Færsluflokkur: Neytendamál
27.2.2009 | 09:37
LifeWave orkuplástrarnir sívinsælu!
Á sama tíma og Ísland er í sárum eftir stærsta pýramídasvindl seinni tíma (fasteignabóluna) eru menn og konur að selja Lifewave orkuplástra í kaffiboðum víðs vegar um Reykjavík.
Eitt er víst að það fæðast nógu margir heimskingjar á hverri mínútu til að vega upp þá sem vitkast eitthvað.
Lifewave plástrar innihalda ekki neitt og þess vegna getur lyfjaeftirlitið ekki amast við þeim, þeir ná einfaldlega ekki inn fyrir þeirra verksvið.
Skýringin á virkni plástranna hefur eitthvað með nanóefni og orkusvæði að gera. Fyrir nokkrum árum hefði það heitið rafsegulbylgjur og heilunarreiki og þar áður snákaolía.
Fyrirtæki eins og LifeWave eru í sama flokki og ruslpóstur. Þau geta þrifist af því það er of mikil vinna að lögsækja alla svindlarana. Það má segja um þessa plástra að þeir séu skattur á heimskingja, rétt eins og happdrætti er skattur á þá sem kunna ekki stærðfræði (ég tek fram að þeir sem kaupa miða til að styðja góðan málstað fá alla mína virðingu og eru ekki teknir með í þennan sleggjudóm).
Hér er mynd af 499$ Ethernet snúru sem þarf að snúa í rétta átt til að "hámarka orkuflæðið". Hún er frá ekki ómerkari framleiðanda en Denon. Fyrir þá sem ekki vita það eru 0 og 1 sömu gildin sama hvaða snúra er notuð...
Henni er lýst með þessum óborganlega texta: The AK-DL1 will bring out all the nuances in digital audio reproduction from any of our Denon DVD players... Additionally, signal directional markings are provided for optimum signal transfer.
Kaupið frekar 800 krónu snúru hjá Örtækni og styðjið góðan málstað.
Neytendamál | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
9.12.2008 | 10:57
Toyota lækkar verð um 30%
Ég ætla að kaupa bíl á næstu vikum. Ég sá á vef FÍB að Toyota umboðið hefur brugðist við styrkingu krónunnar með því að láta verðhækkun upp á 30% ganga til baka, svo öll verð á heimasíðu þeirra lækkuðu í nótt.
Í augnablikinu eru því hlutfallslega miklu betri kaup í nýjum bíl en notuðum því bílasölur með notaða bíla hafa ekki lækkað verðið til samræmis við lækkun Toyota.
Þetta er því ekki rétta vikan til að fara og skoða notaða bíla.
Mér skilst að bílasölur taki verðið á nýjum bíl, dragi 15% af fyrsta árið og 10% eftir það til að finna verð á gömlum bíl. Þarna er lítið svigrúm til að verðleggja sanngjarnt fyrir vel með farna eða lítið keyrða bíla, aldurinn er látinn skipta öllu máli. Framboð og eftirspurn skiptir heldur ekki máli, bara söluverð á nýjum bíl og fastir afslættir á hverju ári eftir það.
Sú var tíðin að ekki var hægt að nálgast notaðaðan Land Cruiser en nú skipta þeir tugum en allir eru verðlagðir eins og ennþá sé eftirspurn eftir þeim, því verðið er hærra en 15%/10% reglan segir til um en ekki lægri.
Nýr Land Cruiser GX kostar 6.700 þúsund núna. Miðað við afföll ætti 2004 árgerðin að kosta 3.700 þúsund. Ef ég leita að GX land Cruiser 2004 á www.bilasolur.is fæ ég hvorki meira né minna en 49 stykki til sölu, en þeir kosta allir 4.200 og upp í 5.200 þúsund.
Ég held því að nokkrir bjartsýnir bíleigendur í söluhugleiðingum þurfi að fara að slá af verðunum hjá sér.
Hér er dæmi um afföll af bíl sem kostar 6.700 þúsund fyrir 2009 árgerðina :
2009 | 6 700,00 |
2008 | 5 695,00 |
2007 | 5 125,50 |
2006 | 4 612,95 |
2005 | 4 151,66 |
2004 | 3 736,49 |
2003 | 3 362,84 |
2002 | 3 026,56 |
2001 | 2 723,90 |
![]() |
N1 lækkar hjólbarðaverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neytendamál | Breytt s.d. kl. 11:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.8.2008 | 13:18
Ekki kom háskerpan þetta árið
Útsending kínverja frá Ólympíuleikunum er í háskerpu. Fimm hundruð klukkustundir af háskerpuefni verða sendar út á Sky HD sjónvarpsstöðinni. Allir viðburðir sem BBC sendir frá verða einnig í háskerpu á rásinni BBC HD, og svo verða 230 klukkutímar af efni á Eurosport HD.
Ég hafði spáð fyrir ári að Olympíuleikarnir myndu marka tímamót á Íslandi, því þá yrðu fyrstu útsendingar hér í háskerpu og þá myndu kaupendur flatskjáa í fyrsta sinn fá tækifæri til að sjá útsendinguna sem þeir eru hannaðir fyrir.
Engin af þessum háskerpurásum er komin á myndlykla símans eða á aðra lykla mér vitanlega, þrátt fyrir auglýsingar símans um að vera í fararbroddi með háskerpu. Það er merkilegt því í mörgum löndum voru Ólympíuleikarnir notaðir sem ástæða fyrir söluátak fyrir háskerpuna.
Síminn leggur mikla áherslu á að selja myndlykla en þeir eru fyrir ADSL sem nýtir gömlu símalínurnar sem forfeður okkar borguðu fyrir, en ekki ljósleiðara eða breiðband. Ég efast um að ADSL muni verða mikið notað undir háskerpusjónvarp í framtíðinni því háskerpumynd þarf 10 megabita á sekúndu til að komast óbrengluð til skila ef vel á að vera. Ef myndin er send þjöppuð um ADSL rýrna myndgæðin því myndin breytist í mósaík. Hér er dæmi um lélega stafræna útsendingu:
Þetta er óþjöppuð fyrirmynd:
Ég held að gagnaveitan álykti að síminn kemst ekki mikið lengra með sína tækni enda eru göturnar í Reykjavík nú sundurgrafnar af ljósleiðaraskurðum. Síminn hefði átt að geta skipt úr ADSL yfir í VDSL um þetta leyti en ég hef ekki séð hann gera það, enda hef ég lesið að það gangi illa að kreista meiri sendihraða út úr gömlu símalínunum. Síminn hætti að þróa breiðbandið sitt og nú gæti hann verið að súpa seyðið af því.
Ef gagnaveitan leggur ljósleiðara áfram getur verið að eitthvað fari að rofa til í háskerpumálum hér, en fyrst sjálfir Olympíuleikarnir nægðu ekki til að síminn þyrði að byrja útsendingar þá er ég ekki vongóður um að þær hefjist hér á næstunni. Ég sé persónulega enga ástæðu til að endurnýja heimasjónvarpið á meðan þær eru ekki hafnar að neinu viti.
Í óskyldum fréttum þá er merkilegt að samkvæmt sölutölum seljast minni flatskjáir mest, það eru þeir sem eru undir 26 tommum. Þessi þróun hefur komið framleiðendum mikið á óvart sem hafa lagt mesta áherslu á 42 tommu tæki og stærri.
-----
Hér má sjá mismunandi stærðir af útsendingum, þar á meðal gömlu PAL útsendinguna sem íslenska sjónvarpið notar í dag, og svo nýju 1080p háskerpu útsendinguna sem er notuð frá Olympíuleikunum.
Neytendamál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2008 | 01:30
Kifaru og Seglagerðin
Ég hef aðgang að forláta tjaldi sem er hannað með indjánatjöld að fyrirmynd og rúmar auðveldlega tíu manns en pakkast samt jafn lítið og dúnpoki. Ég mæli með þessu tjaldi, framleiðandinn er í Colorado í Bandaríkjunum og heitir Kifaru (http://www.kifaru.net).
Eftir veðurátök kom rifa í toppinn á tjaldinu svo ég hringdi í framleiðandann. Konan í símanum skoðaði mynd af tjaldinu sem ég hafði sent í tölvupósti og sagði að þessi tjalddúkur hefði verið notaður við framleiðsluna fyrir átta árum. Hún hafði svo samband aftur og sagðist hafa fundið gamla dúkinn inn á lager og gráa efnið sem er notað við reykháfsopið.
Hún sagðist ætla að senda mér bæði efnin í pósti mér að kostnaðarlausu og hún gerði það. Við áttum huggulegt spjall í símanum og ég sendi henni fleiri ljósmyndir frá kajakferðum með tjaldið í þakkarskyni.
Næst fór ég í Seglagerðina úti í Örfirisey og sýndi þeim rifuna og spurði hvort þeir gætu gert við hana með efninu sem ég hafði meðferðis frá Kifaru. Konan í afgreiðslunni sagði að viðgerðin myndi kosta að minnsta kosti 10 þúsund krónur en annars væri ómögulegt að gefa verðmat fyrirfram.
Ég afþakkaði og spurði hvort hún gæti selt mér nylonþráð svo ég gæti saumað tjaldið sjálfur? Hún sagði nei, þau ættu bara stór kefli fyrir saumavélarnar. Ég spurði hvort hún gæti gefið mér 1-2 metra og svarið var "Nei".
Næst spurði ég hvort hún ætti lím svo ég gæti límt efnið á sinn stað áður en ég saumaði það? Hún sýndi mér túbu og sagði að hún kostaði 1.500 krónur. Þar með þakkaði ég fyrir og kvaddi.
Þetta sama tjaldlím fann ég í 66Norður fyrir 600 krónur.
Nylon bandið hirti ég af flugdrekakefli og svo saumaði ég tjaldið sjálfur úti í góða veðrinu og var snöggur að.
Þetta eru ólíkar sögur, af viðskiptum mínum við konurnar hjá hinu ameríska Kifaru fyrirtæki og hjá hinni íslensku seglagerð.
Ein skýring sem ég hef á þessu framferði er að í ameríska fyrirtækinu fari saman völd og ábyrgð. Ég hafði á tilfinningunni að konunni stæði alls ekki á sama hvernig hún skildi við mig. Ég yrði að fá lausn minna mála. Ég hef heyrt að í Wal-mart megi starfsfólk taka völdin í eigin hendur til að kúnninn fari glaður út úr búðinni. Samt vinna tugþúsundir hjá Wal-mart. Þetta hlýtur því að fara eftir hugarfari í fyrirtækinu en ekki stærð þess.
Það getur verið að konan hjá Seglagerðinni sé að framfylgja stefnu fyrirtækisins. Hennar markmið sé að rukka alla sem koma um tíu þúsund krónur að minnsta kosti, annars séu þeir eyðsla á tíma og ekki kúnnar sem er þess virði að eltast við. Ég virði líka þá stefnu en ég syng samt lof Kifaru og ekki Seglagerðarinnar.
28.7.2008 | 15:37
Þín bíður sending
Í morgun barst tilkynning um pakka frá pósthúsinu en pakkinn sjálfur barst hins vegar ekki. Var sendandinn ekki að borga póstinum fyrir að láta mig fá pakka? Af hverju ber pósturinn bara út tilkynningar um pakkana en ekki pakkana sjálfa? Fljótlega svarið er að bréfalúgan er svo lítil, en af hverju er hún það? Ef pósturinn biður mig að setja upp stærri póstkassa myndi ég glaður gera það. Eigum við ekki bara að drífa í því?
Þjónustan sem pósturinn er að selja er að spara manni bæjarskutlið en samt þarf ég yfirleitt að fara í bíltúr til að sækja póst og alltaf ef ég ætla að senda hann. Þegar maður er einu sinni kominn af stað með bréfið eða pakkann, ætti maður þá ekki bara að fara með hann alla leið?
Ég skoðaði tilkynninguna til að sjá hvort þetta væri eitthvað sem lægi á eða hvort ég gæti afgreitt þetta í næstu bæjarferð, hvort þetta væri lítill pakki sem ég get sótt á hjólinu eða stór kassi sem ég þarf bíl til að sækja. Hins vegar stendur ekkert á miðanum nema sendingarnúmer upp á 13 stafi til innanhússnota fyrir starfsmenn póstsins, engar upplýsingar fyrir mig. Nafn sendanda, borg, land, hvenær sent, innihald, ekkert slíkt tekið fram.
"Hvert á ég að sækja pakkann?" hugsaði ég næst. Á miðanum stendur. "Vinsamlega framvísið þessum miða á pósthúsinu, sjá bakhlið". Ég kíki á bakhliðina og þar stendur: "Upplýsingar um staðsetningu pósthúsa er að finna á heimasíðu póstsins". Það er ekki einu sinni hægt að segja á miðanum hvaða pósthús sendi miðann! Hefði ekki mátt setja þær upplýsingar á miðann, ásamt opnunartíma? Þeir eru jú að bera út þó nokkra pakka frá þessu pósthúsi og ættu að geta fjármagnað sérstaka prentun á tilkynningarmiða með upplýsingum um pósthúsið, litla mynd sem sýnir hvar þeir eru o.s.frv.
Sumir kannast kannski við flöggin á póstkössunum í Ameríku. Pósturinn setur flaggið upp til að íbúi geti séð að til hans er kominn póstur eða pakki. Póstkassinn er nefnilega nógu stór fyrir flesta pakka. Færri vita kannski að íbúinn getur líka sett flaggið upp ef hann vill að pósturinn sæki umslag eða pakka til sín í kassann, pósturinn virkar með öðrum orðum í báðar áttir í Bandaríkjunum! Þetta er ótrúlega mikilvægt. Ef ég vil senda manni pakka get ég sett pakkann í minn póstkassa með frímerkjum á og pósturinn tekur hann. Ég þarf ekki að fara út á pósthús.
Bandaríkjamenn panta mikið af vörum á netinu en þeir eru vanir því að geta notað póstinn og þeir þurfa ekki heldur að tollafgreiða vörur. Ég pantaði tölvu frá Idaho þegar ég bjó í Norður Karolínu. Hún barst daginn eftir, sendingarkostnaður var innifalinn því varan var yfir einhverju hámarksverði, annars hefði hann víst verið 15$. Fjarlægðin frá Idaho til Norður Karólínu er 3.340 km sem er lengra en frá Reykjavík til Barcelona en samt fannst mér búðin í Idaho vera í næsta húsi. Það má venjast þessu.
Góðar pakkapóstsamgöngur eru kannski eitthvað sem íslendingar ættu að þróa til jafns við góðar vegasamgöngur því ef íslenski pósturinn ynni vinnuna sína jafn vel og sá bandaríski myndi bæjarskreppunum kannski fækka og bensínnotkun myndi minka. Nú ætla ég að keyra 5 km til að sjá hvað bíður mín á pósthúsinu.
Eftirmáli
Pakkinn reyndist vera bíómynd á geisladiski í póstkröfu. Sendandinn vildi fá 3000 krónur fyrir diskinn en sendingakostnaðurinn var 950 krónur. Ég þurfti að keyra lengra til að ná í diskinn en ef ég hefði farið heim til sendandans, því hann býr í Reykjavík en pósthúsið fyrir vesturbæinn er á Seltjarnarnesi. Það hefði líka komið betur út að borga leigubíl undir diskinn.
Best af öllu hefði verið ef sendandinn hefði sent mér bíómyndina í tölvupósti því báðir erum við jú með internet heima hjá okkur - eða hvað?
Neytendamál | Breytt 29.7.2008 kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.7.2008 | 15:56
Það borgar sig ekki að endurvinna
Þessi grein birtist á heimasíðu Neytendasamtakanna:
Ég rak augun í auglýsingu í blaði um daginn sem sýndi Gísla Martein Baldursson setja dagblöð í endurvinnslutunnu. Endurvinnum - umhverfisins vegna stendur á myndinni.
Mín reynsla er sú að flest fólk endurvinnur, þegar öllu er á botninn hvolft, frekar peninganna vegna en umhverfisins vegna. Ég heimsótti Þýskaland og Tékkland í byrjun árs og það vakti athygli mína hversu mikið var endurunnið á heimilum vina minna. Af hverju flokkið þið ruslið ykkar? spurði ég tékknesku vini mína. Vegna þess að það kostar svo rosalega mikið að láta urða óflokkað rusl. Á götuhorni hjá næstu sporvagnastoppistöð stóðu ólæstir gámar sem borgin hafði sett upp fyrir gler, plast, málm, og pappír.
Ég sé um bókhald lítils húsfélags í Reykjavík. Við erum með tvær sorptunnur, þó að ein tunna myndi næstum því duga, og fyrir hverja sorptunnu borgum við 16.300 kr. á ári. Fyrir ári síðan fengum við að auki endurvinnslutunnu frá Gámaþjónustunni, en borgum 11.876 kr. á ári fyrir hana. Sorptunnurnar eru losaðar á viku fresti. Endurvinnslutunnan, sem er alltaf yfirfull löngu fyrir losun, er losuð á fjögurra vikna fresti. Við borgum þá 313 kr. á losun fyrir sorptunnu og 914 kr. á losun fyrir endurvinnslutunnu.
Niðurstaðan er skýr: endurvinnslutunnan borgar sig ekki. Best fyrir pyngju húsfélagsins og íbúa væri að hætta að flokka, senda tunnuna aftur til Gámaþjónustunnar, og setja dagblöð, pappír, plast og málma beint inn í ruslið.
Árangur í endurvinnslu mun ekki nást fyrr en flokkun er orðið hagsmunamál hvers og eins, eins og í mörgum Evrópulöndum. Til þess þarf endurvinnsla að kosta minna en urðun, sem er ennfremur eðlilegt ef það eru verðmæti í endurunnu efni og samfélagslega hagkvæmt að minnka sorpmagnið. Mér skilst að sum sveitarfélög, t.d. Seltjarnarnes og Stykkishólmur, hafa fundið heppilegri og raunhæfari leið til að hvetja íbúa til endurvinnslu. Ég held að Reykjavíkurborg geti gert það líka og vonast sannarlega til þess að svo verði.
Ian Watson
Neytendamál | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
9.7.2008 | 13:52
Verð á gasi
Í Útilífi sá ég að gaskútur fyrir útilegur sem inniheldur 450 grömm er kominn upp fyrir 1.200 kr (2.750 krónur kílóið). Ég man að útilegu-gas-brúsinn kostaði 700 kr. brúsinn í fyrra svo hækkunin er mikil og undarleg, finnst mér. Þá er 170 krónur kílóið af bensíni ekki dýrt í samanburði og því þá ekki að kaupa prímus sem notar bensín?
Þessi sami kútur kostar 8$ í Bandaríkjunum sem gera 608 kr. Nú er fyrirtækið Primus í Sviþjóð svo ekki skýrir flutningskostnaðurinn verðið á Íslandi. Við erum jú nær Svíþjóð eða hvað?
Ég vil líka benda á þetta sniðuga millistykki sem gerir kleift að setja gas á þau tæki sem nota það, kveikjara, lóðbolta, grillkveikjara o.s.frv.

Viðbót 10.júlí
Ég fór í Ellingsen sem tilheyrir Olís. Fyrir utan dýru gaskútana fást þar einnig gasbrúsar sem eru ætlaðir fyrir logsuðu:
Þeir eru með sama skrúfgang og sama gas en eru óvart orðnir ódýrari valkostur, því gasið úr þeim kostar 2.220 kr. kílóið þrátt fyrir að vera minni pakknig.
Ég kíkti líka í Byko. Þeir bjóða þrjá gaskúta í pakka fyrir þriðjung af því sem gasið kostar hjá Ellingssen, eða þrjá 190 gramma kúta ( 570 grömm af gasi) fyrir aðeins 590 kr. Það gerir aðeins 1.040 krónur kílóið. Því miður eru þeir ekki með sama skrúfgang heldur er kúturinn stunginn með nál.
Neytendamál | Breytt 10.7.2008 kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.6.2008 | 14:40
Eyðsla og bensínverð - og Metangas
Fyrir nokkrum árum áttum við bíl sem eyddi 8 á hundraðið og bensínið kostaði 100 kr lítrinn. Við keyrum 14 þúsund km á ári svo kostnaðurinn var 112 þúsund á ári.
Nú eigum við jeppa sem eyðir 18 á hundraðið og bensínið kostar 180 kr lítrinn svo nýja árseysðlan er 453 þúsund á ári eða 37.750 á mánuði.
Ef við hendum jeppanum (fáum ekkert fyrir hann býst ég við) og kaupum bíl sem eyðir 6 lítrum á hundraðið færi bensínkostnaðurinn niður í 151.200 á ári eða 12.600 á mánuði, sem er sparnaður upp á 25.150 á mánuði.
Afborganir af nýjum bíl væru meira en það og því rekum við jeppann áfram.
Hins vegar gætum við breytt jeppanum fyrir Metangas. Mér sýnist bretar vera búnir að taka við sér í þessu, og land rover eigendur eru að láta breyta jeppunum sínum þar.
Hér er heimasíða hjá fyrirtæki sem hefur breytt Land Rover jeppum:
http://www.wains-classic-rebuilds.co.uk/
Hér eru almennar upplýsingar um breytingar á bensínbílum:
http://www.autogas.ltd.uk/conversion.htm
Hér á landi er aðeins einn áfyllingarstaður fyrir Metangas. Mér þykir freistandi að taka áskorun Geirs Haarde og láta breyta jeppanum en á meðan engin stefna er komin frá stjórnvöldum um verð og framboð á metangasi þori ég ekki að slá til. Mikið vildi ég að stjórnvöld tækju af skarið þarna!
Ef ég gæti fengið afslátt eða styrk til að láta breyta bílnum, eða fengið loforð um fleiri áfyllingarstöðvar væru þetta meira en orðin tóm.
Hér er slóð á fyrirlestur Björns H. Halldórssonar um Metanbíla.
---
Fyrir ykkur sem viljið hugleiða bensínkostnað má hér sjá árlegan kostnað í bensínkaup ef keyrðir eru annars vegar 14 þúsund km á ári og hinsvegar 35 þúsund km á ári. Dálkarnir eru verð í krónum á lítra en línurnar eru eyðsla í lítrum á hundraðið.
90 | 100 | 110 | 120 | 130 | 140 | 150 | 160 | 170 | 180 | 190 | |
5 | 63.000 | 70.000 | 77.000 | 84.000 | 91.000 | 98.000 | 105.000 | 112.000 | 119.000 | 126.000 | 133.000 |
6 | 75.600 | 84.000 | 92.400 | 100.800 | 109.200 | 117.600 | 126.000 | 134.400 | 142.800 | 151.200 | 159.600 |
7 | 88.200 | 98.000 | 107.800 | 117.600 | 127.400 | 137.200 | 147.000 | 156.800 | 166.600 | 176.400 | 186.200 |
8 | 100.800 | 112.000 | 123.200 | 134.400 | 145.600 | 156.800 | 168.000 | 179.200 | 190.400 | 201.600 | 212.800 |
9 | 113.400 | 126.000 | 138.600 | 151.200 | 163.800 | 176.400 | 189.000 | 201.600 | 214.200 | 226.800 | 239.400 |
10 | 126.000 | 140.000 | 154.000 | 168.000 | 182.000 | 196.000 | 210.000 | 224.000 | 238.000 | 252.000 | 266.000 |
11 | 138.600 | 154.000 | 169.400 | 184.800 | 200.200 | 215.600 | 231.000 | 246.400 | 261.800 | 277.200 | 292.600 |
12 | 151.200 | 168.000 | 184.800 | 201.600 | 218.400 | 235.200 | 252.000 | 268.800 | 285.600 | 302.400 | 319.200 |
13 | 163.800 | 182.000 | 200.200 | 218.400 | 236.600 | 254.800 | 273.000 | 291.200 | 309.400 | 327.600 | 345.800 |
14 | 176.400 | 196.000 | 215.600 | 235.200 | 254.800 | 274.400 | 294.000 | 313.600 | 333.200 | 352.800 | 372.400 |
15 | 189.000 | 210.000 | 231.000 | 252.000 | 273.000 | 294.000 | 315.000 | 336.000 | 357.000 | 378.000 | 399.000 |
16 | 201.600 | 224.000 | 246.400 | 268.800 | 291.200 | 313.600 | 336.000 | 358.400 | 380.800 | 403.200 | 425.600 |
17 | 214.200 | 238.000 | 261.800 | 285.600 | 309.400 | 333.200 | 357.000 | 380.800 | 404.600 | 428.400 | 452.200 |
18 | 226.800 | 252.000 | 277.200 | 302.400 | 327.600 | 352.800 | 378.000 | 403.200 | 428.400 | 453.600 | 478.800 |
19 | 239.400 | 266.000 | 292.600 | 319.200 | 345.800 | 372.400 | 399.000 | 425.600 | 452.200 | 478.800 | 505.400 |
20 | 252.000 | 280.000 | 308.000 | 336.000 | 364.000 | 392.000 | 420.000 | 448.000 | 476.000 | 504.000 | 532.000 |
14000 | km á ári | ||||||||||
90 | 100 | 110 | 120 | 130 | 140 | 150 | 160 | 170 | 180 | 190 | |
5 | 157.500 | 175.000 | 192.500 | 210.000 | 227.500 | 245.000 | 262.500 | 280.000 | 297.500 | 315.000 | 332.500 |
6 | 189.000 | 210.000 | 231.000 | 252.000 | 273.000 | 294.000 | 315.000 | 336.000 | 357.000 | 378.000 | 399.000 |
7 | 220.500 | 245.000 | 269.500 | 294.000 | 318.500 | 343.000 | 367.500 | 392.000 | 416.500 | 441.000 | 465.500 |
8 | 252.000 | 280.000 | 308.000 | 336.000 | 364.000 | 392.000 | 420.000 | 448.000 | 476.000 | 504.000 | 532.000 |
9 | 283.500 | 315.000 | 346.500 | 378.000 | 409.500 | 441.000 | 472.500 | 504.000 | 535.500 | 567.000 | 598.500 |
10 | 315.000 | 350.000 | 385.000 | 420.000 | 455.000 | 490.000 | 525.000 | 560.000 | 595.000 | 630.000 | 665.000 |
11 | 346.500 | 385.000 | 423.500 | 462.000 | 500.500 | 539.000 | 577.500 | 616.000 | 654.500 | 693.000 | 731.500 |
12 | 378.000 | 420.000 | 462.000 | 504.000 | 546.000 | 588.000 | 630.000 | 672.000 | 714.000 | 756.000 | 798.000 |
13 | 409.500 | 455.000 | 500.500 | 546.000 | 591.500 | 637.000 | 682.500 | 728.000 | 773.500 | 819.000 | 864.500 |
14 | 441.000 | 490.000 | 539.000 | 588.000 | 637.000 | 686.000 | 735.000 | 784.000 | 833.000 | 882.000 | 931.000 |
15 | 472.500 | 525.000 | 577.500 | 630.000 | 682.500 | 735.000 | 787.500 | 840.000 | 892.500 | 945.000 | 997.500 |
16 | 504.000 | 560.000 | 616.000 | 672.000 | 728.000 | 784.000 | 840.000 | 896.000 | 952.000 | 1.008.000 | 1.064.000 |
17 | 535.500 | 595.000 | 654.500 | 714.000 | 773.500 | 833.000 | 892.500 | 952.000 | 1.011.500 | 1.071.000 | 1.130.500 |
18 | 567.000 | 630.000 | 693.000 | 756.000 | 819.000 | 882.000 | 945.000 | 1.008.000 | 1.071.000 | 1.134.000 | 1.197.000 |
19 | 598.500 | 665.000 | 731.500 | 798.000 | 864.500 | 931.000 | 997.500 | 1.064.000 | 1.130.500 | 1.197.000 | 1.263.500 |
20 | 630.000 | 700.000 | 770.000 | 840.000 | 910.000 | 980.000 | 1.050.000 | 1.120.000 | 1.190.000 | 1.260.000 | 1.330.000 |
35000 | km á ári | ||||||||||
Neytendamál | Breytt s.d. kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.5.2008 | 09:46
Við þurfum fleiri svona menn
Ef fleiri stæðu með sjálfum sér og tækju slaginn eins og Vilhjálmur Bjarnason gerir þá væri enn betra að búa á Íslandi.
![]() |
Krefst 1.900 þúsund króna í bætur frá stjórnarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2008 | 15:33
Don't try this at home
Það er freistandi að segja bara að unga fólkið hafi eytt stjórnlaust. Hitt er svo annað mál að eldri kynslóðin sem selur þeim það sem þau vilja kaupa, smyr vel á.
Þegar ég útskrifaðist úr háskóla í Bandaríkjunum keyptum við strax hús og bíl og vitaskuld keyptum við í matinn í hverri viku. Allt ungt fólk vill hús, bíl og mat í ísskápinn, ekki satt?
Svona leit dæmið út í Bandaríkjunum 1994:
- Mánaðarlaunin 282 þúsund
- Húsið 8,4 milljónir (2,5 árslaun) 4.5% óverðtryggt lán
- Nýr VW Passat 1,5 milljónir (5 mánaðarlaun)
- Viku matarinnkaup 7.500 kr með víni og bjór, bleyjum o.s.frv. (1/37 úr mánaðarlaunum)
- Bensínlítrinn 19 krónur
Ef ég gerði þessar sömu kröfur til lífsins á íslandi í dag væri ég gjaldþrota. Svona er staðan í dag:
- Mánaðarlaunin 400 þúsund ef þú ert heppinn
- Húsið 40 milljónir (8,3 árslaun)
- Nýr VW Passat 4 milljónir (10 mánaðarlaun)
- Viku matarinnkaup 25 þúsund (1/16 úr mánaðarlaunum)
- Bensínlítrinn 150 krónur
![]() |
„Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Neytendamál | Breytt 29.5.2008 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)