekki verið þar.

Við leituðum í bílnum og í kringum bílinn en ekkert fannst.

Eftir matinn keyrðum við aftur til Reykjavíkur, við vorum að vona að þetta væri misminni, að spilarinn hefði gleymst heima en hann var ekki þar heldur.

Við lögðum heilann í bleyti. Konan mín rifjaði upp að hún hefði heyrt eitthvað detta þegar hún náði í kápuna sína í aftursætið.

Niðurstaðan var að sonurinn hefði lagt spilarann ofan á kápuna, spilarinn hafi svo fleygst út úr bílnum þegar kápan var tekin.

Þetta var mikil sorg, nýr iPod nano kostar margar íslenskar krónur..

Ég ákvað að fara aftur út að leita ef betra vasaljós gerði gæfumuninn og hann lægji milli aftursætanna.

Það fyrsta sem ég sá var iPod spilarinn, undir framrúðuþurrkunni!

Einhver miskunnsamur Samverji í Hafnarfirði hafði séð spilarann í götunni og sett hann undir rúðuþurrkuna. Þannig keyrðum við með spilarann frá Hafnarfirði yfir í vesturbæ Reykjavíkur án þess að taka eftir honum (rúðuþurrkurnar sjást ekki þegar þær eru ekki í notkun).

Ég þakka viðkomandi kærlega fyrir góðan greiða og fyrir að endurnýja trú mína á samfélaginu sem við búum í.

Svo er ég feginn að það rigndi ekki á leiðinni í bæinn!


Þankar um stærðfræði og lýðræði

Hér fylgir gróft uppkast af hugsunum.


Ég hef veitt fisk úr sjó. Mér fannst ég vera að fá eitthvað gefins, ég er ekki hissa á því að allir vilji kvóta. Þú gætir alveg eins valið úr hverjir fá ókeypis að borða. Fiskurinn okkar er eins og olían hjá Aröbunum.

Olían hefur verið þeirra blessun eða bölvun eftir því hvernig á það er litið. Saudi fjölskyldan hefur sölsað undir sig völd og auð í stað þess að þessi auðlind gagnist öllum landsmönnum jafnt.  Reyndar kostar lítri af bensíni 10 cent þar núna (13 krónur) sem er ódýrt -- það sama verður ekki sagt um fiskinn sem íslendingum er seldur innanlands.

Auður og völd færast á fárra hendur, það virðist vera náttúrulögmál (the power law) en við erum ekki dýr, við getum barist á móti náttúrulögmálum.  Hlutir detta niður en við smíðum flugvélar.

Ef margir væru að skapa auð hér, myndi valdð dreifast af sjálfu sér en Ísland er með mjög fáa atvinnuvegi. Til forna var það ein alþjóðasamsteypa (kirkjan), bændur og verslunarrekendur (danir) sem réðu.  (Fiskveiðar voru til en aðeins sem hlunnindi bænda, það var ólöglegt að vera bara veiðimaður en "búa" hvergi).  Öðrum var gert að standa og sitja eins og þessir aðilar skipuðu.

Í dag eru það kvótaeigendur og verslunareigendur sem ráða. Verslunareigendum er gróflega hægt að skipta í þá sem selja búvöru (MS), olíu (Skeljungur, N1,..) og matvöru (Bónus, Krónan).  Kannski má bæta við þriðja hópnum, þeim sem stjórna leiðum til og frá landinu (Eimskip, Flugleiðir).  Tímabundið bættust bankar og tryggingarfélög í hópinn en gætu verið að detta úr valdahópnum aftur.   Aðrir skipta miklu minna máli (venjulegt fólk, verkstæði, kennarar, læknar,..).

Lögin sjá til þess að það er erfitt og dýrt að fara fram hjá þessum valdablokkum, ég gat ekki notað danskt tryggingarfélag, verslun eða banka eftir að ég flutti heim.  Það var kraftaverk þegar Atlantsolía bættist á sjónarsviðið, undantekning sem sannar regluna.  Mjólka er að deyja.

Við erum með þing, dóm og ríkisstjórn sem á að veita þessum öflum mótvægi en virðast ekki gera það. Venjulegt fólk ræður minna en engu. Ég hef prófað að taka þátt í ýmsu starfi (hagsmuni hjólreiðafólks, hagsmuni tölvunarfræðinga, neytenda) og hef séð að hér eru engar boðleiðir opnar til að hafa óbein áhrif á hluti. Ég réði meiru í mínu samfélagi í Danmörku.

Ég þekki ekki þingmenn persónulega og þótt ég gerði það tel ég að þeir ráði ósköp litlu, framkvæmdavaldið og embættismenn ráða í ríkisstjórnarblokkinni og hún hefur verið í vasanum á hinum valdhöfunum, verslunareigendum, olíufélögum og kvótaeigendum.

Ef ég þarf að velja milli kommúnisma eða kapítalisma vel ég hvorugt (og ef ég þarf að velja milli Vals og KR er mitt svar "ég fer út að hlaupa").

Ef vald þjappast á fárra hendur heitir það kommúnismi. Ef auður þjappast á fárra hendur heitir það kapítalismi. Ef hvorugt gerist er það kallað "anarchy" sem er andstaðan við "hierarchy" þar sem einn trónir á toppnum. Hvað er að "anarchy"? Ég er í hlaupahópi sem á sér engann foringja. Öll mál eru leyst í bróðerni, enginn ræður meira en hinn, virðingin er alger. AA og Al-anon vinna svona líka.  (Reyndar hafa hlaupasamtökin "benevolent dictator for life" sem veit betur en að misnota vald sitt).

Hvers vegna vinnur Ísland ekki svona?  Við erum svo fá, ætti það þá ekki að vera þeim mun auðveldara?  Er hægt að setja lög í stjórnarskrá um að vald og auður megi ekki þjappast ?  Bandaríkjamenn eru (voru amk.) mjög meðvitaðir um hættu hringamyndunar, það hefur ekki verið passað hér.  Skrýmsli eins og Mjólkursamsalan, Baugur, Visa/Reiknistofnun bankanna og Olíudreifing eiga að vera óhugsandi vegna lagaramma landsins.

Valdadreifing ehf.

Rómverski herinn áleit að einn maður gæti stjórnað 100 mönnum -- ef hópurinn væri stærri yrði liðsheildin léleg og herforinginn gæti ekki lengur þekkt hvern og einn persónulega. Þess vegna voru herforingjarnir kallaðir "Centurions" en "Cent" er latína yfir 100.

Á íslandi eru 63 þingmenn fyrir 300 þúsund manns svo hver þingmaður þarf að tala við tæplega fimm þúsund menn og konur ef hann vill vera með á nótunum (og gefið væri að hann réði einhverju).  Það er ekki mjög persónulegt.

Ef við færum rómversku leiðina gæti skipulagið verið svona:

Íslendingar mynduðu hundrað manna hópa, sem hver um sig kysi formann. Þeir sem ekki mættu í hópastarf væru ekki að kjósa í neinum málum, það væri réttur hvers og eins að vera ekki með. Hins vegar held ég að ég myndi mæta í hundrað manna samkomuna mína því þar væri hægt að láta að sér kveða.

Formenn hundrað slíkra samkunda hittast og velja einn fulltrúa til að fara á þrjátíu manna fund.

Þar væru komnir saman 30 menn sem væru aðeins tveim persónulegum tengslum frá hverjum einasta íslendingi á landinu. 100*100*30 eru 300 þúsund.

Boðleiðin væri stutt.  Ég myndi tala við Jón formann, Jón velur Gunnu, og Gunna mætir á 30 manna þingið. Það væri beint lýðræði fyrir minn smekk.  Voru þetta annars Sovétin í Sovétríkjunum?  Nei, þau voru samtök verkafólks gegn valdhöfum, þetta væru handahófskenndir hópar sem hefðu upplýsingatæknina til að hjálpa sér að taka upplýstar ákvarðanir.

Ættu hóparnir að skipta sér eftir landssvæðum, aldri þáttakenda, áhugamálum, atvinnustétt? Ég held að best væri að hafa þá alveg handahófskennda, það væri bannað að mynda stóra þrýstihópa. Innan hvers hóps yrðu menn að ná sáttum.

 


Er bloggið af hinu góða?

Stundum fæ ég tölvupóst og hugsa með mér:  Það hefði verið fljótlegra og áhrifaríkara að tala saman.  Tíu tölvupóstar ganga fram og til baka án þess að lendingu sé náð í málinu.

Á þetta sama ekki við um bloggið?  Hundruðir bloggara láta frá sér litlar, innihaldslausar greinar með óhróður og uppnefningar á fólki, segja hluti sem þeir myndu aldrei segja upp í opið geðið á þeim.  Málin þokast ekki áfram.

Það góða við bloggið er að reiðir og kvíðnir einstaklingar fá útrás en það er líka það slæma við bloggið.  Þetta sama fólk gæti breytt einhverju ef það stæði upp og sameinaðist á vettvangi þar sem eftir því væri tekið.

Eins og staðan er í dag, þarf enginn valdamaður að svara aðdróttunum sem koma á bloggi.  Bloggið er búið að trivíalisera sjálft sig.

Þetta er ritskoðun úr óvæntri átt.  Sá sem hefur mikilvægan boðskap kemur honum ekki að af því allir eru komnir með sína eigin blaðaútgáfu og blaðra eins og þeim væri borgað fyrir það (sem þeim er ekki).  Sovétstjórnin hafði aldrei svona öfluga ritskoðun.


Hvað kostar að búa ?

Bankinn UBS gefur út skýrslu á hverju ári sem heitir  "Prices & earnings" en í henni eru borin saman laun og framfærslukostnaður í mismunandi löndum.

Hér er tíminn, skv. skýrslunni, sem það tekur meðalmann að vinna fyrir 1 kg brauði annars vegar og hins vegar iPod nano 8GB:

Borg             1 kg brauð  1 iPod

Amsterdam   19 mín   13,5 klst

Köben           17 mín   11,0 klst

Madrid           27 mín   15,5 klst

New york      14 mín     9,0 klst

Búkarest        42 mín    63,5 klst

Laun mismunandi stétta, skattar,  húsaleiga, bílverð, almenningssamgöngur, fjöldi frídaga og ýmislegt fleira er borið saman í skýrslunni á 42bls.

Í Reykjavík kostar iPod Nano núna 38.995 kr.  Sá sem er með 300 þús í laun er með 1.875 kr á klst fyrir skatt, sennilega 1.125 kr/ klst eftir skatt.  Hann er því 34 klst að vinna fyrir iPod nano.

Skv. skýrslunni er það sambærilegt við borgir eins og Tallinn, Moskvuborg og Ljubljana.

1kg brauð kostar 512 kr núna svo launamaðurinn okkar er 28 mín að vinna fyrir því.

Sóun á auðlind?

Mikið er rætt um að spara auðlindir, endurnýta plastflöskur og dósir, og keyra ekki að óþörfu.

Í framhaldi af því datt kunningjakonu minni í hug að spyrja:  Hvað er mikil eyðsla fólgin í því þegar nemandi flosnar upp úr námi af því honum var ekki sinnt sem skyldi í skólanum?

Það eru erfið viðbrigði fyrir marga að fara úr menntaskóla í háskóla.  Margir kennarar vita vel að margir nýnemar eiga ekki erindi í háskóla og sinna þeim því hæfilega lítið, snúa við þeim baki í vissum skilningi.

Ef þeir eru ennþá til staðar eftir fyrsta árið líta þeir við og segja "Ertu hér ennþá? Best að fara að sinna þér".

Hvaða vit er í því að láta herdeildir af nemendum keyra yfir bæinn og fylla skólastofurnar í ár ef svo stór hluti þeirra hverfur hljóðlega út úr skólanum eftir það?  Er hægt að gera þetta á hagkvæmari hátt og sem brýtur ekki niður sjálfstraust nemenda?

Kunningjakona mín telur að ef einhver hjá háskólunum fylgist með nýjum nemendum sem eru óstyrkir í byrjun og hefur samband ef þeir hætta að mæta í tíma megi koma í veg fyrir mikla óþarfa sóun.  Margir geta lært en þurfa "verndarengil" sem sýnir þeim að öllum stendur ekki á sama um þá.

 


Aftökurnar í Malmedy


Skömmu áður en Þjóðverjar gáfust upp í seinni heimsstyrjöld gerðu þeir eina lokagagnsókn gegn bandamönnum sem þá voru á leið frá Normandy til Berlínar.  Þessi bardagi var kallaður "The Battle of the Bulge", samnefnd bíómynd er til á DVD á Borgarbókasafninu.

17.desember 1944 rákust þjóðverjar úr 6.skriðdrekaherdeild á stráka úr stórskotaliði Bandaríkjamanna sem gáfust upp eftir stutta baráttu.

Þeir voru afvopnaðir og leiddir út að gatnamótum hjá bænum Malmedy þar sem þeir voru skotnir á staðnum.  150 manns voru teknir af lífi þennan dag.  Fyrir þá sem eru óvanir stríðsrekstri, þá á að taka stríðsfanga fasta, ekki skjóta þá.

malmedy_massacre.jpg

 

 

 

 

 

 

Þýsku hermennirnir skotglöðu voru leiddir fyrir rétt í Dachau í maí 1946.  75 þýzkir hermenn voru dæmdir, 43 til dauða, hinir í mislangar fangavistir.

proces_w_dachau.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Case closed?  Ekki alveg.  Örfáum árum síðar hafði hver og einn einasti verið látinn laus.  Sumir voru orðnir háttsettir í austur þýzkalandi, öðrum var sleppt því Bandaríkjamenn þurftu á vinsemd Vestur-þjóðverja að halda.


malmedy-massacre-memorial_911241.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Réttlætinu er ekki alltaf fullnægt.

http://en.wikipedia.org/wiki/Malmedy_massacre

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband