Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Back to the future


Árið 1983 var hægt að kaupa fartölvu sem var svo vel hönnuð að sumir eru að reyna að nota hana enn þann dag í dag.  Vélin hét Tandy 102:

tandy-1

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún var í miklu uppáhaldi hjá fréttamönnum sem vélrituðu greinar inn á hana og sendu til ritstjórnar með innbyggðu mótaldi.  Fyrstu stimpilklukkurnar frá Hug hf. byggðu á þessari tölvu.

Kostirnir voru þó nokkrir:  Í fyrsta lagi gekk hún mjög lengi á venjulegum rafhlöðum.  Í öðru lagi var hún tilbúin til notkunar stax eftir að kveikt var á henni.  Í þriðja lagi voru forritin brennd í kubb svo þau voru að eilífu tilbúin til notkunar og ósködduð af vírusum.  Síðast en ekki síst var lyklaborðið mjög gott.

Í óspurðum fréttum var þetta síðasta vélin sem Bill Gates skrifaði forrit fyrir áður en hann snéri sér alfarið að rekstri Microsoft.

Þegar mig langar bara til að vélrita texta eða þegar uppfærslur, vírusar og trójuhestar eyðileggja daginn, sakna ég einfaldleikans sem fylgir tölvum á við Tandy 102.

Ég komst að því að hún á sér nútíma afleggjara sem heitir Alphasmart Dana sem notar  stýrikerfið úr Palm Pilot tölvunni.  Upphaflega er Dana hönnuð fyrir nemendur sem vilja taka glósur en aðrir hafa keypt hana, aðallega fréttamenn og rithöfundar.

dana

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hefur flesta kosti gömlu Tandy vélarinnar og ekki spillir fyrir að hún kostar 25 þúsund krónur og keyrir vikum saman á tveim AA rafhlöðum.  Það er enginn harður diskur og ekki hitar hún á manni kjöltuna.  Samt getur hún lesið tölvupóst og farið á netið ef hún er tengd við GSM síma.  Þessi vél hefur eignast dyggan aðdáendahóp meðal þeirra sem þurfa bara að vélrita texta og lesa tölvupóst.  Ég reyndi að spyrja framleiðandann hvort hægt væri að setja íslenska stafi í gripinn en fékk ekki svör í fyrstu atrennu.

Ef svona vél fengist íslenskuð gæti ég séð hana fyrir mér hjá eldra fólki sem þyrfti að komast í tölvupóst en hefði hvorki áhuga né möguleika á að berjast við vírusa og hugbúnaðaruppfærslur, eða á að fjárfesta í dýrri fartölvu.

1231939085_ab4825138e


Banvænar örbylgjur og Barbapabbi

Þegar ég fékk fyrst örbylgjuofn tók ég eftir því að te og kaffi sem ég bjó til með því að hita vatn í bolla í ofninum var ekki gott.  Ég var á því að einhverjar óheilnæmar bylgjur væru í vatninu eftir ofninn og fór að nota hraðsuðuketilinn aftur.

600px-Radio_waves_hazard_symbol.svg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Miklu seinna hugkvæmdist mér að stinga hitamæli í bolla með heitu vatni sem hafði verið hitað í hraðsuðukatli, og bera saman við vatnsbolla úr örbylgjunni.

Þegar maður hellir vatni úr hraðsuðukatli í bolla kólnar vatnið úr 100 gráðum í 70 gráður við að koma í kaldan bollann.  Hins vegar er vatn í bolla sem var hitað í örbylgju hundrað stiga heitt ef maður leyfir vatninu að sjóða áður en bollinn er tekinn út, því bollinn hitnaði með vatninu.  Skyndikaffi og te sem fer út í hundrað stiga heitt vatn verður ódrekkandi einhverra hluta vegna, hitinn eyðileggur bragðið, arómatískar olíur gufa upp eða hvað veit ég.

Lausnin er að mæla annaðhvort styttri tíma svo vatnið verði ekki heitara en sjötíu stig í bollanum, eða setja kalt vatn út í bollann á eftir, áður en skyndikaffi eða tei er bætt út í.

Þetta var þá ekki dularfull örbylgjumengun!

---


Fyrst ég er farinn að leysa gátur í eldhúsinu dettur mér annað í hug:

Man einhver eftir söguhetjunni Barbapapa?  Um daginn sá ég sirkús í Frakklandi og komst að því að væmna sykurkvoðan sem er kölluð "Candyfloss" heima heitir "Barbe-à-papa" á frönsku, en það þýðir víst bókstaflega "Skeggið á pabba" enda má líkja Candyfloss við skegg á öldungi.

candyfloss

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Barbapabbi er einmitt fransmaður.  Þar er komin skýringin á bæði nafninu og litnum á söguhetjunni.
barbapapa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


... en kódi deyr aldregi hveim er sér góðan getr

Í gær fékk ég tölvupóst frá manni sem ég vann með fyrir tíu árum.  Hann var að breyta hugbúnaði sem ég var með í að skrifa 1997, rakst á athugasemd í kóðanum eftir mig og datt í hug að hafa samband.  Það var gaman að heyra frá honum og mér finnst líka gaman að frétta að gömlu forritin mín eru ennþá á lífi.

Um daginn hafði maður samband sem vildi fá leyfi mitt til að þróa og selja hugbúnað sem ég skrifaði þegar ég var að byrja í háskóla í Bandaríkjunum 1994.

Elsta dæmið sem ég hef er að nemandi minn sagði mér að foreldrar sínir sem reka fyrirtæki í Hafnarfirði væru ennþá að nota forrit sem ég samdi árið 1984 þegar ég vann hjá Félagi Íslenskra Iðnrekenda, rétt tvítugur.

Það er gott að gera sér grein fyrir þvi að forrit geta átt sér mjög langan líftíma þótt flestir haldi kanski að hlutir úreldist hratt í tölvubransanum.

Ég veit um einn herramann í Reykjavík sem hefur fulla atvinnu af viðhaldi á COBOL hugbúnaði og hefur haft sömu ánægðu viðskiptavinina í áratugi.

Í framhaldi langar mig að heyra hverjir geta státað af elsta hugbúnaðinum sem þeir vita til að sé ennþá í notkun?

 


Hobbítaholur

Bókin "The Hobbit" eftir J.R.R. Tolkien byrjar svona:

In a hole in the ground there lived a hobbit. Not a nasty, dirty, wet hole, filled with the ends of worms and an oozy smell, nor yet a dry, bare, sandy hole with nothing in it to sit down on or to eat: it was a hobbit-hole, and that means comfort.

It had a perfectly round door like a porthole, painted green, with a shiny yellow brass knob in the exact middle. The door opened on to a tube-shaped hall like a tunnel: a very comfortable tunnel without smoke, with panelled walls, and  floors tiled and carpeted, provided with polished chairs, and lots of lots of pegs for hats and coats -- the hobbit was fond of visitors. The tunnel wound on and on, going fairly but not quite straight into the side of the hill.

 

Þessi byrjun höfðaði alltaf til mín. Ég hefði viljað heimsækja Bilbo Baggins og fá mér te og smákökur með honum en því miður var hann uppi fyrir mína tíð..

HOLE

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir að hringadrottins saga kom í bíó hafa margir sérvitringar viljað gera hobbítaholur.  Þetta er mjög vistvæn aðferð við að byggja húsnæði.  Þetta gæti líka verið ódýr aðferð fyrir fólk til að koma sér þaki yfir höfuðið - til eru þeir sem vilja ekki kaupa sex milljón króna eldhús og gætu sætt sig við frumstæðari huggulegheit.

new hobbit house

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslendingar eiga þegar sínar hobbítaholur sem eru gömlu íslensku torfbæirnir, en þeir voru "nasty,dirty, wet holes with oozy smells".  Ætli hægt væri að ráða bót á því?

Það gæti verið gaman að byggja nútíma útgáfu af íslenskum torfbæ, með almennilegri hitaveitu, rafmagnslýsingu og gegnheilum viðargólfum og fullt af snögum...  Gaman væri að vita hversu mikið slíkt hús myndi kosta?  Ætli kringlóttu útidyrnar yrðu ekki dýrasti hluti byggingarinnar?

saurbeyf2

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Á tindi Mont Blanc - í heita pottinum

Ein af uppáhaldsbókunum mínum er "Brött spor" eftir Sir Edmund Hillary þar sem hann lýsir ferð sinni upp á Everest.

Ég rakst á aðra lýsingu af fjallaferð sem er stórkostleg á sinn hátt.  Nokkrir gárungar tóku sig til og gengu á Mont Blanc með allt sem til þurfti til að byggja heitan pott á staðnum.  Ég læt myndirnar tala sínu máli - en er ekki tímaspursmál þar til maður kemst í bað aðstöðu á Hvannadalshnjúk? 

15

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

19

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

31

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég rakst á ferðasöguna hjá Guillaume Dargaud sem ég fylgist með vegna ljósmyndanna sem hann tekur sem og útivistarinnar, en hann bjó á Suðurskautinu um nokkurt skeið.

SunRun_800


Ortir þú þetta?

Davíð Þór Jónsson á að hafa spurt upprennandi skáld:  "Ortir þú þetta?".

Skáldið svaraði :  "Já".

Davíð sagði:  "Jahá! ... hefurðu svolítið verið að -- orta?"

Menn þurfa að kunna íslensku til að misnota hana svona vel.

Það minnir mig á kvæði eftir einn af framvörðum íslenskrar hámenningar:

liggur niður hraun og hjarn
heljarvegur langur
fjarskalega leiðingjarn
er lífsins niðurgangur

Og þá er ég kominn að efninu:  Mér er ljúft að tilkynna að höfundur stökunnar að ofan er farinn að blogga hér á Moggablogginu.

Bloggið mitt heitir reyndar í höfuðið á ljóðabók eftir hann. 

 


Hvenær er nýjung nýjung?

Ég hef heyrt um póstkort sem eru sextíu ár að berast í hendur viðtakanda, en hér er fréttatilkynning frá Osta og smjörsölunni sem mér finnst smellin:

Á markaðinn eru komnir nýir íslenskir ostar, Sauða-brie og Geita-brie. Ostarnir eru hreint sælkerafæði og eru kærkomnin nýjung í íslensku ostaflóruna.

Sauða- og geitaostar hafa verið framleiddir í áraraðir í nær öllum löndum Evrópu og njóta þeir gríðarlegra vinsælda þar. Íslenski geitastofninn er afar sérstakur á heimsvísu þar sem stofninn hefur verið einangraður síðan á landnámsöld og er íslenski Geita-brie osturinn talinn vera einstakur vegna þessa.

Það er áralöng hefð fyrir notkun ostanna í ýmis konar matargerð í Evrópu.

561_geitabrie

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er víst óhætt að segja að hefðin í Evrópu sé áralöng því hetjusögur Grikkja frá því fyrir Krist tala um geitaost, og Feta osturinn gríski er geitaostur þótt hann sé það reyndar ekki á Íslandi enda spurning hvort megi kalla þann ost Feta ost.

Frakkar hafa búið til geitaost frá því hann barst til Frakklands með Márum á áttundu öld.

Það er því stórkostleg hæverska að segja að "geitaostar hafa verið framleiddir í áraraðir" í Evrópu.  Nær væri að segja árþúsundaraðir.

Það er viðbúið að þessi "nýung í matargerð" hefði borist fyrr í gúlagið ef hér væri ekki allt harðlokað og læst í landbúnaðarmálum.

Ætli þetta hæverska orðalag hjá Osta og smjörsölunni sé ekki komið til vegna þess að þeim finnst þeir sjálfir vera nokkur seint á ferð með "nýungina"?

 


Passat er hátíð miðað við...

Hvaða bíll ætli lækki svona hratt í verði?

Vísbending: nýr kostar hann yfir tíu milljónir, en það má sjá á grafinu, svo það er kannski ekki mikil vísbending.

Draumabillinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tölurnar tók ég með stikkprufum af bílasölum á netinu. 

 

Kveðja, Kári 

PS:  Svarið fæst með því að velja allan textann og sjá hvað birtist... 

Svarið er Range Rover

 


Hlutabréfin falla kannski á morgun - bílar örugglega!

Í tilefni af áhyggjum af verðfalli á mörkuðum á morgun datt mér í hug að skoða verðfall VW Passat bíla.  Ég setti inn verð fjörtíu bíla skv. bílasölum á vefnum:

verd_argerd_bilasalar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2007 kostar bíllinn 2.800 þúsund nýr en tíu ára gamall er hann kominn niður í 500 þúsund, það er lækkun um 2.300 þúsund eða 230 þúsund á ári.  Þetta er uppsett verð á bílasölunni, ég veit ekki hvort bíllinn selst á því verði.

Skattstjóri álítur að afföll af bílum séu 10% á ári.  Hér er graf sem sýnir 10% lækkun afturvirkt af sömu upphæð:

verd_argerd

 

 

 

 

 

 

  

 

Skattstjóri er bjartsýnn, hann heldur að 1997 árgerð kosti milljón en raunveruleikinn er 500 þúsund.

Bílar eru engin fjárfesting, en það vissi ég svosem fyrirfram.

Ef þessi sama upphæð hefði verið sett inn á reikning með 10% ársávöxtun árið 1997 væri vöxturinn svona:

avoxtun

 

 

 

 

 

 

 

 

Á þessu ári væri upphæðin komin í 7,2 milljónir.  Það væri hægt að loppa af 4,4 miljónir og nota í eitthvað skemmtilegt, og vera samt með 2,8 milljónir eftir á reikningnum.

 ---

Mjög dýr reiðhjól á Íslandi geta kostað 200 þúsund krónur, en það er samt minna en verðfall á venjulegum Passat á einu ári.  Það er skrýtið hvað sumu fólki finnst sumt dýrt stundum en borgar svo aðra fokdýra hluti með glöðu geði.  Passat er ekki dýrasti bíllinn á götum Reykjavíkur í dag og hann fellur örugglega ekki meira í verði en sumir jeppar.

 


Er breiðband Símans á útleið?

Fyrir nokkrum árum lagði Síminn Breiðbandið í götuna til mín og í kassa í kjallaranum. Ég lagði loftnetssnúru áfram  upp í loftnetsdreifikerfi hússins og hef verið með myndlykil frá Símanum tengdan við þessa snúru.

Breiðbandið er ljósleiðari sem liggur um bæinn en flest hús eru tengd honum með venjulegri loftnetssnúru því búnaðurinn sem breytir ljósmerkinu í sjónvarps og símamerki er hafður í kössum á götuhornum.  Það þótti ekki svara kostnaði að leggja ljósleiðarann alla leið í hvert hús.

Nú er Landssíminn byrjaður að bjóða upp á "Video on Demand" (VOD) þjónustu en aðeins fyrir þá sem nota ADSL myndlykla, en þeir eru tengdir við gömlu símasnúruna, ekki nýju loftnetssnúruna.

Ég beið rólegur og bjóst við að uppfærsla á breiðbandslyklunum væri ekki langt undan til að geta séð heimabíó með  þeim.  Svo leið og beið.

Nú er Síminn líka byrjaður að bjóða á háskerpu útsendingar (HD) en aftur, aðeins fyrir þá sem eru með ADSL myndlykla.

Því spurði ég þjónustuver Símans:  Hvenær kemur Video-on-demand og Háskerpa fyrir notendur Breiðbandsins?  Svarið frá þjónustuverinu var:  það eru engin áform um að bjóða þá þjónustu á Breiðbandinu.

Ég álykta að myndlykillinn á Breiðbandinu sé að fara sömu leið og Betamax videótækin.   Tímabært að leggja nýja snúru inn í stofu.

Smá hártogun í lokin:  það er dáldið óskírt hvað Breiðbandið er í raun og veru.  Ég fletti upp "Hvað er breiðbandið" á heimasíðu Símans og fæ þetta svar:

Breiðbandið var fyrst tekið í notkun þann 6. febrúar 1998 og hófst þá dreifing á sjónvarps- og útvarpsefni með einfaldri tengingu inn á loftnetskerfi heimilanna. Nú er komið að því að ljósleiðaratenging til heimila er orðinn raunhæfur kostur og því verður Breiðbandið nú uppfært í ljósnet og verður þannig eitt helsta gagnaflutningskerfi fyrir sjónvarp, útvarp, tölvur og síma. Þetta mun þó taka nokkur ár þar sem ljósleiðaratengingar kalla á nýjar innanhússlagnir á þeim heimilum sem vilja nýta sér þær.

Þarna stendur hvenær það var tekið í notkun og að dreifing á sjónvarps og útvarpsefni fari fram um það, en ekki hvað það er.  Ef Breiðbandið er ljósleiðarakerfi símans, þá er breiðband símans náttúrulega ekki á útleið, en ef það er loftnetskerfi og myndlyklar tengdir því, þá er svarið já, þeir eru á útleið.

Ef til stendur að leggja ljósleiðara alla leið inn í stofu til mín og tengja myndlykil beint við hann, tekur vart að bíða eftir því og betra að byrja að undirbúa komu ADSL myndlykils.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband